Slæmt gengi Sevilla að undanförnu hefur gert það að verkum að þjálfari liðsins hefur þurft að taka pokann sinn. Manolo Jimenez hefur ekki náð að landa sigri í síðustu sjö leikjum.
Steininn tók úr í gær þegar Sevilla gerði aðeins jafntefli við Xerez, botnlið deildarinnar. Liðið féll úr leik í Meistaradeildinni í síðustu viku og er í fimmta sæti deildarinnar.
Ekki er víst hver tekur við þjálfun Sevilla en Michael Laudrup og Luis Aragones eru orðaðir við starfið.