Meistaradeild Evrópu: Úrslit og markaskorarar Ómar Þorgeirsson skrifar 16. febrúar 2010 16:16 Sextán liða úrslit Meistaradeildar hófust í kvöld með tveimur hörkuleikjum þar sem Manchester United vann ótrúlegan 2-3 sigur gegn AC Milan og Lyon vann 1-0 sigur gegn Real Madrid. Stórleikur Wayne Rooney skyggði á þá staðreynd að David Beckham var að spila sinn fyrsta leik gegn United síðan hann yfirgaf herbúðir félagsins fyrir sjö árum. Rooney skoraði tvö skallamörk í síðari hálfleik sem lögðu grunninn að fyrsta sigri United gegn AC Milan á útivelli. Heimamenn í AC Milan fengu sannkallaða draumabyrjun gegn Manchester United á San Siro-leikvanginum þar sem Ronaldinho skoraði strax á 3. mínútu. Boltinn barst til Ronaldinho á fjærstönginni eftir klafs í teignum eftir aukaspyrnu David Beckham og skot Brasilíumannsins breytti um stefnu af varnarmanni United og fór þaðan í markið. AC Milan var nær því að bæta við öðru marki en United að jafna eftir það og leikmenn United voru sjálfum sér verstir þar sem þeir töpuðu boltanum trekk í trekk á eigin vallarhelming og heimamenn nýttu sér það til að skapa mikla hættu. Gegn gangi leiksins náði United hins vegar að jafna með marki Paul Scholes eftir sendingu frá Darren Fletcher. Scholes virtist feila á boltann en það sem mestu máli skipti var að boltann rúllaði í stöngina og inn og staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo enginn annar en Wayne Rooney sem kom United yfir með glæsilegu skallamarki eftir sendingu frá varamanninum Antonio Valencia um miðjan síðari hálfleik. Rooney var aftur á ferðinni þegar um stundarfjórðungur lifði leiks þegar hann skoraði aftur með skalla, eftir sendingu frá Fletcher. Varamaðurinn Clarence Seedorf hleypti spennu í leikinn á lokakaflanum með glæsilegu marki með hælnum á 85. mínútu en þrátt fyrir ágæt færi náðu heimamenn ekki að jafna og niðurstaðan sem segir 2-3 sigur United. Michael Carrick fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma og verður hann því í banni þegar liðin mætast að nýju á Old Trafford-leikvanginum. Leikur Lyon og Real Madrid var gríðarlega jafn og liðin skiptust á að sækja framan af leik. Heimamenn komust þó næst því að skora í fyrri hálfleik þegar skot Cesar Delgado fór í stöng en staðan var 0-0 í hálfleik. Heimamenn tóku hins vegar forystu snemma í síðari hálfleiknum þegar Jean Makoun skoraði úr langskoti og reyndist það vera sigurmark leiksins. Real Madrid var langt frá sínu besta en seinni leikir liðanna sem öttu kappi í kvöld fara fram 10. mars.Úrslit kvöldsins:AC Milan-Manchester United 2-3 1-0 Ronaldinho (3.), 1-1 Paul Scholes (36.), 1-2 Wayne Rooney (66.), 1-3 Wayne Rooney (74.), 2-3 Clarence Seedorf (85.).Lyon-Real Madrid 1-0 1-0 Jean Makoun (47.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Sjá meira
Sextán liða úrslit Meistaradeildar hófust í kvöld með tveimur hörkuleikjum þar sem Manchester United vann ótrúlegan 2-3 sigur gegn AC Milan og Lyon vann 1-0 sigur gegn Real Madrid. Stórleikur Wayne Rooney skyggði á þá staðreynd að David Beckham var að spila sinn fyrsta leik gegn United síðan hann yfirgaf herbúðir félagsins fyrir sjö árum. Rooney skoraði tvö skallamörk í síðari hálfleik sem lögðu grunninn að fyrsta sigri United gegn AC Milan á útivelli. Heimamenn í AC Milan fengu sannkallaða draumabyrjun gegn Manchester United á San Siro-leikvanginum þar sem Ronaldinho skoraði strax á 3. mínútu. Boltinn barst til Ronaldinho á fjærstönginni eftir klafs í teignum eftir aukaspyrnu David Beckham og skot Brasilíumannsins breytti um stefnu af varnarmanni United og fór þaðan í markið. AC Milan var nær því að bæta við öðru marki en United að jafna eftir það og leikmenn United voru sjálfum sér verstir þar sem þeir töpuðu boltanum trekk í trekk á eigin vallarhelming og heimamenn nýttu sér það til að skapa mikla hættu. Gegn gangi leiksins náði United hins vegar að jafna með marki Paul Scholes eftir sendingu frá Darren Fletcher. Scholes virtist feila á boltann en það sem mestu máli skipti var að boltann rúllaði í stöngina og inn og staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo enginn annar en Wayne Rooney sem kom United yfir með glæsilegu skallamarki eftir sendingu frá varamanninum Antonio Valencia um miðjan síðari hálfleik. Rooney var aftur á ferðinni þegar um stundarfjórðungur lifði leiks þegar hann skoraði aftur með skalla, eftir sendingu frá Fletcher. Varamaðurinn Clarence Seedorf hleypti spennu í leikinn á lokakaflanum með glæsilegu marki með hælnum á 85. mínútu en þrátt fyrir ágæt færi náðu heimamenn ekki að jafna og niðurstaðan sem segir 2-3 sigur United. Michael Carrick fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma og verður hann því í banni þegar liðin mætast að nýju á Old Trafford-leikvanginum. Leikur Lyon og Real Madrid var gríðarlega jafn og liðin skiptust á að sækja framan af leik. Heimamenn komust þó næst því að skora í fyrri hálfleik þegar skot Cesar Delgado fór í stöng en staðan var 0-0 í hálfleik. Heimamenn tóku hins vegar forystu snemma í síðari hálfleiknum þegar Jean Makoun skoraði úr langskoti og reyndist það vera sigurmark leiksins. Real Madrid var langt frá sínu besta en seinni leikir liðanna sem öttu kappi í kvöld fara fram 10. mars.Úrslit kvöldsins:AC Milan-Manchester United 2-3 1-0 Ronaldinho (3.), 1-1 Paul Scholes (36.), 1-2 Wayne Rooney (66.), 1-3 Wayne Rooney (74.), 2-3 Clarence Seedorf (85.).Lyon-Real Madrid 1-0 1-0 Jean Makoun (47.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn