Barcelona missteig sig í spænska boltanum í kvöld er liðið varð að sætta sig við jafntefli gegn Mallorca, 1-1.
Lionel Messi kom Börsungum yfir á 21. mínútu en Emilio Nsue jafnaði metin skömmu fyrir hlé.
Barcelona er í þriðja sæti eftir leikinn í kvöld og getur misst Real Madrid fram úr sér vinni Madrid lið Deportivo síðar í kvöld.