Brasilíski sóknarmaðurinn Luis Fabiano hefur skrifað undir nýjan samning við Sevilla á Spáni. Hann hefur í sumar verið á óskalista margra félaga en nýr samningur hans við Sevilla er til 2013.
Tottenham er meðal þeirra liða sem reyndu að fá Fabiano til liðs við sig en réði ekki við þá peningaupphæð sem Sevilla vildi fá fyrir hann.