Göngum ábyrg til kosninga Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 29. maí 2010 06:00 Kosningar til sveitarstjórna verðskulda alla okkar athygli. Á vettvangi þeirra er fjallað um málefni daglegs lífs og umhverfið næst okkur sem hefur áhrif á alla velferð og þróun. Góð þátttaka í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna hefur verið aðalsmerki Íslendinga og við eigum ekki að láta það niður falla. Það er mikil óánægja, ósætti og reiði meðal fólks vegna þess sem misfarist hefur í stjórn þjóðmála á liðnum árum. Það er eðlilegt að menn vilji finna henni útrás við kjörborðið, en muna má einnig það sem hinir eldri sögðu við ungt ákafafólk í mínu ungdæmi að best væri að telja upp að tíu áður en reiðin fengi að stjórna orðum og gerðum. Uppgjör, uppstokkun og endurreisn tekur tíma, og það er síður en svo að eindrægni ríki í samfélaginu um leiðir til þess að vinna Ísland út úr bankahruni og efnahagsáfalli. Okkur er þó nauðugur einn kostur að taka á þeim vandamálum sem blasa við, ná tökum á fjármálum hins opinbera, einfalda kerfið í samræmi við fjárhagsgetu og endurreisa skuldsett atvinnulíf. Slík verkefni bíða sveitarfélaga um allt land. Sem betur fer er margt hæft fólk í framboði til sveitarstjórna og kjósendur ráða því í dag hverjir veljast til vandasamra ábyrgðar- og trúnaðarstarfa fyrir þeirra hönd næstu fjögur árin. Undan dómi kjósenda verður ekki vikist og sveitarstjórnarmönnum ber skylda til þess að vinna úr þeim pólitíska efniviði sem kjörið færir þeim. Sveitarstjórnir verða ekki rofnar á kjörtímabilinu og efnt til kosninga eins og möguleiki er að gera í landsmálum. Minn flokkur, Samfylkingin, hefur í aðdraganda kosninga lagt fram skýrar tillögur í atvinnumálum þar sem áhersla er lögð á mannaflsfrekar framkvæmdir og flýtingu viðhaldsframkvæmda. Sérstaklega hefur atvinnustefna Samfylkingarinnar í Reykjavík vakið verðskuldaða athygli. Það er skynsamleg hagstjórnarstefna við núverandi aðstæður sem er í takt við áherslur okkar í ríkisstjórn. Atvinna og atvinnuþróun eru lykill að því að við getum tryggt velferð í dag og menntun barnanna okkar sem móta mun atvinnulíf framtíðarinar. Á þessu ári er Samfylkingin, sameiningarafl jafnaðarmanna, 10 ára. Flokkurinn heldur fram gildum sígildrar jafnaðarstefnu um jafnfrétti, frelsi og bræðralag. Síðustu misseri á Íslandi hafa fært okkur heim sanninn um að jafnaðarstefnan á erindi sem aldrei fyrr. Göngum ábyrg til kosninga í dag og veljum forystu sveitarfélaganna til næstu fjögurra ára. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Sjá meira
Kosningar til sveitarstjórna verðskulda alla okkar athygli. Á vettvangi þeirra er fjallað um málefni daglegs lífs og umhverfið næst okkur sem hefur áhrif á alla velferð og þróun. Góð þátttaka í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna hefur verið aðalsmerki Íslendinga og við eigum ekki að láta það niður falla. Það er mikil óánægja, ósætti og reiði meðal fólks vegna þess sem misfarist hefur í stjórn þjóðmála á liðnum árum. Það er eðlilegt að menn vilji finna henni útrás við kjörborðið, en muna má einnig það sem hinir eldri sögðu við ungt ákafafólk í mínu ungdæmi að best væri að telja upp að tíu áður en reiðin fengi að stjórna orðum og gerðum. Uppgjör, uppstokkun og endurreisn tekur tíma, og það er síður en svo að eindrægni ríki í samfélaginu um leiðir til þess að vinna Ísland út úr bankahruni og efnahagsáfalli. Okkur er þó nauðugur einn kostur að taka á þeim vandamálum sem blasa við, ná tökum á fjármálum hins opinbera, einfalda kerfið í samræmi við fjárhagsgetu og endurreisa skuldsett atvinnulíf. Slík verkefni bíða sveitarfélaga um allt land. Sem betur fer er margt hæft fólk í framboði til sveitarstjórna og kjósendur ráða því í dag hverjir veljast til vandasamra ábyrgðar- og trúnaðarstarfa fyrir þeirra hönd næstu fjögur árin. Undan dómi kjósenda verður ekki vikist og sveitarstjórnarmönnum ber skylda til þess að vinna úr þeim pólitíska efniviði sem kjörið færir þeim. Sveitarstjórnir verða ekki rofnar á kjörtímabilinu og efnt til kosninga eins og möguleiki er að gera í landsmálum. Minn flokkur, Samfylkingin, hefur í aðdraganda kosninga lagt fram skýrar tillögur í atvinnumálum þar sem áhersla er lögð á mannaflsfrekar framkvæmdir og flýtingu viðhaldsframkvæmda. Sérstaklega hefur atvinnustefna Samfylkingarinnar í Reykjavík vakið verðskuldaða athygli. Það er skynsamleg hagstjórnarstefna við núverandi aðstæður sem er í takt við áherslur okkar í ríkisstjórn. Atvinna og atvinnuþróun eru lykill að því að við getum tryggt velferð í dag og menntun barnanna okkar sem móta mun atvinnulíf framtíðarinar. Á þessu ári er Samfylkingin, sameiningarafl jafnaðarmanna, 10 ára. Flokkurinn heldur fram gildum sígildrar jafnaðarstefnu um jafnfrétti, frelsi og bræðralag. Síðustu misseri á Íslandi hafa fært okkur heim sanninn um að jafnaðarstefnan á erindi sem aldrei fyrr. Göngum ábyrg til kosninga í dag og veljum forystu sveitarfélaganna til næstu fjögurra ára. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar