Körfubolti

Helena og félagar taldar vera í hópi bestu liða Bandaríkjanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir og félagar þurftu að sætta sig við sárt tap í urslitakeppninni í fyrra.
Helena Sverrisdóttir og félagar þurftu að sætta sig við sárt tap í urslitakeppninni í fyrra. Mynd/AP

Helena Sverrisdóttir og félögum í TCU er spáð góðu gengi bandaríska háskólaboltanum í vetur en liðið var sett í 23. sæti yfir bestu háskólalið í Bandaríkjunum hjá Sporting News blaðinu. TCU er eina liðið í Mountain West deildinni sem kemst á blað.

Helena er þó ekki spáð mestum frama í TCU-liðinu í vetur heldur er það framherjinn Starr Crawford sem fær þann heiður en hún var nýliði hjá liðinu í fyrra. Sporting News spáir því að Starr Crawford komist í þriðja úrvalslið deildarinnar en hún var með 9,8 stig og 8,8 fráköst að meðaltali í leik síðasta vetur.

TCU vann 22 af 31 leik á síðasta tímabili en fjórir byrjunarliðsmenn liðsins frá því í fyrra verða einnig með liðinu í vetur og þar á meðal er Helena sem var með 13,6 stig, 6,7 fráköst, 5,2 stoðsendingar og 2,2 stolna bolta að meðaltali í fyrra.

Helena og félagar eru nú á fullu að gera sig klárar fyrir tímabilið en fyrsti leikurinn verður á móti Houston Baptist skólanum 12. nóvember næstkomandi.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×