Umboðsmaður franska framherjans Karim Benzema segir ekkert vera hæft í þeim sögusögnum að leikmaðurinn sé á leið til AC Milan í sumar.
Spænsk blöð hafa fjallað um málið síðustu daga en Milan er á höttunum eftir sterkum framherjum.
Umbinn segir að Benzema sé afar hamingjusamur í Madrid og ætli sér að vera þar áfram þó svo ekki hafi gengið sem skildi á fótboltavellinum það sem af er.