Sterkara Ísland innan ESB Jón Steindór Valdimarsson skrifar 24. febrúar 2010 06:00 Frá haustdögum 2008 hafa orðið sviptingar í íslensku þjóð- og efnahagslífi, meiri en nokkurn óraði fyrir. Sjálfsmynd okkar beið mikinn hnekki þegar í ljós kom að innviðir velgengni okkar reyndust á mörgum sviðum feysknir. Ekki bætti úr skák að á augabragði breyttist aðdáun umheimsins á litla Íslandi í góðlátlega meðaumkun í besta falli en að öðru leyti í afskiptaleysi sem við eigum erfitt með að skilja. Efnahagslegir erfiðleikar hafa leitt til þess að í stað þess að vera fyrirmynd annarra ríkja í efnahagslegri velgengni höfum við orðið að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eigum í erfiðum samskiptum við Breta og Hollendinga vegna Icesave. Okkur þykir sem bandamenn okkar til langs og skamms tíma hafi á ögurstundu brugðist okkur í stað þess að leggja okkur lið. ÓvinafagnaðurÞessi staða er frjór jarðvegur fyrir þá sem vilja ýta undir þjóðerniskennd og rómantískar hugmyndir. Því er haldið fram að réttast sé að Íslendingar láti Evrópu sigla sinn sjó og að okkur farnist best einum og óstuddum með fullt forræði yfir eigin málum og gjaldmiðli. Staðan sýni svart á hvítu að þegar á reyndi yrði aðild að ESB ekkert annað en óvinafagnaður þar sem Ísland mætti sín lítils gegn þjóðum sem hyggja flátt í garð Íslendinga og íslenskra hagsmuna. Að minni hyggju er þessu þveröfugt farið. Atburðarás síðustu missera sýnir glöggt hve vegferð þjóða er samtvinnuð og hve mikilvægt það er að taka saman á hlutum og hafa vettvang til þess að ráða sameiginlega fram úr vandasömum málum. ESB er slíkur vettvangur og raunar sá eini þar sem Íslandi gefst kostur á að setjast til borðs. ESB er ekki gallalaust og Íslendingar munu ekki fá öll sín vandamál leyst þar. Við munum örugglega þurfa að beygja okkur undir einhverjar ákvarðanir sem eru okkur ekki að skapi. Innan ESB höfum við hins vegar raunverulegan aðgang að ákvörðunum og getum talað okkar máli. Að standa utan ESB leiðir hins vegar til fullkomins áhrifaleysis og engum ber nein sérstök skylda til þess að taka tillit til okkar hagsmuna. Við eigum erindiÍsland er ekki stórveldi og verður aldrei. Ísland er og verður háð samskiptum og viðskipum við aðrar þjóðir. Ísland og Íslendingar hafa samt sem áður sýnt og sannað að þeir eiga fullt erindi í alþjóðlegt samstarf og geta lagt þar gott til mála og að á þá er hlustað. Engin ástæða er því til að hafa minnimáttarkennd gagnvart aðild að ESB. Þar getum við gengið stolt til leiks og lagt okkar af mörkum til sameiginlegra verkefna og stefnumótunar á vettvangi fullvalda þjóða. Samvinnan leiðir oftar en ekki til betri lausna en að hver hokri í sínu horni. Aðild að ESB er ekki lausn á aðsteðjandi efnahagsvanda. Evra leysir Íslendinga ekki undan því að kunna fótum sínum forráð í stjórn efnahagsmála sinna. Þetta má glöggt læra af vandræðum Grikkja um þessar mundir. Þeirra vandi snýr hins vegar ekki að því að aðild að ESB eða evran hafi steypt þeim í vandræði. Vandi þeirra er algjörlega heimatilbúinn, sannkallað sjálfskaparvíti. Aðild Íslands að ESB og upptaka evru hefur í för með sér að við verðum að temja okkur meiri aga og ábyrgð í stjórn efnahagsmála á öllum sviðum. Það verður erfitt og ef illa tekst til lendum við í vandræðum. Takist okkur hins vegar að nýta tækifærin af skynsemi er líklegt að við náum langþráðum stöðugleika í efnahagsmálum, minni verðbólgu, lægri vöxtum og áhrif gengissveiflna verði nánast úr sögunni. Þessi ávinningur er hluti af því sem fylgir aðild að ESB. Þjóð meðal þjóðaVið munum ekkert fá á silfurfati frekar en fyrri daginn þótt við göngum í ESB. Eftir sem áður verðum við að vinna hagsmunum okkar framgang af elju og þrautseigju. Með því að velja okkur réttan vettvang til að vinna á verður Ísland sterkara í samfélagi þjóðanna. Það ætti að vera keppikefli okkar allra. STERKARA ÍSLAND - þjóð meðal þjóða er samfélag þeirra sem eru sammála um að vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu með því að stuðla að hagstæðum aðildarsamningi og upplýstri umræðu um aðildina. Sjá nánar á slóðinni: www.sterkaraisland.is. Höfundur er félagsmaður í Sterkara Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Frá haustdögum 2008 hafa orðið sviptingar í íslensku þjóð- og efnahagslífi, meiri en nokkurn óraði fyrir. Sjálfsmynd okkar beið mikinn hnekki þegar í ljós kom að innviðir velgengni okkar reyndust á mörgum sviðum feysknir. Ekki bætti úr skák að á augabragði breyttist aðdáun umheimsins á litla Íslandi í góðlátlega meðaumkun í besta falli en að öðru leyti í afskiptaleysi sem við eigum erfitt með að skilja. Efnahagslegir erfiðleikar hafa leitt til þess að í stað þess að vera fyrirmynd annarra ríkja í efnahagslegri velgengni höfum við orðið að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eigum í erfiðum samskiptum við Breta og Hollendinga vegna Icesave. Okkur þykir sem bandamenn okkar til langs og skamms tíma hafi á ögurstundu brugðist okkur í stað þess að leggja okkur lið. ÓvinafagnaðurÞessi staða er frjór jarðvegur fyrir þá sem vilja ýta undir þjóðerniskennd og rómantískar hugmyndir. Því er haldið fram að réttast sé að Íslendingar láti Evrópu sigla sinn sjó og að okkur farnist best einum og óstuddum með fullt forræði yfir eigin málum og gjaldmiðli. Staðan sýni svart á hvítu að þegar á reyndi yrði aðild að ESB ekkert annað en óvinafagnaður þar sem Ísland mætti sín lítils gegn þjóðum sem hyggja flátt í garð Íslendinga og íslenskra hagsmuna. Að minni hyggju er þessu þveröfugt farið. Atburðarás síðustu missera sýnir glöggt hve vegferð þjóða er samtvinnuð og hve mikilvægt það er að taka saman á hlutum og hafa vettvang til þess að ráða sameiginlega fram úr vandasömum málum. ESB er slíkur vettvangur og raunar sá eini þar sem Íslandi gefst kostur á að setjast til borðs. ESB er ekki gallalaust og Íslendingar munu ekki fá öll sín vandamál leyst þar. Við munum örugglega þurfa að beygja okkur undir einhverjar ákvarðanir sem eru okkur ekki að skapi. Innan ESB höfum við hins vegar raunverulegan aðgang að ákvörðunum og getum talað okkar máli. Að standa utan ESB leiðir hins vegar til fullkomins áhrifaleysis og engum ber nein sérstök skylda til þess að taka tillit til okkar hagsmuna. Við eigum erindiÍsland er ekki stórveldi og verður aldrei. Ísland er og verður háð samskiptum og viðskipum við aðrar þjóðir. Ísland og Íslendingar hafa samt sem áður sýnt og sannað að þeir eiga fullt erindi í alþjóðlegt samstarf og geta lagt þar gott til mála og að á þá er hlustað. Engin ástæða er því til að hafa minnimáttarkennd gagnvart aðild að ESB. Þar getum við gengið stolt til leiks og lagt okkar af mörkum til sameiginlegra verkefna og stefnumótunar á vettvangi fullvalda þjóða. Samvinnan leiðir oftar en ekki til betri lausna en að hver hokri í sínu horni. Aðild að ESB er ekki lausn á aðsteðjandi efnahagsvanda. Evra leysir Íslendinga ekki undan því að kunna fótum sínum forráð í stjórn efnahagsmála sinna. Þetta má glöggt læra af vandræðum Grikkja um þessar mundir. Þeirra vandi snýr hins vegar ekki að því að aðild að ESB eða evran hafi steypt þeim í vandræði. Vandi þeirra er algjörlega heimatilbúinn, sannkallað sjálfskaparvíti. Aðild Íslands að ESB og upptaka evru hefur í för með sér að við verðum að temja okkur meiri aga og ábyrgð í stjórn efnahagsmála á öllum sviðum. Það verður erfitt og ef illa tekst til lendum við í vandræðum. Takist okkur hins vegar að nýta tækifærin af skynsemi er líklegt að við náum langþráðum stöðugleika í efnahagsmálum, minni verðbólgu, lægri vöxtum og áhrif gengissveiflna verði nánast úr sögunni. Þessi ávinningur er hluti af því sem fylgir aðild að ESB. Þjóð meðal þjóðaVið munum ekkert fá á silfurfati frekar en fyrri daginn þótt við göngum í ESB. Eftir sem áður verðum við að vinna hagsmunum okkar framgang af elju og þrautseigju. Með því að velja okkur réttan vettvang til að vinna á verður Ísland sterkara í samfélagi þjóðanna. Það ætti að vera keppikefli okkar allra. STERKARA ÍSLAND - þjóð meðal þjóða er samfélag þeirra sem eru sammála um að vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu með því að stuðla að hagstæðum aðildarsamningi og upplýstri umræðu um aðildina. Sjá nánar á slóðinni: www.sterkaraisland.is. Höfundur er félagsmaður í Sterkara Íslandi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun