Körfubolti

Helgi og félagar tryggðu sér oddaleik á móti deildarmeisturunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Már Magnússon.
Helgi Már Magnússon. Mynd/Daníel
Helgi Már Magnússon og félagar í Solna Vikings unnu sex stiga sigur á deildarmeisturum Norrköping, 90-84, í fjórða leik liðanna í undanúrslitum sænska körfuboltans og tryggðu sér þar með oddaleik um sæti í lokaúrslitunum.

Solna Vikings steinlá með 33 stigum í síðasta leik en náði að svara þeim skelli með flottum sigri í kvöld. Solna Vikings hefur unnið báða heimaleiki sína í einvíginu (85-76 og 90-84) en hefur aftur á móti tapað stórt á útivelli (86-62 og 105-72) en oddaleikurinn verður einmitt á heimavelli Norrköping á þriðjudaginn.

Helgi Már var með 1 stig, 3 fráköst, 1 stoðsendingu og 1 stolinn bolta á þeim 23 mínútum sem hann spilaði í leiknum.

Andrew Mitchell var maður leiksins hjá Solna-liðinu en hann skoraði 39 stig í honum eða 25 stigum meira en næststigahæsti leikmaður liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×