Það mætti halda að leikmenn Atlético Madrid séu með allan hugann við leikina á móti Liverpool í undanúrslitum Evrópudeildarinnar því liðið tapaði 1-2 á heimavelli í kvöld á móti botnliði Xerez.
Fyrri undanúrslitaleikur Atlético Madrid og Liverpool fer fram á Vicente Calderón vellinum 22. apríl en seinni leikurinn er síðan á Anfield viku síðar.
Emiliano Armenteros skoraði sigurmark Xerez á 72. mínútu leiksins. Mario Bermejo hafði komið Xerez yfir á 9. mínútu en Diego Forlan jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar.
Þetta var aðeins sjötti sigur Xerez-liðsins á tímabilinu en liðið er áfram í neðsta sætinu enn sex stigum frá öruggu sæti.
Atlético Madrid er í 10. sætinu en er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar og í úrslitaleikinn í spænsku bikarkeppninnar.
Leikmenn Atlético Madrid með hugann við Liverpool-leikinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn




Blóðgaði dómara
Körfubolti

Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn