„Þetta félag hefur gefið mér og fjölskyldu minni allt," segir Andrés Iniesta, miðjumaðurinn magnaði hjá Barcelona. Hann hefur verið orðaður í enskum fjölmiðlum við peningaveldi Manchester City.
Iniesta segist ekki hafa neinn áhuga á því að yfirgefa Barcelona. „Það yrði frábært að enda ferilinn hér en það fer allt eftir því hvernig ég stend mig á komandi árum," segir Iniesta.
„Ég tel að mín bestu augnablik á ferlinum eigi enn eftir að koma og ég geti bætt mig enn frekar. Ég tel að Pep Guardiola sé rétti maðurinn til að hjálpa mér í því."