Hafa ekki keypt notaða bíla vegna eldgossins 12. maí 2010 12:52 Þegar lögin voru samþykkt var því spáð að bílaleigurnar hér á landi myndu kaupa 5-600 notaða bíla á þessu ári. Af því hefur ekki orðið Mynd/Anton Brink Bílaleigur hafa lítið sem ekkert keypt af notuðum bílum í vor eins og vonir stóðu til eftir að lög voru samþykkt sem heimiluðu þeim að fá virðisaukaskattinn endurheimtan við kaup á notuðum bílum. Ástæðan er samdráttur í bókunum sem rakin er til eldgossins í Eyjafjallajökli. Í mars síðastliðnum var lögum breytt þannig að bílaleigum á Íslandi var gert heimilt að fá virðisaukaskattinn endurheimtan við kaup á notuðum bílum. Áður hafði bílaleigum einungis verið heimilt að fá vaskinn endurgreiddan af nýjum bílum. Þetta var gert til þess að slá tvær flugu í einu höggi. Annars vegar voru horfur voru á því að skortur yrði á bílaleigubílum í sumar og hins vegar er mikið er til af óseldum bílum í landinu. Vonast var til að þetta myndi glæða lífi í sölu á notuðum bílum. Þegar lögin voru samþykkt var því spáð að bílaleigurnar hér á landi myndu kaupa 5-600 notaða bíla á þessu ári. Þetta hefði orðið innspýting í markaðinn um upp á 1,2 milljarða. En svo byrjaði að gjósa og stóru bílaleigurnar hafa nánast ekkert nýtt sér þessar nýju heimildir. Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir bílaleigurnar hafi ekki nýtt þessar heimildir þar sem bókanir hafi einfaldlega dregist saman vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Þannig að þörfin er ekki til staðar. Því miður." Gríðarlega hefur dregið úr bókunum bílaleigum. Á sama tíma í fyrra voru hátt í 100 bókanir á dag hjá einni leigunni en þær eru ekki nema 40-50 í dag. „Framan af vetri voru við með 10-15% aukningu á bókunum. Þegar túristagosið hófst á Fimmvörðuhálsi þá má segja að þær hafi verið á pari milli ára. Þegar Eyjafjallajökull fór að gjósa þá duttu bókanirnar niður í 70-80% af því sem við vorum að fá fram af því. Svo þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti fór í frægt á BBC og fleiri stöðum þá hrundi þetta niður í 50-60%. Þannig að ummælin þar höfðu gríðarleg áhrif og við fundum því miður fyrir þeim," segir Steingrímur. Stórubílaleigurnar búast þó við að þessar nýja heimildir til þess að kaupa notaða bíla verði nýttar, mögulega seinna í sumar ef bókunum fer að fjölga aftur. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Bílaleigur hafa lítið sem ekkert keypt af notuðum bílum í vor eins og vonir stóðu til eftir að lög voru samþykkt sem heimiluðu þeim að fá virðisaukaskattinn endurheimtan við kaup á notuðum bílum. Ástæðan er samdráttur í bókunum sem rakin er til eldgossins í Eyjafjallajökli. Í mars síðastliðnum var lögum breytt þannig að bílaleigum á Íslandi var gert heimilt að fá virðisaukaskattinn endurheimtan við kaup á notuðum bílum. Áður hafði bílaleigum einungis verið heimilt að fá vaskinn endurgreiddan af nýjum bílum. Þetta var gert til þess að slá tvær flugu í einu höggi. Annars vegar voru horfur voru á því að skortur yrði á bílaleigubílum í sumar og hins vegar er mikið er til af óseldum bílum í landinu. Vonast var til að þetta myndi glæða lífi í sölu á notuðum bílum. Þegar lögin voru samþykkt var því spáð að bílaleigurnar hér á landi myndu kaupa 5-600 notaða bíla á þessu ári. Þetta hefði orðið innspýting í markaðinn um upp á 1,2 milljarða. En svo byrjaði að gjósa og stóru bílaleigurnar hafa nánast ekkert nýtt sér þessar nýju heimildir. Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir bílaleigurnar hafi ekki nýtt þessar heimildir þar sem bókanir hafi einfaldlega dregist saman vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Þannig að þörfin er ekki til staðar. Því miður." Gríðarlega hefur dregið úr bókunum bílaleigum. Á sama tíma í fyrra voru hátt í 100 bókanir á dag hjá einni leigunni en þær eru ekki nema 40-50 í dag. „Framan af vetri voru við með 10-15% aukningu á bókunum. Þegar túristagosið hófst á Fimmvörðuhálsi þá má segja að þær hafi verið á pari milli ára. Þegar Eyjafjallajökull fór að gjósa þá duttu bókanirnar niður í 70-80% af því sem við vorum að fá fram af því. Svo þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti fór í frægt á BBC og fleiri stöðum þá hrundi þetta niður í 50-60%. Þannig að ummælin þar höfðu gríðarleg áhrif og við fundum því miður fyrir þeim," segir Steingrímur. Stórubílaleigurnar búast þó við að þessar nýja heimildir til þess að kaupa notaða bíla verði nýttar, mögulega seinna í sumar ef bókunum fer að fjölga aftur.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira