Tengsl gosa í Eyjafjallajökli við Kötlugos 22. mars 2010 04:30 Ari Trausti Guðmundsson „Það hefur ekki gosið á Fimmvörðuhálsi í fleiri þúsund ár, og ekki hægt að skýra af hverju gýs þarna núna en ekki beint þaðan sem kvikan safnast saman undir háfjallinu,“ segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. „Það eru gossprungur bæði vestan og austan úr Eyjafjallajökli, fyrir ofan Seljalandsfoss og þar sem gýs núna. Fjallið er jú um 700 þúsund ára gamalt þannig að gríðarlegur fjöldi gosa hefur komið upp á svæðinu. Bæði í háfjallinu og sprungunum í hlíðum þess.“ Að minnsta kosti þrjár gossprungur liggja um Fimmvörðuháls, en sú sem nú gýs liggur öðruvísi en hinar tvær. Ari segir að um hreint hraungos sé að ræða. Það geti hins vegar breyst ef gosið færist undir jökulhettuna til vesturs. Þá breytist gosið í gjóskugos með vatnsflóði. Eins segir gossaga Eyjafjallajökuls að gosið geti staðið lengi. Ari segir að gossagan sýni jafnframt tengsl á milli gosa í Eyjafjallajökli og Kötlu. „Eyjafjallajökull gýs sjaldan en Katla oft. Á sögulegum tíma höfum við tvö dæmi þess að Katla rumskar um leið og eldgosi lýkur. Kannski verður þetta með svipuðum hætti núna en það er aldrei hægt að ráða í hegðun eldfjalla. Ástæðan fyrir þessu liggur ekki fyrir og hefur lítið forspárgildi,“ segir Ari. Sú kenning hefur verið sett fram að ástæða þess að Katla hefur ekki gosið af krafti í tæpa öld sé sú að gosið hafi í Surtsey og Vestmanneyjum. „Mér finnst sú kenning langsótt. Hlé á milli gosa í eldstöðvum eru breytileg og er nærtækt að skoða gossögu Heklu í því samhengi.“- shá Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
„Það hefur ekki gosið á Fimmvörðuhálsi í fleiri þúsund ár, og ekki hægt að skýra af hverju gýs þarna núna en ekki beint þaðan sem kvikan safnast saman undir háfjallinu,“ segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. „Það eru gossprungur bæði vestan og austan úr Eyjafjallajökli, fyrir ofan Seljalandsfoss og þar sem gýs núna. Fjallið er jú um 700 þúsund ára gamalt þannig að gríðarlegur fjöldi gosa hefur komið upp á svæðinu. Bæði í háfjallinu og sprungunum í hlíðum þess.“ Að minnsta kosti þrjár gossprungur liggja um Fimmvörðuháls, en sú sem nú gýs liggur öðruvísi en hinar tvær. Ari segir að um hreint hraungos sé að ræða. Það geti hins vegar breyst ef gosið færist undir jökulhettuna til vesturs. Þá breytist gosið í gjóskugos með vatnsflóði. Eins segir gossaga Eyjafjallajökuls að gosið geti staðið lengi. Ari segir að gossagan sýni jafnframt tengsl á milli gosa í Eyjafjallajökli og Kötlu. „Eyjafjallajökull gýs sjaldan en Katla oft. Á sögulegum tíma höfum við tvö dæmi þess að Katla rumskar um leið og eldgosi lýkur. Kannski verður þetta með svipuðum hætti núna en það er aldrei hægt að ráða í hegðun eldfjalla. Ástæðan fyrir þessu liggur ekki fyrir og hefur lítið forspárgildi,“ segir Ari. Sú kenning hefur verið sett fram að ástæða þess að Katla hefur ekki gosið af krafti í tæpa öld sé sú að gosið hafi í Surtsey og Vestmanneyjum. „Mér finnst sú kenning langsótt. Hlé á milli gosa í eldstöðvum eru breytileg og er nærtækt að skoða gossögu Heklu í því samhengi.“- shá
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira