Barcelona skuldar þjálfurum og leikmönnum 125 milljónir punda í laun. Félagið þarf að fá lán til að borga þessa svimandi háu skuld.
Fjármál félagsins eru að því er virðist í tómu tjóni. "Það er ákveðið vandamál með peningaflæði," sagði nýkjörinn forseti félagsins, Sandro Rosell.
The Guardian segir í dag að Barcelona hafi aðeins þénað 8,8 milljónir evra árið 2008 þegar félagið vann þrefalt en útgjöld þess hafi þá numið 350 milljónum evra.
Mediapro fyrirtækið sem er í samstarfi við Barcelona fór á hausinn í síðasta mánuði en það borgar um 150 milljónir evra fyrir sjónvarpsrétt.
Forsetinn segir þó að félagið sé ekki á sömu leið. "Enginn þarf að hafa áhyggjur, félagið er ekki að verða gjaldþrota."