Hlaupið úr Eyjafjallajökli fer senn að nálgast efri brúna yfir Markarfljót samkvæmt upplýsingum frá Kjartani Þorkelssyni, sýslumanni á Hvolsvelli. Viðbragðsaðilar á Hvolsvelli eru við öllu búnir enda er talið að hlaupið sé stærra en það sem var í gær.
Kjartan segir að rýming gangi ágætlega enda hafi boðunin verið í gegnum útvarp og sjónvarp. Landeyjarnar, Fljótshlíðin og Eyjafjöll eru rýmd.
Hlaupið nálgast efri brúna
Jón Hákon Halldórsson skrifar
