Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, sagði eftir leik Real Madrid í Beckenbauer-bikarnum í gær að Werder Bremen hafi hafnað tilboði Real Madrid í Mesut Ozil.
„Hann er frábær leikmaður og ég væri mjög ánægður með að fá hann en þjálfarinn hans sagði nei," sagði Jose Mourinho í gær. Thomas Schaaf er þjálfari Werder Bremen.
Mesut Ozil er einn efnilegasti fótboltamaður heims og stóð sig frábærlega með þýska landsliðinu á HM í sumar. Jose Mourinho er ekki búinn að gefast upp þótt að tilboði liðsins hafi verið hafnað.
„Nú verðum við bara að sjá til hvernig málin þróast. Það væri frábært ef að hann kæmi til okkar," sagði Mourinho en samningur Mesut Ozil við Werder Bremen rennur út næata sumar. Real Madrid er þó ekki eina stórliðið sem er á eftir honum.
Mourinho: Werder Bremen hafnaði tilboði Real í Ozil
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Manchester er heima“
Enski boltinn

„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn




De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn
