Barcelona náði fimm stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku deildarinnar eftir 4-0 sigur á Racing Santander í kvöld en Real Madrid á leik inni annað kvöld. Barcelona skoraði þrjú af mörkum sínum í fyrri hálfleik og vann auðveldan sigur.
Andrés Iniesta skoraði fyrsta markið á 7. mínútu og þeir Thierry Henry (29. mínúta) og Rafael Marquez (34.mínúta) skoruðu síðan báðir beint úr aukaspyrnu með aðeins fimm mínútna millibili.
Varamaðurinn Thiago skoraði síðan fjórða og síðasta mark Barcelona sex mínútum fyrir leikslok eftir að hafa fengið sendingu frá Lionel Messi.
Barcelona skoraði fjögur mörk á móti Racing Santander
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





