Körfubolti

Iverson ætlar að skrifa undir hjá tyrkneska liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Allen Iverson.
Allen Iverson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Allen Iverson er búinn að semja við tyrkneska félagið Besiktas  til næstu tveggja ára og byrjar væntanlega að spila með liðinu í byrjun næsta mánaðar. Iverson fær fjórar milljónir dollara fyrir samninginn eða um 447 milljónir íslenskra króna.

Iverson er 35 ára gamall og hefur skorað 26,7 stig að meðaltali á fjórtán tímabilum í NBA-deildinni. Hann vildi spila áfram í NBA en ekkert NBA-lið hafði áhuga á að semja við hann. Iverson hefur endað illa hjá síðustu þremur félögum sínum, Detroit, Memphis og Philadelphia.

Iverson fékk betri peningatilboð frá Kína en vildi láta á það reyna að spila í Istanbul. Forráðamenn Besiktas búast við algjöru Iverson-æði í gamla Konstantínópel á þessu tímabili.

Besiktas er eitt af þremur stærstu körfuboltafélögunum í Tyrklandi en liðið hefur unnið annan af tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabiliunu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×