Lyfjafyrirtæki þegar hætt að skrá ný lyf 18. maí 2010 04:15 Apótek Smásöluverð á fjörutíu algengum lyfjum var að meðaltali um 6,5 prósentum lægra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum samkvæmt verðsamanburði Lyfjagreiðslunefndar. Farið er að bera á því að lyfjafyrirtæki hætti við að skrá ný lyf á markað hér á landi þar sem stjórnvöld voru ekki tilbúin til að borga sambærilegt verð og fæst fyrir lyfin á hinum Norðurlöndunum, segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka framleiðenda frumlyfja. Fram kom í máli framkvæmdastjóra hjá lyfjarisanum Roche í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið íhugaði alvarlega að hætta að setja ný lyf á markað á Íslandi, og jafnvel að afskrá eldri lyf. „Heilbrigðisyfirvöld mega ekki gleyma því að það er þegar búið að ganga afar langt í að lækka lyfjakostnað. Að lækka enn meira er eins og að pissa í skóinn sinn. Kostnaðurinn getur lækkað lítillega tímabundið, en á endanum þýðir það aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu þegar sjúklingar hafa ekki lengur aðgang að bestu fáanlegum lyfjum,“ segir Jakob. Hann mótmælir þeirri fullyrðingu Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra í Fréttablaðinu í gær að krafa íslenskra stjórnvalda sé aðeins að fá að kaupa lyf á sambærilegu verði og á hinum Norðurlöndunum. Jakob segir lyfjaverð hér á landi, og þá sér í lagi heildsöluverð frumlyfja, hafa verið á sama róli og meðalverð á hinum Norðurlöndunum síðan árið 2006. Það eigi Álfheiður að vita. Krafan virðist vera sú að fá lyfin á lægra verði en nágrannalöndin, sem gangi augljóslega ekki upp. Í verðsamanburði Lyfjagreiðslunefndar frá því í febrúar síðastliðnum er tekið saman smásöluverð fjörutíu lyfja hér og á hinum Norðurlöndunum. Lyfin eru yfirleitt um eða undir meðalverði hinna Norðurlandanna samkvæmt samanburðinum. Meðalverð á lyfjategundunum 40 var 23.310 krónur hér á landi, en meðalverðið á hinum Norðurlöndunum var 24.941 króna. Verðið var því að meðaltali 6,5 prósentum lægra hér á landi. Jakob segir augljóst að ekki gangi að bjóða upp á lægra verð á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum. Það komi ekki til af því að það muni draga úr hagnaði lyfjaframleiðenda að selja lyfin á lægra verði á 300 þúsund manna markaði en í stórum Evrópuríkjum. Ástæðan sé sú að Ísland sé ekki eyland í þessum skilningi. Lyfjamarkaðurinn sé alþjóðlegur og fjármagna þurfi kostnaðarsamar rannsóknir. Verð í einu landi hafi sannarlega áhrif í öðrum löndum og engin rök séu fyrir því að verð hér eigi að vera lægra. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Farið er að bera á því að lyfjafyrirtæki hætti við að skrá ný lyf á markað hér á landi þar sem stjórnvöld voru ekki tilbúin til að borga sambærilegt verð og fæst fyrir lyfin á hinum Norðurlöndunum, segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka framleiðenda frumlyfja. Fram kom í máli framkvæmdastjóra hjá lyfjarisanum Roche í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið íhugaði alvarlega að hætta að setja ný lyf á markað á Íslandi, og jafnvel að afskrá eldri lyf. „Heilbrigðisyfirvöld mega ekki gleyma því að það er þegar búið að ganga afar langt í að lækka lyfjakostnað. Að lækka enn meira er eins og að pissa í skóinn sinn. Kostnaðurinn getur lækkað lítillega tímabundið, en á endanum þýðir það aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu þegar sjúklingar hafa ekki lengur aðgang að bestu fáanlegum lyfjum,“ segir Jakob. Hann mótmælir þeirri fullyrðingu Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra í Fréttablaðinu í gær að krafa íslenskra stjórnvalda sé aðeins að fá að kaupa lyf á sambærilegu verði og á hinum Norðurlöndunum. Jakob segir lyfjaverð hér á landi, og þá sér í lagi heildsöluverð frumlyfja, hafa verið á sama róli og meðalverð á hinum Norðurlöndunum síðan árið 2006. Það eigi Álfheiður að vita. Krafan virðist vera sú að fá lyfin á lægra verði en nágrannalöndin, sem gangi augljóslega ekki upp. Í verðsamanburði Lyfjagreiðslunefndar frá því í febrúar síðastliðnum er tekið saman smásöluverð fjörutíu lyfja hér og á hinum Norðurlöndunum. Lyfin eru yfirleitt um eða undir meðalverði hinna Norðurlandanna samkvæmt samanburðinum. Meðalverð á lyfjategundunum 40 var 23.310 krónur hér á landi, en meðalverðið á hinum Norðurlöndunum var 24.941 króna. Verðið var því að meðaltali 6,5 prósentum lægra hér á landi. Jakob segir augljóst að ekki gangi að bjóða upp á lægra verð á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum. Það komi ekki til af því að það muni draga úr hagnaði lyfjaframleiðenda að selja lyfin á lægra verði á 300 þúsund manna markaði en í stórum Evrópuríkjum. Ástæðan sé sú að Ísland sé ekki eyland í þessum skilningi. Lyfjamarkaðurinn sé alþjóðlegur og fjármagna þurfi kostnaðarsamar rannsóknir. Verð í einu landi hafi sannarlega áhrif í öðrum löndum og engin rök séu fyrir því að verð hér eigi að vera lægra. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira