Alls konar áætlunin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og skrifa 3. desember 2010 12:28 Það er vont þegar stefnu vantar í stefnumótandi plögg. Fjárhagsáætlun borgarinnar er dæmi um slíkt plagg. Áætlunin gefur borgarbúum engin skýr skilaboð um stefnu meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar næstu árin. Skilaboðin eru óútfærð, óskýr og hreint út sagt út og suður.+ Langtímastefnan kemur hvergi fram. Enginn veit, hvorki kjörnir fulltrúar né starfsmenn, hvaða rekstrarþætti á að verja umfram aðra. Ekkert er fjallað um atvinnu eða atvinnuleysi. Engar útfærslur sjást varðandi framkvæmdir sem Dagur B. Eggertsson þó gagnrýndi hvað harðast að vantaði í síðustu fjárhagsáætlun. Dagur talaði þá um "framkvæmdastopp" þó framkvæmt væri fyrir 10 milljarða. "Hagvöxtur í Reykjavík" hefur jafnvel ekki verið skilgreindur en Dagur fjallaði ótæpilega um það óskýra fyrirbæri í kosningabaráttunni. Ekki er metið hvað hækkaðir skattar og gjöld á fjölskyldur komi til með að kosta samtals þótt nánast allt sé hækkað sem hægt er að hækka. Engin skýr lína kemur fram um hvort eigi að verja störf eða ekki og starfsmenn sitja uppi með ógrynni af óútfærðum hagræðingartillögum sem samtals nema u.þ.b. einum milljarði króna á ársgrundvelli. Það eina sem er útfært í þaula er hvernig seilast eigi dýpra í tóma vasa borgarbúa. Meirihlutinn setur ekki fram leiðbeinandi línur í fjárhagsáætlanagerðinni um hvernig skuli haga samrekstri í þjónustu eins og t.d. skóla. Ekki er heldur búið að ákveða hvernig á að hagræða í sérkennslu, forföllum eða langtímaveikindum í leik- og grunnskólum. Ekkert er enn ákveðið um hvernig eigi að skipuleggja hagræðingu í ráðhúsinu. Í stuttu máli er fjárhagsáætlun meirihlutans fullkomlega ókláruð. Rúsínan í pylsuendanum er síðan að hið svokallaða gat sem Besti flokkurinn og Samfylking ætla sér að loka hefur stækkað á ótrúlegan hátt með útgjaldaliðnum "ófyrirséð fé" sem stækkar nú í tæpan milljarð. "Ófyrirséð fé" er óbundinn liður í áætluninni og er til að mæta ýmsum uppákomum, dekurverkefnum eða verkefnum sem meirihlutinn vill takast á við á nýju ári. Sannarlega alls konar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það er vont þegar stefnu vantar í stefnumótandi plögg. Fjárhagsáætlun borgarinnar er dæmi um slíkt plagg. Áætlunin gefur borgarbúum engin skýr skilaboð um stefnu meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar næstu árin. Skilaboðin eru óútfærð, óskýr og hreint út sagt út og suður.+ Langtímastefnan kemur hvergi fram. Enginn veit, hvorki kjörnir fulltrúar né starfsmenn, hvaða rekstrarþætti á að verja umfram aðra. Ekkert er fjallað um atvinnu eða atvinnuleysi. Engar útfærslur sjást varðandi framkvæmdir sem Dagur B. Eggertsson þó gagnrýndi hvað harðast að vantaði í síðustu fjárhagsáætlun. Dagur talaði þá um "framkvæmdastopp" þó framkvæmt væri fyrir 10 milljarða. "Hagvöxtur í Reykjavík" hefur jafnvel ekki verið skilgreindur en Dagur fjallaði ótæpilega um það óskýra fyrirbæri í kosningabaráttunni. Ekki er metið hvað hækkaðir skattar og gjöld á fjölskyldur komi til með að kosta samtals þótt nánast allt sé hækkað sem hægt er að hækka. Engin skýr lína kemur fram um hvort eigi að verja störf eða ekki og starfsmenn sitja uppi með ógrynni af óútfærðum hagræðingartillögum sem samtals nema u.þ.b. einum milljarði króna á ársgrundvelli. Það eina sem er útfært í þaula er hvernig seilast eigi dýpra í tóma vasa borgarbúa. Meirihlutinn setur ekki fram leiðbeinandi línur í fjárhagsáætlanagerðinni um hvernig skuli haga samrekstri í þjónustu eins og t.d. skóla. Ekki er heldur búið að ákveða hvernig á að hagræða í sérkennslu, forföllum eða langtímaveikindum í leik- og grunnskólum. Ekkert er enn ákveðið um hvernig eigi að skipuleggja hagræðingu í ráðhúsinu. Í stuttu máli er fjárhagsáætlun meirihlutans fullkomlega ókláruð. Rúsínan í pylsuendanum er síðan að hið svokallaða gat sem Besti flokkurinn og Samfylking ætla sér að loka hefur stækkað á ótrúlegan hátt með útgjaldaliðnum "ófyrirséð fé" sem stækkar nú í tæpan milljarð. "Ófyrirséð fé" er óbundinn liður í áætluninni og er til að mæta ýmsum uppákomum, dekurverkefnum eða verkefnum sem meirihlutinn vill takast á við á nýju ári. Sannarlega alls konar.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar