Fleiri handteknir vegna morðrannsóknar Breki Logason skrifar 17. ágúst 2010 18:35 Tuttugu og þriggja ára gömlum karlmanni sem yfirheyrður var vegna manndrápsins í Hafnafirði um helgina, var sleppt úr haldi lögreglu nú síðdegis. Fleiri hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins, segir verjandi mannsins. Hann íhugar málsókn á hendur fjölmiðlum sem birt hafa myndir af skjólstæðingi hans. Hannes Þór Helgason fannst myrtur á heimili sínu í hádeginu á sunnudag og grunaði lögreglu strax að dauða hans hefði ekki borið að með eðlilegum hætti. Áverkar á líki Hannesar bentu til þess að hann hefði margoft verið stunginn með eggvopni, en árásarmaðurinn mun hafa farið inn um ólæstar dyr á heimili hins myrta. Seint í gærkvöldi yfirheyrði lögregla síðan ungan mann sem hún ákvað að hafa lengur í haldi, vegna gruns um aðild að morðinu. Guðrún Sesselja Arnardóttir Hæstaréttarlögmaður var tilnefndur verjandi piltisins af lögreglu og var viðstödd skýrslutökur. „það var önnur skýrslutaka í dag en hún tók stuttan tíma. Lögreglan taldi sig síðan ekki hafa nægilega mikil gögn til þess að krefjast gæsluvarðhalds og var honum því sleppt," segir Guðrún. Í dag hefur nafn piltsins og mynd af honum verið birt í fjölmörgum fjölmiðlum og er Guðrún Sesselja allt annað en sátt með þau vinnubrögð en hún sendi tilkynningu á alla fjölmiðla þar sem nafn- og myndbirting á skjólstæðingi hennar var fordæmd. Hún segir skjólstæðing sinn ekki vera þann eina sem hafi verið handtekinn og yfirheyrður vegna málsins. Og þótt pilturinn hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, hefði nafn- og myndbirting engu að síður verið ótímabær. Hún segist ekki hafa rætt málið við piltinn eftir að honum var sleppt en útilokar ekki að höfðað verði mál vegna þessa. Lögregla segir rannsóknina vera í fullum gangi en á fjórða tug lögreglumanna vinni að henni. Tæknirannsókn á vettvangi er langt komin og annarra gagna aflað. Morðvopnið er ófundið. Lögreglan segir ekkert um hvort rannsóknin nái út fyrir landsteinana. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Karlmaður í haldi lögreglu vegna manndrápsins Karlmaður er í haldi lögreglunnar vegna manndrápsins í Hafnarfirði á sunnudaginn. 17. ágúst 2010 08:55 Fordæmir forkastanleg vinnubrögð fjölmiðla Lögmaður ungs manns sem var handtekinn vegna manndrápsmáls í Hafnarfirði fordæmir vinnubrögð ákveðinna fjölmiðla vegna nafn- og myndbirtingar af skjólstæðingi sínum. 17. ágúst 2010 16:40 Morðið í Hafnarfirði: Manninum sleppt úr haldi Lögreglan leggur ekki fram kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum sem handtekinn var í gær og hefur verið í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á morðinu í Hafnarfirði um helgina. Maðurinn er á þrítugsaldri. Lögreglan heldur rannsókn málsins áfram. 17. ágúst 2010 16:05 Kom að manninum sofandi og margstakk með eggvopni Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. 17. ágúst 2010 06:00 Morðið í Hafnarfirði: Æskuvinur unnustunnar í haldi lögreglu Maðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um aðild að morðinu á Hannesi Helgasyni aðfararnótt sunnudags tengist unnustu Hannesar, að því er heimildir fréttastofu herma. Þau hafa þekkst frá því í æsku. Lögregla ákveður í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds manninum. 17. ágúst 2010 11:44 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Tuttugu og þriggja ára gömlum karlmanni sem yfirheyrður var vegna manndrápsins í Hafnafirði um helgina, var sleppt úr haldi lögreglu nú síðdegis. Fleiri hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins, segir verjandi mannsins. Hann íhugar málsókn á hendur fjölmiðlum sem birt hafa myndir af skjólstæðingi hans. Hannes Þór Helgason fannst myrtur á heimili sínu í hádeginu á sunnudag og grunaði lögreglu strax að dauða hans hefði ekki borið að með eðlilegum hætti. Áverkar á líki Hannesar bentu til þess að hann hefði margoft verið stunginn með eggvopni, en árásarmaðurinn mun hafa farið inn um ólæstar dyr á heimili hins myrta. Seint í gærkvöldi yfirheyrði lögregla síðan ungan mann sem hún ákvað að hafa lengur í haldi, vegna gruns um aðild að morðinu. Guðrún Sesselja Arnardóttir Hæstaréttarlögmaður var tilnefndur verjandi piltisins af lögreglu og var viðstödd skýrslutökur. „það var önnur skýrslutaka í dag en hún tók stuttan tíma. Lögreglan taldi sig síðan ekki hafa nægilega mikil gögn til þess að krefjast gæsluvarðhalds og var honum því sleppt," segir Guðrún. Í dag hefur nafn piltsins og mynd af honum verið birt í fjölmörgum fjölmiðlum og er Guðrún Sesselja allt annað en sátt með þau vinnubrögð en hún sendi tilkynningu á alla fjölmiðla þar sem nafn- og myndbirting á skjólstæðingi hennar var fordæmd. Hún segir skjólstæðing sinn ekki vera þann eina sem hafi verið handtekinn og yfirheyrður vegna málsins. Og þótt pilturinn hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, hefði nafn- og myndbirting engu að síður verið ótímabær. Hún segist ekki hafa rætt málið við piltinn eftir að honum var sleppt en útilokar ekki að höfðað verði mál vegna þessa. Lögregla segir rannsóknina vera í fullum gangi en á fjórða tug lögreglumanna vinni að henni. Tæknirannsókn á vettvangi er langt komin og annarra gagna aflað. Morðvopnið er ófundið. Lögreglan segir ekkert um hvort rannsóknin nái út fyrir landsteinana.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Karlmaður í haldi lögreglu vegna manndrápsins Karlmaður er í haldi lögreglunnar vegna manndrápsins í Hafnarfirði á sunnudaginn. 17. ágúst 2010 08:55 Fordæmir forkastanleg vinnubrögð fjölmiðla Lögmaður ungs manns sem var handtekinn vegna manndrápsmáls í Hafnarfirði fordæmir vinnubrögð ákveðinna fjölmiðla vegna nafn- og myndbirtingar af skjólstæðingi sínum. 17. ágúst 2010 16:40 Morðið í Hafnarfirði: Manninum sleppt úr haldi Lögreglan leggur ekki fram kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum sem handtekinn var í gær og hefur verið í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á morðinu í Hafnarfirði um helgina. Maðurinn er á þrítugsaldri. Lögreglan heldur rannsókn málsins áfram. 17. ágúst 2010 16:05 Kom að manninum sofandi og margstakk með eggvopni Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. 17. ágúst 2010 06:00 Morðið í Hafnarfirði: Æskuvinur unnustunnar í haldi lögreglu Maðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um aðild að morðinu á Hannesi Helgasyni aðfararnótt sunnudags tengist unnustu Hannesar, að því er heimildir fréttastofu herma. Þau hafa þekkst frá því í æsku. Lögregla ákveður í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds manninum. 17. ágúst 2010 11:44 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Karlmaður í haldi lögreglu vegna manndrápsins Karlmaður er í haldi lögreglunnar vegna manndrápsins í Hafnarfirði á sunnudaginn. 17. ágúst 2010 08:55
Fordæmir forkastanleg vinnubrögð fjölmiðla Lögmaður ungs manns sem var handtekinn vegna manndrápsmáls í Hafnarfirði fordæmir vinnubrögð ákveðinna fjölmiðla vegna nafn- og myndbirtingar af skjólstæðingi sínum. 17. ágúst 2010 16:40
Morðið í Hafnarfirði: Manninum sleppt úr haldi Lögreglan leggur ekki fram kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum sem handtekinn var í gær og hefur verið í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á morðinu í Hafnarfirði um helgina. Maðurinn er á þrítugsaldri. Lögreglan heldur rannsókn málsins áfram. 17. ágúst 2010 16:05
Kom að manninum sofandi og margstakk með eggvopni Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. 17. ágúst 2010 06:00
Morðið í Hafnarfirði: Æskuvinur unnustunnar í haldi lögreglu Maðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um aðild að morðinu á Hannesi Helgasyni aðfararnótt sunnudags tengist unnustu Hannesar, að því er heimildir fréttastofu herma. Þau hafa þekkst frá því í æsku. Lögregla ákveður í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds manninum. 17. ágúst 2010 11:44