Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag.
Gunnar hefur játað að hafa stungið Hannes margsinnis með þeim afleiðingum að hann lést á heimili sínu síðasta sumar.
Lögreglurannsókn var flókin en Gunnar var ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir en um hálfum mánuði eftir að morðið var framið. Gunnar hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá.
Auk þess sem morðmálið verður þingfest í dag þá verður farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Gunnari.