Baráttudagur verkafólks Þóra Tómasdóttir skrifar 1. maí 2010 11:05 Í dag er 1. maí. Dagur sem helgaður er baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum og vinnuaðstæðum. Dagur samstöðu. Öll hljótum við að vilja samfélag þar sem fólk hefur í sig og á, þar sem fjölskyldur geta notið þess að vera saman, þar sem foreldrar geta verið með börnunum sínum eftir fæðingu og þar sem fólk getur hvílt sig og notið lífsins. Öll viljum við samfélag þar sem börn njóta réttarins til samvistar við foreldra sína, innihaldsríks skóladags og sjálfsagðra lífsgæða. Öll hljótum við líka að vilja samfélag þar sem fólki líður vel í vinnunni sinni, nýtur virðingar og fær sanngjörn laun. Öll viljum við eldast með reisn og njóta lífeyris sem dekkar mannsæmandi líf. Þó margt hafi áunnist er enn langt í land. Óútskýrður launamunur kynjanna stendur í stað. Lágmarkslaun eru allt of lág, vinnuvikan of löng, atvinnuleysi of mikið og allt of margir hafa tekið á sig kjaraskerðingar í kjölfar efnahagshrunsins. Það skýtur skökku við að þetta séu afleiðingar hins gengdarlausa góðæris - að réttindum hafi verið fórnað fyrir forréttindi. Sameiginlegir sjóðir voru tæmdir í nafni frjáls- og einstaklingshyggju, skammtímagróða og áhættufíknar. Allt hefur þetta gríðarleg áhrif á líf og líðan fólksins í landinu og því er brýnt að tekið verði á málum af skörugleik. Á sama tíma getum við þakkað fyrir margt. Fyrst og fremst eigum við að vera þakklát fyrirrennurum okkar, fólkinu sem barðist fyrir launum og réttindum sem þykja sjálfsögð í dag. Fólkinu sem stofnaði verkalýðsfélögin, sem benti á misréttið, sem barðist og breytti. Þetta er fólkið sem við eigum að taka okkur til fyrirmyndar, fólk með eldheitar hugsjónir og kraft til að fylgja þeim eftir af einurð. Við eigum að verða komandi kynslóðum sambærilegar fyrirmyndir, vera kjörkuð og kraftmikil, benda á það sem má bæta og laga það sem hægt er að laga. Verkalýðsbaráttan líður aldrei undir lok. Hennar vegna eru núverandi réttindi til staðar og hennar vegna verða framfarir. Ekki bara fyrir einstaklinga eða stéttir - heldur fyrir samfélagið allt. Gangan hefst í dag kl. 13.00 frá Hlemmi. Stöndum saman, göngum saman og vinnum saman að bættu samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Sjá meira
Í dag er 1. maí. Dagur sem helgaður er baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum og vinnuaðstæðum. Dagur samstöðu. Öll hljótum við að vilja samfélag þar sem fólk hefur í sig og á, þar sem fjölskyldur geta notið þess að vera saman, þar sem foreldrar geta verið með börnunum sínum eftir fæðingu og þar sem fólk getur hvílt sig og notið lífsins. Öll viljum við samfélag þar sem börn njóta réttarins til samvistar við foreldra sína, innihaldsríks skóladags og sjálfsagðra lífsgæða. Öll hljótum við líka að vilja samfélag þar sem fólki líður vel í vinnunni sinni, nýtur virðingar og fær sanngjörn laun. Öll viljum við eldast með reisn og njóta lífeyris sem dekkar mannsæmandi líf. Þó margt hafi áunnist er enn langt í land. Óútskýrður launamunur kynjanna stendur í stað. Lágmarkslaun eru allt of lág, vinnuvikan of löng, atvinnuleysi of mikið og allt of margir hafa tekið á sig kjaraskerðingar í kjölfar efnahagshrunsins. Það skýtur skökku við að þetta séu afleiðingar hins gengdarlausa góðæris - að réttindum hafi verið fórnað fyrir forréttindi. Sameiginlegir sjóðir voru tæmdir í nafni frjáls- og einstaklingshyggju, skammtímagróða og áhættufíknar. Allt hefur þetta gríðarleg áhrif á líf og líðan fólksins í landinu og því er brýnt að tekið verði á málum af skörugleik. Á sama tíma getum við þakkað fyrir margt. Fyrst og fremst eigum við að vera þakklát fyrirrennurum okkar, fólkinu sem barðist fyrir launum og réttindum sem þykja sjálfsögð í dag. Fólkinu sem stofnaði verkalýðsfélögin, sem benti á misréttið, sem barðist og breytti. Þetta er fólkið sem við eigum að taka okkur til fyrirmyndar, fólk með eldheitar hugsjónir og kraft til að fylgja þeim eftir af einurð. Við eigum að verða komandi kynslóðum sambærilegar fyrirmyndir, vera kjörkuð og kraftmikil, benda á það sem má bæta og laga það sem hægt er að laga. Verkalýðsbaráttan líður aldrei undir lok. Hennar vegna eru núverandi réttindi til staðar og hennar vegna verða framfarir. Ekki bara fyrir einstaklinga eða stéttir - heldur fyrir samfélagið allt. Gangan hefst í dag kl. 13.00 frá Hlemmi. Stöndum saman, göngum saman og vinnum saman að bættu samfélagi.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun