10% mannréttindi, 90% forréttindi 28. september 2010 06:00 Deilan um úthlutun fiskveiðiauðlindarinnar hefur lengi verið afar snúin. Ekki vegna þess að málið sé flókið í eðli sínu, heldur vegna þess að það er viljandi flækt af hagsmunaaðilum og skósveinum þeirra. Nú heyrast háværar öfugmælavísur úr líklegustu og ólíklegustu áttum varðandi hina svokölluðu samningaleið, sem eðlilegra væri að kalla svikaleiðina. Björn Valur Gíslason, þingmaður og skipstjóri hjá Brim hf., hélt því fram í Kastljósi sjónvarpsins þann 10. september sl. að samningaleiðin falli „eins og flís við rass" að markmiðum ríkisstjórnarinnar. Það gerir hún ekki, en fellur hins vegar vel að markmiðum vinnuveitanda hans, Brims hf. Málflutningur Björns Vals hefur enga tengingu við raunveruleikann, líkt og sjá má á samstarfssáttmála ríkisstjórnarflokkanna þar sem m.a. stendur: Bregðast þarf frekar við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og að tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind. Hvernig getur sú ráðstöfun að úthluta sameiginlegri auðlind í hendur afmarkaðs hóps til áratuga fallið eins og flís við rass að þeim skýru markmiðum um að jafnræðis verði gætt við úthlutun og kvóta og aðgengi að auðlindinni? Menn sem halda slíku fram hljóta annaðhvort að vera flón, eða trúa því staðfastlega að mikill meirihluti landsmanna séu það. Þeir halda sig geta haft þjóðina að fíflum og rænt dýrmætustu auðlind hennar um hábjartan dag með lélegum sjónhverfingum. Kvótinn er jú „innkallaður" en er svo úthlutað aftur um leið, en til sömu aðila með samningum til áratuga! Þessir menn virðast telja að það sé nægjanlegt að þjóðin fái afgjald fyrir notkun á auðlindinni, með því séu kröfur Mannréttindanefndar SÞ uppfylltar, jafnvel þótt afgjaldið sé háð því að útgerðirnar sýni fram á greiðslugetu sína. Það munu þær hins vegar seint gera, enda munu þær halda áfram að skuldsetja sig í botn til að komast undan gjaldinu. Þeir munu síðan bíða þolinmóðir eftir því að verndarar þeirra komist aftur til valda. Þegar það gerist munu þeir vera með öll tromp á hendi, örugga samninga um einkarétt á nýtingu auðlindarinnar til áratuga.Hvað eftir annað hefur komið fram í viðtölum við fulltrúa stjórnmálaflokkanna í svikanefndinni að kýrskýrt loforð stjórnarsáttmálans sem fjallar um innköllun og endurráðstöfun á 20 ára tímabili muni ekki verða efnt, enda var það sett í hendur LÍÚ að ákveða hvort þeir væru reiðubúnir til að skila þessum forréttindum til fólksins í landinu. Nefndin ákvað upp á sitt einsdæmi að falla frá loforði ríkisstjórnarsáttmálans og fjallaði því ekki um það hvernig þessi innköllun ætti að fara fram, heldur hvernig ætti að tryggja að hún gæti aldrei farið fram. Það verður tryggt með sviksamlegum samningum við útgerðirnar.Kröfur stjórnarskrárinnar um jafnræði við takmörkun á atvinnufrelsi hafa heldur enga merkingu í hugum þessara manna. Þeir telja nefnilega að það dugi að kasta litlu beini í almúgann og éta svo steikina sjálfir.Það hyggjast þeir gera með því að afhenda að lágmarki 90% auðlindarinnar núverandi kvótahöfum með samningum til áratuga, í stað eins árs í senn eins og nú er. Jafnræðis við takmörkun á atvinnufrelsi telja þeir að sé gætt með því að afgangur þjóðarinnar nagi beinið, þessi 5-10% sem eftir standa, líkt og nú er. LÍÚ og skósveinar þeirra í „sáttanefndinni" hafa kveðið upp sinn dóm. Að hámarki 10% jafnræði við úthlutun sameiginlegra auðlinda verður að duga Íslendingum, hámarkið á Íslandi er 10% mannréttindi svo vernda megi þeirra eigin forréttindi.Sérhagsmunaöflin hafa því bersýnilega vald til að ákvarða hvort almennir borgarar þessa lands fái notið þeirra mannréttinda sem þeim annars ættu að vera tryggð samkvæmt stjórnarskrá og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Slíkt þekkist hvergi í heiminum nema í löndum kenndum við banana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Deilan um úthlutun fiskveiðiauðlindarinnar hefur lengi verið afar snúin. Ekki vegna þess að málið sé flókið í eðli sínu, heldur vegna þess að það er viljandi flækt af hagsmunaaðilum og skósveinum þeirra. Nú heyrast háværar öfugmælavísur úr líklegustu og ólíklegustu áttum varðandi hina svokölluðu samningaleið, sem eðlilegra væri að kalla svikaleiðina. Björn Valur Gíslason, þingmaður og skipstjóri hjá Brim hf., hélt því fram í Kastljósi sjónvarpsins þann 10. september sl. að samningaleiðin falli „eins og flís við rass" að markmiðum ríkisstjórnarinnar. Það gerir hún ekki, en fellur hins vegar vel að markmiðum vinnuveitanda hans, Brims hf. Málflutningur Björns Vals hefur enga tengingu við raunveruleikann, líkt og sjá má á samstarfssáttmála ríkisstjórnarflokkanna þar sem m.a. stendur: Bregðast þarf frekar við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og að tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind. Hvernig getur sú ráðstöfun að úthluta sameiginlegri auðlind í hendur afmarkaðs hóps til áratuga fallið eins og flís við rass að þeim skýru markmiðum um að jafnræðis verði gætt við úthlutun og kvóta og aðgengi að auðlindinni? Menn sem halda slíku fram hljóta annaðhvort að vera flón, eða trúa því staðfastlega að mikill meirihluti landsmanna séu það. Þeir halda sig geta haft þjóðina að fíflum og rænt dýrmætustu auðlind hennar um hábjartan dag með lélegum sjónhverfingum. Kvótinn er jú „innkallaður" en er svo úthlutað aftur um leið, en til sömu aðila með samningum til áratuga! Þessir menn virðast telja að það sé nægjanlegt að þjóðin fái afgjald fyrir notkun á auðlindinni, með því séu kröfur Mannréttindanefndar SÞ uppfylltar, jafnvel þótt afgjaldið sé háð því að útgerðirnar sýni fram á greiðslugetu sína. Það munu þær hins vegar seint gera, enda munu þær halda áfram að skuldsetja sig í botn til að komast undan gjaldinu. Þeir munu síðan bíða þolinmóðir eftir því að verndarar þeirra komist aftur til valda. Þegar það gerist munu þeir vera með öll tromp á hendi, örugga samninga um einkarétt á nýtingu auðlindarinnar til áratuga.Hvað eftir annað hefur komið fram í viðtölum við fulltrúa stjórnmálaflokkanna í svikanefndinni að kýrskýrt loforð stjórnarsáttmálans sem fjallar um innköllun og endurráðstöfun á 20 ára tímabili muni ekki verða efnt, enda var það sett í hendur LÍÚ að ákveða hvort þeir væru reiðubúnir til að skila þessum forréttindum til fólksins í landinu. Nefndin ákvað upp á sitt einsdæmi að falla frá loforði ríkisstjórnarsáttmálans og fjallaði því ekki um það hvernig þessi innköllun ætti að fara fram, heldur hvernig ætti að tryggja að hún gæti aldrei farið fram. Það verður tryggt með sviksamlegum samningum við útgerðirnar.Kröfur stjórnarskrárinnar um jafnræði við takmörkun á atvinnufrelsi hafa heldur enga merkingu í hugum þessara manna. Þeir telja nefnilega að það dugi að kasta litlu beini í almúgann og éta svo steikina sjálfir.Það hyggjast þeir gera með því að afhenda að lágmarki 90% auðlindarinnar núverandi kvótahöfum með samningum til áratuga, í stað eins árs í senn eins og nú er. Jafnræðis við takmörkun á atvinnufrelsi telja þeir að sé gætt með því að afgangur þjóðarinnar nagi beinið, þessi 5-10% sem eftir standa, líkt og nú er. LÍÚ og skósveinar þeirra í „sáttanefndinni" hafa kveðið upp sinn dóm. Að hámarki 10% jafnræði við úthlutun sameiginlegra auðlinda verður að duga Íslendingum, hámarkið á Íslandi er 10% mannréttindi svo vernda megi þeirra eigin forréttindi.Sérhagsmunaöflin hafa því bersýnilega vald til að ákvarða hvort almennir borgarar þessa lands fái notið þeirra mannréttinda sem þeim annars ættu að vera tryggð samkvæmt stjórnarskrá og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Slíkt þekkist hvergi í heiminum nema í löndum kenndum við banana.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar