Bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson er enn ósigraður á atvinnumannaferli sínum í blönduðum bardagaíþróttum (MMA) eftir sigur á Bretanum Eugene Fadiora í gær.
Bardaginn fór fram í Birmingham í Englandi í gær, heimabæ Fadiora sem einnig var ósigraður á ferlinum fyrir bardagann í gær.
Gunnar gerði sér lítið fyrir og kláraði Fadiora strax í fyrstu lotu.
Ljóst er að frægðarsól Gunnars á eftir að rísa enn frekar eftir þennan sigur í gær en Fadiora þykir einn efnilegasti bardagaíþróttakappi Bretlands í MMA.