Real Madrid ætlar sér að krækja í Juan Manuel Vargas, vængmann ítalska liðsins Fiorentina, í sumar. Inter hefur líka sýnt leikmanninum áhuga.
Samkvæmt La Gazzetta dello Sport er Fiorentina tilbúið að selja þennan landsliðsmann Chile ef liðið nær ekki Meistaradeildarsæti. Það situr í níunda sæti sem stendur og útlitið því ekki mjög gott.
Samband Vargas og þjálfara Fiorentina virðist heldur ekki upp á það besta en Vargas brást reiður við þegar hann var tekinn af velli gegn Inter í gær. Inter er einmitt talið hafa áhuga á leikmanninum.