Fótbolti

Sneijder: Benitez verður ekki rekinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Wesley Sneijder, leikmaður Evrópumeistara Inter á Italíu, hefur ekki trú á því að Rafael Benitez knattspyrnustjóri verði rekinn frá félaginu.

Inter er nú sex stigum á eftir toppliði AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni eftir að hafa tapað í leik þessara liða um helgina, 1-0.

Benitez tók við af Jose Mourinho í sumar en hefur gengið illa að feta í hans fótspor. Undir stjórn Mourinho varð Inter þrefaldur meistari á síðasta tímabili.

„Ég hef fengið nóg af því að lesa um Benitez í blöðunum. Þetta eru bara þreytandi og pirrandi sögusagnir. Við þurfum að hætta þessu bauli og gagnrýni því hann er góður knattspyrnustjóri," sagði Sneijder við ítalska fjölmiðla.

„Ég tek á mig hluta sakarinnar. Það voru 22 ljón sem unnu Meistaradeildina. Þannig er það enn og við munum standa okkur vel með Benitez."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×