Körfubolti

Bandaríkjamenn í sérflokki í úrslitaleiknum

Óskar Ófeigur Jónsso skrifar
Kevin Durant átti frábæra heimsmeistarkeppni.
Kevin Durant átti frábæra heimsmeistarkeppni. Mynd/AP

Bandaríkjamenn urðu í kvöld heimsmeistarar í körfubolta í fyrsta sinn síðan 1994 eftir örugga 17 stiga sigur, 81-64, á Tyrkjum í úrslitaleiknum á HM í Tyrklandi. Sigur Bandaríkjanna var öruggur og þeir komust mest 22 stigum yfir en bæði liðin komu taplaus inn í þennan leik.

Trykir komust yfir í 17-14 með góðum kafla í fyrsta leikhluta en Bandaríkin skoraði þá átta síðustu stigin og var 22-17 yfir eftir hann. Bandaríska liðið var síðan komið tíu stiga forskot í hálfleik, 42-32.

Kevin Durant hélt áfram að spila frábærlega með bandaríska liðinu og var með 28 stig í leiknum en Lamar Odom bætti við 15 stigum og 11 fráköstum og Russel Westbrook skoraði 13 stig.

Hidayet Türkoglu skoraði mest fyrir Tyrki eða 16 stig en enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en 9 stig í þessum leik. Þetta var besti árangur Tyrkja á HM frá upphafi en þeir áttu aldrei möguleika gegn geysisterku bandarísku liði í úrslitaleiknum.

Litháar unnu bronsið eftir 99-88 sigur á Serbum í leiknum um 3. sætið og Argentína varð í 5. sæti eftir 86-81 sig á fráfarandi heimsmeisturum Spánverja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×