Ný stjórnarskrá, til hvers? Þorvaldur Gylfason skrifar 22. nóvember 2010 14:12 Tilgangur sérhverrar stjórnarskrár er að vernda venjulegt fólk fyrir afglöpum og ofríki stjórnmálamanna. Þess vegna á fólkið sjálft að setja sér stjórnarskrá, ekki stjórnmálamenn. Og þess vegna á stjórnarskráin að vera í fyrstu persónu fleirtölu: það er þjóðin, sem talar. Þjóð, sem hefur orðið fyrir þungbærum skaða af völdum stjórnmálamanna og annarra, þarf nýja stjórnarskrá til að girða fyrir frekari afglöp og ofríki af því tagi, sem ollu skaðanum. Hrunið land þarf að byrja með hreint borð. Ég legg til, að ný stjórnarskrá lýðveldisins hefjist á þessum orðum: „Við Íslendingar setjum okkur þessa stjórnarskrá til að tryggja almannahag, frelsi, lýðræði, mannréttindi, réttlæti og velferð og efla friðsæld, innviði og öryggi lýðveldisins okkur sjálfum til heilla og afkomendum okkar. Öllum Íslendingum ber að virða stjórnarskrána, æðstu lög landsins." Meginefni stjórnarskrárinnar er útfærsla á þeim grundvallarhugsjónum, sem upphafsorðin lýsa. Við þurfum aðTreysta þrískiptingu framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds með því að treysta Alþingi og dómstólana gagnvart framkvæmdarvaldinu og draga úr veldi stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka.Fækka þingmönnum og ráðherrum, svo að þjóðin vandi betur mannvalið á vettvangi stjórnmálanna.Efla lýðræði með því að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum og gera landið að einu kjördæmi.Setja ákvæði um varnir gegn spillingu, skipun embættismanna, upplýsingaskyldu stjórnvalda, stjórnmálaflokka, starfsemi þeirra og fjárreiður til að girða fyrir frekari sjálftöku stjórnmálastéttarinnar í eiginhagsmunaskyni.Tryggja ótvíræð yfirráð ríkisins, það er þjóðarinnar, yfir auðlindum sínum í samræmi við hina alþjóðlegu mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna. Við þurfum lengri og rækilegri stjórnarskrá en þá, sem þjóðin setti sér á Þingvöllum 1944. Það er álitamál, hvort okkur dugir að endurbæta núverandi stjórnarskrá eða skrifa nýja stjórnarskrá frá grunni. Ég hallast af hagnýtum ástæðum að fyrri kostinum. Mestu skiptir, að stjórnlagaþingið komi sér saman um nýja og betri stjórnarskrá og fái Alþingi til að bera hana óbreytta og athugasemdalaust undir þjóðaratkvæði, enda er Alþingi sjálft vanhæft til að fjalla um fækkun þingmanna og ýmis önnur atriði í nýrri stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Tilgangur sérhverrar stjórnarskrár er að vernda venjulegt fólk fyrir afglöpum og ofríki stjórnmálamanna. Þess vegna á fólkið sjálft að setja sér stjórnarskrá, ekki stjórnmálamenn. Og þess vegna á stjórnarskráin að vera í fyrstu persónu fleirtölu: það er þjóðin, sem talar. Þjóð, sem hefur orðið fyrir þungbærum skaða af völdum stjórnmálamanna og annarra, þarf nýja stjórnarskrá til að girða fyrir frekari afglöp og ofríki af því tagi, sem ollu skaðanum. Hrunið land þarf að byrja með hreint borð. Ég legg til, að ný stjórnarskrá lýðveldisins hefjist á þessum orðum: „Við Íslendingar setjum okkur þessa stjórnarskrá til að tryggja almannahag, frelsi, lýðræði, mannréttindi, réttlæti og velferð og efla friðsæld, innviði og öryggi lýðveldisins okkur sjálfum til heilla og afkomendum okkar. Öllum Íslendingum ber að virða stjórnarskrána, æðstu lög landsins." Meginefni stjórnarskrárinnar er útfærsla á þeim grundvallarhugsjónum, sem upphafsorðin lýsa. Við þurfum aðTreysta þrískiptingu framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds með því að treysta Alþingi og dómstólana gagnvart framkvæmdarvaldinu og draga úr veldi stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka.Fækka þingmönnum og ráðherrum, svo að þjóðin vandi betur mannvalið á vettvangi stjórnmálanna.Efla lýðræði með því að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum og gera landið að einu kjördæmi.Setja ákvæði um varnir gegn spillingu, skipun embættismanna, upplýsingaskyldu stjórnvalda, stjórnmálaflokka, starfsemi þeirra og fjárreiður til að girða fyrir frekari sjálftöku stjórnmálastéttarinnar í eiginhagsmunaskyni.Tryggja ótvíræð yfirráð ríkisins, það er þjóðarinnar, yfir auðlindum sínum í samræmi við hina alþjóðlegu mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna. Við þurfum lengri og rækilegri stjórnarskrá en þá, sem þjóðin setti sér á Þingvöllum 1944. Það er álitamál, hvort okkur dugir að endurbæta núverandi stjórnarskrá eða skrifa nýja stjórnarskrá frá grunni. Ég hallast af hagnýtum ástæðum að fyrri kostinum. Mestu skiptir, að stjórnlagaþingið komi sér saman um nýja og betri stjórnarskrá og fái Alþingi til að bera hana óbreytta og athugasemdalaust undir þjóðaratkvæði, enda er Alþingi sjálft vanhæft til að fjalla um fækkun þingmanna og ýmis önnur atriði í nýrri stjórnarskrá.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun