Barcelona vann í dag 5-1 sigur á grönnum sínum í Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Þetta var tíundi sigur Barcelona í röð í deildinni en liðið hafði haldið hreinu í síðustu fjórum leikjum sínum og unnið þá samanlagt 21-0.
Argentínumaðurinn Lionel Messi hefur farið á kostum í haust og er markahæsti leikmaður deildarinnar með sautján mörk. Hann skoraði þó ekki í kvöld.
Pedro og David Villa skoruðu tvö mörk hvor og Xavi eitt. Pablo Daniel Osvaldo minnkaði muninn fyrir Espanyol í stöðunni 3-0.
Barcelona er með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar með 43 stig eftir sextán leiki en Real Madrid getur aftur minnkað muninn í tvö stig með sigri á Sevilla á heimavelli á morgun.

