Útsvar eða gjaldskrárhækkanir Sóley Tómasdóttir skrifar 21. maí 2010 09:02 Skólaganga barnanna okkar skiptir máli. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og svo tekur hin lögbundni grunnskóli við. Þessi grunnþjónusta er í umsjá Reykjavíkurborgar og kostuð með útsvarinu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn lofar að hækka ekki útsvar og halda gjöldum fyrir grunnþjónustu í lágmarki. Það er óforsvaranlegt með öllu. Útsvarið er sanngjarnasta leiðin til að fjármagna grunnþjónustuna, enda byggir það á hlutfalli af tekjum. Ef sjóðurinn dugir ekki er þrennt í boði; að skerða þjónustuna, að hækka þjónustugjöldin eða að hækka útsvarið. Þrjár leiðirUm helmingur af skatttekjum borgarinnar fer í rekstur leik- og grunnskóla og ef við bætist velferðarþjónustan og frístundaheimilin nálgast hlutfallið 70 prósent. Ef fara ætti niðurskurðarleiðina myndi hún óhjákvæmilega koma niður á þessari þjónustu. Leik- og grunnskólar eru ekki val. Þeir gegna lykilhlutverki á öllum tímum sem menntastofnanir og ekki síður sem staðir þar sem börn geta fundið skjól og liðið vel. Hækkun þjónustugjalda væri því ekkert annað en dulbúin útsvarshækkun á afmarkaða hópa. Í greiningu Seðlabanka Íslands á stöðu íslenskra heimila kemur fram að barnafjölskyldur eiga erfiðast með að ná endum saman. Gjaldskrár sveitarfélaganna eiga án efa sinn þátt í því og hækkun þeirra yrði til þess eins að veikja stöðu þeirra enn frekar. Þar sem grunnþjónustan er sameiginlegt viðfangsefni okkar allra verðum við að tryggja að sameiginlegur sjóður sé til staðar og að hann dekki kostnaðinn svo raunverulegt jafnrétti ríki. RaunveruleikinnStaða borgarsjóðs krefst þess að tekin verði ákvörðun um hvaða leið verði farin. Reykjavík hefur heimild til 0,25 prósenta útsvarshækkunar, en fullnýting hennar myndi skapa 700 milljónir króna í tekjur. Til að afla sömu tekna gegnum gjaldskrár þyrfti að hækka þær um 7,46 prósent að jafnaði. Ef við tökum stefnuskrár allra flokka um að verja grunnþjónustuna trúanlega, þá stendur valið milli útsvars- eða gjaldskrárhækkana. Til að fá einhverja mynd af því hvað þessar mismunandi leiðir þýða fyrir borgarbúa má á meðfylgjandi mynd sjá dæmi um hjón með eitt barn í leikskóla og eitt í grunnskóla en mismiklar tekjur. Myndin sýnir aðeins útgjöld vegna leikskólagjalda og skólamáltíða í grunnskólum, en tekur ekki tillit til allra annarra gjaldskráa, svo sem vegna bókasafnsskírteina, strætófargjalda, sundferða eða annars sem einnig kæmi til með að hækka ef sú leið yrði farin. Gjaldskrárhækkun myndi kosta hjón með 4,8 milljónir í árslaun (400 þúsund á mánuði) um 26.000 krónur á ári en útsvarshækkun myndi kosta sömu hjón 12.000 krónur á ári. Kostnaðaraukinn yrði því um 14.000 krónum lægri vegna þjónustunnar ef útsvarsleiðin yrði farin. Sömu sögu er að segja um hjón með 800 þúsund krónur á mánuði, en þar næmi munurinn um 2.000 krónum. Hjón með 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun myndu aftur á móti greiða 10.000 krónum meira á ári ef útsvarsleiðin yrði farin. Álögur á borgarbúaBorgarstjóri segist handviss um að fjölskyldurnar í Reykjavík þoli ekki meiri álögur og lofar því að útsvarið hækki ekki. Engin loforð hafa verið gefin um gjaldskrár, önnur en þau að þær eigi áfram að vera lágar. Þetta kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins er til marks um þá takmörkuðu sýn sem enn ríkir innan þeirra raða á eigin stefnu og eigin hugmyndafræði. Eftir græðgis- og frjálshyggjutímabil liðinna ára sem tæmdi sameiginlega sjóði í skattaskjól auðmanna skortir Sjálfstæðisflokkinn enn þá samfélagslegu ábyrgð sem stjórnmálaafl verður að búa yfir. Eftir stendur takmarkalaus tryggð gagnvart þeim sem best standa. Þannig er það og þannig hefur það alltaf verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Skólaganga barnanna okkar skiptir máli. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og svo tekur hin lögbundni grunnskóli við. Þessi grunnþjónusta er í umsjá Reykjavíkurborgar og kostuð með útsvarinu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn lofar að hækka ekki útsvar og halda gjöldum fyrir grunnþjónustu í lágmarki. Það er óforsvaranlegt með öllu. Útsvarið er sanngjarnasta leiðin til að fjármagna grunnþjónustuna, enda byggir það á hlutfalli af tekjum. Ef sjóðurinn dugir ekki er þrennt í boði; að skerða þjónustuna, að hækka þjónustugjöldin eða að hækka útsvarið. Þrjár leiðirUm helmingur af skatttekjum borgarinnar fer í rekstur leik- og grunnskóla og ef við bætist velferðarþjónustan og frístundaheimilin nálgast hlutfallið 70 prósent. Ef fara ætti niðurskurðarleiðina myndi hún óhjákvæmilega koma niður á þessari þjónustu. Leik- og grunnskólar eru ekki val. Þeir gegna lykilhlutverki á öllum tímum sem menntastofnanir og ekki síður sem staðir þar sem börn geta fundið skjól og liðið vel. Hækkun þjónustugjalda væri því ekkert annað en dulbúin útsvarshækkun á afmarkaða hópa. Í greiningu Seðlabanka Íslands á stöðu íslenskra heimila kemur fram að barnafjölskyldur eiga erfiðast með að ná endum saman. Gjaldskrár sveitarfélaganna eiga án efa sinn þátt í því og hækkun þeirra yrði til þess eins að veikja stöðu þeirra enn frekar. Þar sem grunnþjónustan er sameiginlegt viðfangsefni okkar allra verðum við að tryggja að sameiginlegur sjóður sé til staðar og að hann dekki kostnaðinn svo raunverulegt jafnrétti ríki. RaunveruleikinnStaða borgarsjóðs krefst þess að tekin verði ákvörðun um hvaða leið verði farin. Reykjavík hefur heimild til 0,25 prósenta útsvarshækkunar, en fullnýting hennar myndi skapa 700 milljónir króna í tekjur. Til að afla sömu tekna gegnum gjaldskrár þyrfti að hækka þær um 7,46 prósent að jafnaði. Ef við tökum stefnuskrár allra flokka um að verja grunnþjónustuna trúanlega, þá stendur valið milli útsvars- eða gjaldskrárhækkana. Til að fá einhverja mynd af því hvað þessar mismunandi leiðir þýða fyrir borgarbúa má á meðfylgjandi mynd sjá dæmi um hjón með eitt barn í leikskóla og eitt í grunnskóla en mismiklar tekjur. Myndin sýnir aðeins útgjöld vegna leikskólagjalda og skólamáltíða í grunnskólum, en tekur ekki tillit til allra annarra gjaldskráa, svo sem vegna bókasafnsskírteina, strætófargjalda, sundferða eða annars sem einnig kæmi til með að hækka ef sú leið yrði farin. Gjaldskrárhækkun myndi kosta hjón með 4,8 milljónir í árslaun (400 þúsund á mánuði) um 26.000 krónur á ári en útsvarshækkun myndi kosta sömu hjón 12.000 krónur á ári. Kostnaðaraukinn yrði því um 14.000 krónum lægri vegna þjónustunnar ef útsvarsleiðin yrði farin. Sömu sögu er að segja um hjón með 800 þúsund krónur á mánuði, en þar næmi munurinn um 2.000 krónum. Hjón með 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun myndu aftur á móti greiða 10.000 krónum meira á ári ef útsvarsleiðin yrði farin. Álögur á borgarbúaBorgarstjóri segist handviss um að fjölskyldurnar í Reykjavík þoli ekki meiri álögur og lofar því að útsvarið hækki ekki. Engin loforð hafa verið gefin um gjaldskrár, önnur en þau að þær eigi áfram að vera lágar. Þetta kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins er til marks um þá takmörkuðu sýn sem enn ríkir innan þeirra raða á eigin stefnu og eigin hugmyndafræði. Eftir græðgis- og frjálshyggjutímabil liðinna ára sem tæmdi sameiginlega sjóði í skattaskjól auðmanna skortir Sjálfstæðisflokkinn enn þá samfélagslegu ábyrgð sem stjórnmálaafl verður að búa yfir. Eftir stendur takmarkalaus tryggð gagnvart þeim sem best standa. Þannig er það og þannig hefur það alltaf verið.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun