Formaður bænda segir ábyrgð „klínt“ á þá 3. desember 2010 05:00 Haraldur Benediktsson Formaður Bændasamtakanna segir orð Stefáns Hauks, um að hjáseta bænda í rýniferlinu skaði samningsstöðu landsins, ómakleg. Samtökin hafi víst unnið að „viðkvæmum verkefnum“ í aðildarferlinu að beiðni stjórnvalda. Orð formanns samninganefndar Íslands gagnvart ESB, Stefáns Hauks Jóhannessonar, í Fréttablaðinu á laugardag sýna að „fjarvera [Bændasamtakanna] frá fundum í Brussel var nauðsynleg“ segir Haraldur Benediktsson, formaður samtakanna, í leiðara Bændablaðsins í gær. Því með þeim sé reynt að „klína ábyrgð á bændur“ á samningum Íslands við ESB. Þetta viðhorf Stefáns Hauks „stórskaðar það traust sem ríkja þarf“ milli nefndarinnar og samtakanna, segir Haraldur. Kveðst Haraldur hafa sent Stefáni Hauki bréf og krafist nánari skýringa á þessum orðum. Stefán Haukur viðurkenndi á laugardag að sú afstaða samtakanna að taka ekki þátt í yfirstandandi rýniferli gæti gert samningsstöðu landsins „lakari en ella“. Þar kom fram að álag er á íslenskri stjórnsýslu, en öll tilkölluð hagsmunasamtök leggja nefndinni lið, nema Bændasamtökin. Haraldur sagði í blaðinu á þriðjudag að andstaða Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra við aðildarviðræðurnar hefði þýtt að ekki náðist að vinna ákveðin verk í ferlinu. Þessu hafnaði landbúnaðarráðuneytið í gær. Innan utanríkisráðuneytis er það talin skylda formanns samninganefndar að greina frá því ef eitthvað kann að hindra að besta mögulega samningi verði náð, segir heimild þar. Ekki sé hægt að sjá að Stefán Haukur hafi ráðist að bændum, heldur þvert á móti hafi hann bent á þekkingu þeirra og mikilvægi í ferlinu. Ráðuneytinu hafði ekki borist bréf Haraldar í gær. - kóþ Fréttir Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Orð formanns samninganefndar Íslands gagnvart ESB, Stefáns Hauks Jóhannessonar, í Fréttablaðinu á laugardag sýna að „fjarvera [Bændasamtakanna] frá fundum í Brussel var nauðsynleg“ segir Haraldur Benediktsson, formaður samtakanna, í leiðara Bændablaðsins í gær. Því með þeim sé reynt að „klína ábyrgð á bændur“ á samningum Íslands við ESB. Þetta viðhorf Stefáns Hauks „stórskaðar það traust sem ríkja þarf“ milli nefndarinnar og samtakanna, segir Haraldur. Kveðst Haraldur hafa sent Stefáni Hauki bréf og krafist nánari skýringa á þessum orðum. Stefán Haukur viðurkenndi á laugardag að sú afstaða samtakanna að taka ekki þátt í yfirstandandi rýniferli gæti gert samningsstöðu landsins „lakari en ella“. Þar kom fram að álag er á íslenskri stjórnsýslu, en öll tilkölluð hagsmunasamtök leggja nefndinni lið, nema Bændasamtökin. Haraldur sagði í blaðinu á þriðjudag að andstaða Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra við aðildarviðræðurnar hefði þýtt að ekki náðist að vinna ákveðin verk í ferlinu. Þessu hafnaði landbúnaðarráðuneytið í gær. Innan utanríkisráðuneytis er það talin skylda formanns samninganefndar að greina frá því ef eitthvað kann að hindra að besta mögulega samningi verði náð, segir heimild þar. Ekki sé hægt að sjá að Stefán Haukur hafi ráðist að bændum, heldur þvert á móti hafi hann bent á þekkingu þeirra og mikilvægi í ferlinu. Ráðuneytinu hafði ekki borist bréf Haraldar í gær. - kóþ
Fréttir Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira