Ný stjórnarskrá, til hvers? Þorvaldur Gylfason skrifar 22. nóvember 2010 14:12 Tilgangur sérhverrar stjórnarskrár er að vernda venjulegt fólk fyrir afglöpum og ofríki stjórnmálamanna. Þess vegna á fólkið sjálft að setja sér stjórnarskrá, ekki stjórnmálamenn. Og þess vegna á stjórnarskráin að vera í fyrstu persónu fleirtölu: það er þjóðin, sem talar. Þjóð, sem hefur orðið fyrir þungbærum skaða af völdum stjórnmálamanna og annarra, þarf nýja stjórnarskrá til að girða fyrir frekari afglöp og ofríki af því tagi, sem ollu skaðanum. Hrunið land þarf að byrja með hreint borð. Ég legg til, að ný stjórnarskrá lýðveldisins hefjist á þessum orðum: „Við Íslendingar setjum okkur þessa stjórnarskrá til að tryggja almannahag, frelsi, lýðræði, mannréttindi, réttlæti og velferð og efla friðsæld, innviði og öryggi lýðveldisins okkur sjálfum til heilla og afkomendum okkar. Öllum Íslendingum ber að virða stjórnarskrána, æðstu lög landsins." Meginefni stjórnarskrárinnar er útfærsla á þeim grundvallarhugsjónum, sem upphafsorðin lýsa. Við þurfum aðTreysta þrískiptingu framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds með því að treysta Alþingi og dómstólana gagnvart framkvæmdarvaldinu og draga úr veldi stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka.Fækka þingmönnum og ráðherrum, svo að þjóðin vandi betur mannvalið á vettvangi stjórnmálanna.Efla lýðræði með því að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum og gera landið að einu kjördæmi.Setja ákvæði um varnir gegn spillingu, skipun embættismanna, upplýsingaskyldu stjórnvalda, stjórnmálaflokka, starfsemi þeirra og fjárreiður til að girða fyrir frekari sjálftöku stjórnmálastéttarinnar í eiginhagsmunaskyni.Tryggja ótvíræð yfirráð ríkisins, það er þjóðarinnar, yfir auðlindum sínum í samræmi við hina alþjóðlegu mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna. Við þurfum lengri og rækilegri stjórnarskrá en þá, sem þjóðin setti sér á Þingvöllum 1944. Það er álitamál, hvort okkur dugir að endurbæta núverandi stjórnarskrá eða skrifa nýja stjórnarskrá frá grunni. Ég hallast af hagnýtum ástæðum að fyrri kostinum. Mestu skiptir, að stjórnlagaþingið komi sér saman um nýja og betri stjórnarskrá og fái Alþingi til að bera hana óbreytta og athugasemdalaust undir þjóðaratkvæði, enda er Alþingi sjálft vanhæft til að fjalla um fækkun þingmanna og ýmis önnur atriði í nýrri stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Tilgangur sérhverrar stjórnarskrár er að vernda venjulegt fólk fyrir afglöpum og ofríki stjórnmálamanna. Þess vegna á fólkið sjálft að setja sér stjórnarskrá, ekki stjórnmálamenn. Og þess vegna á stjórnarskráin að vera í fyrstu persónu fleirtölu: það er þjóðin, sem talar. Þjóð, sem hefur orðið fyrir þungbærum skaða af völdum stjórnmálamanna og annarra, þarf nýja stjórnarskrá til að girða fyrir frekari afglöp og ofríki af því tagi, sem ollu skaðanum. Hrunið land þarf að byrja með hreint borð. Ég legg til, að ný stjórnarskrá lýðveldisins hefjist á þessum orðum: „Við Íslendingar setjum okkur þessa stjórnarskrá til að tryggja almannahag, frelsi, lýðræði, mannréttindi, réttlæti og velferð og efla friðsæld, innviði og öryggi lýðveldisins okkur sjálfum til heilla og afkomendum okkar. Öllum Íslendingum ber að virða stjórnarskrána, æðstu lög landsins." Meginefni stjórnarskrárinnar er útfærsla á þeim grundvallarhugsjónum, sem upphafsorðin lýsa. Við þurfum aðTreysta þrískiptingu framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds með því að treysta Alþingi og dómstólana gagnvart framkvæmdarvaldinu og draga úr veldi stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka.Fækka þingmönnum og ráðherrum, svo að þjóðin vandi betur mannvalið á vettvangi stjórnmálanna.Efla lýðræði með því að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum og gera landið að einu kjördæmi.Setja ákvæði um varnir gegn spillingu, skipun embættismanna, upplýsingaskyldu stjórnvalda, stjórnmálaflokka, starfsemi þeirra og fjárreiður til að girða fyrir frekari sjálftöku stjórnmálastéttarinnar í eiginhagsmunaskyni.Tryggja ótvíræð yfirráð ríkisins, það er þjóðarinnar, yfir auðlindum sínum í samræmi við hina alþjóðlegu mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna. Við þurfum lengri og rækilegri stjórnarskrá en þá, sem þjóðin setti sér á Þingvöllum 1944. Það er álitamál, hvort okkur dugir að endurbæta núverandi stjórnarskrá eða skrifa nýja stjórnarskrá frá grunni. Ég hallast af hagnýtum ástæðum að fyrri kostinum. Mestu skiptir, að stjórnlagaþingið komi sér saman um nýja og betri stjórnarskrá og fái Alþingi til að bera hana óbreytta og athugasemdalaust undir þjóðaratkvæði, enda er Alþingi sjálft vanhæft til að fjalla um fækkun þingmanna og ýmis önnur atriði í nýrri stjórnarskrá.
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar