Tvö flóð í Markarfljóti í nótt 16. apríl 2010 07:03 MYND/Stefán Karlsson Flóð hljóp í Markarfljót upp úr klukkan tvö í nótt og aftur klukkustund síðar, en þau voru bæði minni en flóðið, sem varð um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Annað þeirra virðist þó hafa verið litlu minna en kvöldflóðið. Þegar þess flóðs varð vart, voru margir bæir rýmdir í skyndingu í Fljótshlíðinni og í Landeyjum, en þegar leið á kvöldið fékk fólk að snúa aftur heim, nema til þeirra bæja, sem voru mannlausir í fyrrinótt. Vatn flæddi yfir varnargarð við Þórólfsfell í flóðinu í gærkvöldi, en ekki liggur fyrir hvort einhverjar skemmdir hafa orðið á túnum eða mannvirkjum. Öskufalls varð vart alveg austur á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi, en vindur á að snúast til norðurs þannig að þá fer askan að falla í Landeyjum og jafnvel í Vestmannaeyjum. Greining á ösku frá gosinu hefur leitt í ljós að flúorinnihald hennar er hættulegt búpeningi þegar öskulag er orðið meira en einn sentímetri. Vatnshæð er mikil í Markarfljóti, samkvæmt mæli á gömlu brúnni, en að sögn jarðvísindamanna getur það að hluta stafað af miklum framburði, þannig að botninn í fljótinu hafi hækkað. Gosórói er enn mikill í Eyjafjallajökli en skjálftavirkni lítil, eins og verið hefur. Ekki er vitað til þess að hraun sé farið að renna út úr gígnum, og telja vísindamenn það ólíklegt, enn sem komið er. Síðdegis í gær var útlit fyrir að hægt yrði að lagfæra veginn við Markarfljótsbrú þannig að hægt yrði að hleypa nauðsynlegri umferð þar um upp úr hádegi í dag, en ekki liggur fyrir hvort svo verður, í ljósi flóðsins í gærkvöldi. Ef það verður ekki hægt blasir við að bændur austan fljótsins verða að fara að hella niður mjólk, þar sem allir geymar á búunum eru að fyllast og því brýnt að mjólkurbílar tappi af þeim. Fylgst var með framvindu mála úr eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fram undir klukan tíu í gærkvöldi og björgunarþyrla er til taks við Hótel Rangá. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Flóð hljóp í Markarfljót upp úr klukkan tvö í nótt og aftur klukkustund síðar, en þau voru bæði minni en flóðið, sem varð um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Annað þeirra virðist þó hafa verið litlu minna en kvöldflóðið. Þegar þess flóðs varð vart, voru margir bæir rýmdir í skyndingu í Fljótshlíðinni og í Landeyjum, en þegar leið á kvöldið fékk fólk að snúa aftur heim, nema til þeirra bæja, sem voru mannlausir í fyrrinótt. Vatn flæddi yfir varnargarð við Þórólfsfell í flóðinu í gærkvöldi, en ekki liggur fyrir hvort einhverjar skemmdir hafa orðið á túnum eða mannvirkjum. Öskufalls varð vart alveg austur á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi, en vindur á að snúast til norðurs þannig að þá fer askan að falla í Landeyjum og jafnvel í Vestmannaeyjum. Greining á ösku frá gosinu hefur leitt í ljós að flúorinnihald hennar er hættulegt búpeningi þegar öskulag er orðið meira en einn sentímetri. Vatnshæð er mikil í Markarfljóti, samkvæmt mæli á gömlu brúnni, en að sögn jarðvísindamanna getur það að hluta stafað af miklum framburði, þannig að botninn í fljótinu hafi hækkað. Gosórói er enn mikill í Eyjafjallajökli en skjálftavirkni lítil, eins og verið hefur. Ekki er vitað til þess að hraun sé farið að renna út úr gígnum, og telja vísindamenn það ólíklegt, enn sem komið er. Síðdegis í gær var útlit fyrir að hægt yrði að lagfæra veginn við Markarfljótsbrú þannig að hægt yrði að hleypa nauðsynlegri umferð þar um upp úr hádegi í dag, en ekki liggur fyrir hvort svo verður, í ljósi flóðsins í gærkvöldi. Ef það verður ekki hægt blasir við að bændur austan fljótsins verða að fara að hella niður mjólk, þar sem allir geymar á búunum eru að fyllast og því brýnt að mjólkurbílar tappi af þeim. Fylgst var með framvindu mála úr eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fram undir klukan tíu í gærkvöldi og björgunarþyrla er til taks við Hótel Rangá.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira