10% mannréttindi, 90% forréttindi 28. september 2010 06:00 Deilan um úthlutun fiskveiðiauðlindarinnar hefur lengi verið afar snúin. Ekki vegna þess að málið sé flókið í eðli sínu, heldur vegna þess að það er viljandi flækt af hagsmunaaðilum og skósveinum þeirra. Nú heyrast háværar öfugmælavísur úr líklegustu og ólíklegustu áttum varðandi hina svokölluðu samningaleið, sem eðlilegra væri að kalla svikaleiðina. Björn Valur Gíslason, þingmaður og skipstjóri hjá Brim hf., hélt því fram í Kastljósi sjónvarpsins þann 10. september sl. að samningaleiðin falli „eins og flís við rass" að markmiðum ríkisstjórnarinnar. Það gerir hún ekki, en fellur hins vegar vel að markmiðum vinnuveitanda hans, Brims hf. Málflutningur Björns Vals hefur enga tengingu við raunveruleikann, líkt og sjá má á samstarfssáttmála ríkisstjórnarflokkanna þar sem m.a. stendur: Bregðast þarf frekar við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og að tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind. Hvernig getur sú ráðstöfun að úthluta sameiginlegri auðlind í hendur afmarkaðs hóps til áratuga fallið eins og flís við rass að þeim skýru markmiðum um að jafnræðis verði gætt við úthlutun og kvóta og aðgengi að auðlindinni? Menn sem halda slíku fram hljóta annaðhvort að vera flón, eða trúa því staðfastlega að mikill meirihluti landsmanna séu það. Þeir halda sig geta haft þjóðina að fíflum og rænt dýrmætustu auðlind hennar um hábjartan dag með lélegum sjónhverfingum. Kvótinn er jú „innkallaður" en er svo úthlutað aftur um leið, en til sömu aðila með samningum til áratuga! Þessir menn virðast telja að það sé nægjanlegt að þjóðin fái afgjald fyrir notkun á auðlindinni, með því séu kröfur Mannréttindanefndar SÞ uppfylltar, jafnvel þótt afgjaldið sé háð því að útgerðirnar sýni fram á greiðslugetu sína. Það munu þær hins vegar seint gera, enda munu þær halda áfram að skuldsetja sig í botn til að komast undan gjaldinu. Þeir munu síðan bíða þolinmóðir eftir því að verndarar þeirra komist aftur til valda. Þegar það gerist munu þeir vera með öll tromp á hendi, örugga samninga um einkarétt á nýtingu auðlindarinnar til áratuga.Hvað eftir annað hefur komið fram í viðtölum við fulltrúa stjórnmálaflokkanna í svikanefndinni að kýrskýrt loforð stjórnarsáttmálans sem fjallar um innköllun og endurráðstöfun á 20 ára tímabili muni ekki verða efnt, enda var það sett í hendur LÍÚ að ákveða hvort þeir væru reiðubúnir til að skila þessum forréttindum til fólksins í landinu. Nefndin ákvað upp á sitt einsdæmi að falla frá loforði ríkisstjórnarsáttmálans og fjallaði því ekki um það hvernig þessi innköllun ætti að fara fram, heldur hvernig ætti að tryggja að hún gæti aldrei farið fram. Það verður tryggt með sviksamlegum samningum við útgerðirnar.Kröfur stjórnarskrárinnar um jafnræði við takmörkun á atvinnufrelsi hafa heldur enga merkingu í hugum þessara manna. Þeir telja nefnilega að það dugi að kasta litlu beini í almúgann og éta svo steikina sjálfir.Það hyggjast þeir gera með því að afhenda að lágmarki 90% auðlindarinnar núverandi kvótahöfum með samningum til áratuga, í stað eins árs í senn eins og nú er. Jafnræðis við takmörkun á atvinnufrelsi telja þeir að sé gætt með því að afgangur þjóðarinnar nagi beinið, þessi 5-10% sem eftir standa, líkt og nú er. LÍÚ og skósveinar þeirra í „sáttanefndinni" hafa kveðið upp sinn dóm. Að hámarki 10% jafnræði við úthlutun sameiginlegra auðlinda verður að duga Íslendingum, hámarkið á Íslandi er 10% mannréttindi svo vernda megi þeirra eigin forréttindi.Sérhagsmunaöflin hafa því bersýnilega vald til að ákvarða hvort almennir borgarar þessa lands fái notið þeirra mannréttinda sem þeim annars ættu að vera tryggð samkvæmt stjórnarskrá og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Slíkt þekkist hvergi í heiminum nema í löndum kenndum við banana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Deilan um úthlutun fiskveiðiauðlindarinnar hefur lengi verið afar snúin. Ekki vegna þess að málið sé flókið í eðli sínu, heldur vegna þess að það er viljandi flækt af hagsmunaaðilum og skósveinum þeirra. Nú heyrast háværar öfugmælavísur úr líklegustu og ólíklegustu áttum varðandi hina svokölluðu samningaleið, sem eðlilegra væri að kalla svikaleiðina. Björn Valur Gíslason, þingmaður og skipstjóri hjá Brim hf., hélt því fram í Kastljósi sjónvarpsins þann 10. september sl. að samningaleiðin falli „eins og flís við rass" að markmiðum ríkisstjórnarinnar. Það gerir hún ekki, en fellur hins vegar vel að markmiðum vinnuveitanda hans, Brims hf. Málflutningur Björns Vals hefur enga tengingu við raunveruleikann, líkt og sjá má á samstarfssáttmála ríkisstjórnarflokkanna þar sem m.a. stendur: Bregðast þarf frekar við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og að tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind. Hvernig getur sú ráðstöfun að úthluta sameiginlegri auðlind í hendur afmarkaðs hóps til áratuga fallið eins og flís við rass að þeim skýru markmiðum um að jafnræðis verði gætt við úthlutun og kvóta og aðgengi að auðlindinni? Menn sem halda slíku fram hljóta annaðhvort að vera flón, eða trúa því staðfastlega að mikill meirihluti landsmanna séu það. Þeir halda sig geta haft þjóðina að fíflum og rænt dýrmætustu auðlind hennar um hábjartan dag með lélegum sjónhverfingum. Kvótinn er jú „innkallaður" en er svo úthlutað aftur um leið, en til sömu aðila með samningum til áratuga! Þessir menn virðast telja að það sé nægjanlegt að þjóðin fái afgjald fyrir notkun á auðlindinni, með því séu kröfur Mannréttindanefndar SÞ uppfylltar, jafnvel þótt afgjaldið sé háð því að útgerðirnar sýni fram á greiðslugetu sína. Það munu þær hins vegar seint gera, enda munu þær halda áfram að skuldsetja sig í botn til að komast undan gjaldinu. Þeir munu síðan bíða þolinmóðir eftir því að verndarar þeirra komist aftur til valda. Þegar það gerist munu þeir vera með öll tromp á hendi, örugga samninga um einkarétt á nýtingu auðlindarinnar til áratuga.Hvað eftir annað hefur komið fram í viðtölum við fulltrúa stjórnmálaflokkanna í svikanefndinni að kýrskýrt loforð stjórnarsáttmálans sem fjallar um innköllun og endurráðstöfun á 20 ára tímabili muni ekki verða efnt, enda var það sett í hendur LÍÚ að ákveða hvort þeir væru reiðubúnir til að skila þessum forréttindum til fólksins í landinu. Nefndin ákvað upp á sitt einsdæmi að falla frá loforði ríkisstjórnarsáttmálans og fjallaði því ekki um það hvernig þessi innköllun ætti að fara fram, heldur hvernig ætti að tryggja að hún gæti aldrei farið fram. Það verður tryggt með sviksamlegum samningum við útgerðirnar.Kröfur stjórnarskrárinnar um jafnræði við takmörkun á atvinnufrelsi hafa heldur enga merkingu í hugum þessara manna. Þeir telja nefnilega að það dugi að kasta litlu beini í almúgann og éta svo steikina sjálfir.Það hyggjast þeir gera með því að afhenda að lágmarki 90% auðlindarinnar núverandi kvótahöfum með samningum til áratuga, í stað eins árs í senn eins og nú er. Jafnræðis við takmörkun á atvinnufrelsi telja þeir að sé gætt með því að afgangur þjóðarinnar nagi beinið, þessi 5-10% sem eftir standa, líkt og nú er. LÍÚ og skósveinar þeirra í „sáttanefndinni" hafa kveðið upp sinn dóm. Að hámarki 10% jafnræði við úthlutun sameiginlegra auðlinda verður að duga Íslendingum, hámarkið á Íslandi er 10% mannréttindi svo vernda megi þeirra eigin forréttindi.Sérhagsmunaöflin hafa því bersýnilega vald til að ákvarða hvort almennir borgarar þessa lands fái notið þeirra mannréttinda sem þeim annars ættu að vera tryggð samkvæmt stjórnarskrá og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Slíkt þekkist hvergi í heiminum nema í löndum kenndum við banana.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun