Jóhanna Sigurðardóttir: Endurbætur á traustum grunni Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2010 06:00 Öll ráðuneyti og stofnanir þeirra hafa tekist á við margvíslegar breytingar í umhverfi sínu í kjölfar hruns bankakerfisins. Í fyrri grein minni fjallaði ég um helstu úrbætur sem nú þegar hefur verið unnið að á vettvangi forsætisráðuneytisins og miða að því að gera umhverfi stjórnmála og stjórnsýslu lýðræðislegra, skilvirkara og traustara. Í þessari síðari grein minni mun ég beina sjónum mínum að sambærilegum umbótaverkefnum sem unnin hafa verið á vettvangi annarra ráðuneyta frá hruni bankakerfisins. • Nýtt efnahags- og viðskiptaráðuneyti, sem sett var á stofn 1. október sl. í því augnamiði að styrkja stjórnun efnahagsmála, færa undir eitt ráðuneyti mikilvægar stofnanir og starfsemi og fækka þannig þeim ráðuneytum sem koma að stjórnun efnahagsmála. • Róttækt frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki hefur verið lagt fram þar sem m.a. er kveðið á um auknar eftirlitsheimildir FME, bann við lánum með veði í hlutabréfum eða stofnfjárbréfum lánveitanda og miklar takmarkanir á lánveitingum til lykilstarfsmanna. Auknar kröfur eru gerðar til stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja, heimildir til hvatakerfis og starfslokasaminga verða takmarkaðar. • Hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum hefur verið breytt m.a. með það að markmiði að auka gagnsæi um eignarhald og atkvæðisrétt í hlutafélögum og að jafna kynjahlutföll í stjórnum og meðal starfsfólks. • Frumvarp til laga um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði hefur verið lagt fram. Þar er m.a. lagt til að auknar kröfur verði gerðar til rekstrarfélaga og að strangari reglur gildi um fjárfestingar tengdra aðila til að koma í veg fyrir krosseignatengsl. • Ný stjórn og yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins var skipuð og gagnsæi í störfum þess hefur verið aukið. FME rannsakar nú ýmis mál vegna gruns um brot á lögum sem gilda á fjármálamarkaði og hefur þegar vísað tugum mála til sérstaks saksóknara, efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og embættis ríkissaksóknara. • Miklar breytingar urðu á starfsemi Seðlabankans á sl. ári með nýjum lögum. Auk nýrrar stjórnar bankans var skipuð peningastefnunefnd sem fer með vaxtaákvarðanir bankans. Nú er unnið að langtímastefnumótun á sviði peningamála í Seðlabankanum og boðuð hefur verið heildarendurskoðun á lögum um bankann. • Samningur var gerður við Evu Joly um aðkomu hennar að rannsókn sérstaks saksóknara á atburðum tengdum falli íslensku bankanna. Framlag til rannsóknarinnar var stóraukið, saksóknurum embættisins var fjölgað um þrjá, tugir einstaklinga ráðnir til starfa og ráðherra skipaði einnig sérstakan ríkissaksóknara yfir embættið. • Vegna aukins álags á dómskerfið hafa verið samþykkt lög sem heimila fjölgun héraðsdómara um fimm auk þess sem starfsmönnum embættanna hefur verið fjölgað. • Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingu á lögum um dómstóla þar sem lagðar eru til nýjar reglur um fyrirkomulag við skipun dómara, aukið vægi matsnefndar og aðkomu Alþingis þegar ráðherra vill víkja frá tillögum matsnefndar. • Endurreisn viðskiptabankanna tókst mun betur en vonir stóðu til og samkomulag náðist við kröfuhafa gömlu bankanna. Nýju viðskiptabankarnir eru því fullfjármagnaðir og traustir. • Vegna endurreisnar bankakerfisins hefur ríkið sett sér eigandastefnu. Stefnan tekur mið af þeim sérstöku aðstæðum sem skapast hafa við endurreisn bankakerfisins og með henni er leitast við að skapa trúverðugleika og traust á ríkinu sem eiganda fjármálafyrirtækja. • Bankasýsla ríkisins hefur tekið til starfa og sér stofnunin alfarið um samskipti við fjármálafyrirtæki sem tengjast eigandahlutverki ríkisins. Markmiðið er að umsýsla eignarhluta verði fagleg og traust og hafin yfir vafa. • Gerð var könnun á þörf á skatteftirliti í kjölfar bankahrunsins og í framhaldi af henni ákveðið að stórefla skatteftirlit og skattrannsóknir og veitt til þess fé. M.a. var lögleidd skylda fjármálastofnana til að veita skattyfirvöldum allar upplýsingar um eignir, skuldir, tekjur af hvers konar fjármálagjörningum og tekin upp lagaákvæði um skattskyldu aflandsfélaga. Þá hafa verið samþykkt lög sem heimila skattyfirvöldum kyrrsetningu eigna til tryggingar á vangoldnum sköttum vegna mála sem sæta rannsókn. • Lagt hefur verið fram frumvarp um fyrstu heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra. Þar er m.a. að finna reglur um gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum, um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og ítarlegri vernd heimildarmanna blaða- og fréttamanna. Margt fleira gæti ég nefnt en í þessum tveimur greinum hef ég farið yfir helstu þætti þeirrar róttæku uppstokkunar sem ríkisstjórnir mínar hafa beitt sér fyrir frá hruni. Því fer fjarri að enn sjái fyrir endann á þessum miklu breytingum og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis mun án efa benda á brotalamir sem enn hefur ekki verið tekið á. Frá fyrsta degi hafa ríkisstjórnir mínar verið einbeittar í því að breyta lagaumhverfi og vinnubrögðum til að tryggja að mistök fortíðarinnar endurtaki sig ekki og að endurreisnin verði byggð á traustum grunni til framtíðar. Þessu mikilvæga verkefni miðar vel og það er trú mín og vissa að niðurstöður þeirrar yfirgripsmiklu og fordæmalausa rannsóknar á aðdraganda hrunsins sem birtast mun þjóðinni á mánudaginn muni nýtast til enn frekari umbóta í þessum efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Öll ráðuneyti og stofnanir þeirra hafa tekist á við margvíslegar breytingar í umhverfi sínu í kjölfar hruns bankakerfisins. Í fyrri grein minni fjallaði ég um helstu úrbætur sem nú þegar hefur verið unnið að á vettvangi forsætisráðuneytisins og miða að því að gera umhverfi stjórnmála og stjórnsýslu lýðræðislegra, skilvirkara og traustara. Í þessari síðari grein minni mun ég beina sjónum mínum að sambærilegum umbótaverkefnum sem unnin hafa verið á vettvangi annarra ráðuneyta frá hruni bankakerfisins. • Nýtt efnahags- og viðskiptaráðuneyti, sem sett var á stofn 1. október sl. í því augnamiði að styrkja stjórnun efnahagsmála, færa undir eitt ráðuneyti mikilvægar stofnanir og starfsemi og fækka þannig þeim ráðuneytum sem koma að stjórnun efnahagsmála. • Róttækt frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki hefur verið lagt fram þar sem m.a. er kveðið á um auknar eftirlitsheimildir FME, bann við lánum með veði í hlutabréfum eða stofnfjárbréfum lánveitanda og miklar takmarkanir á lánveitingum til lykilstarfsmanna. Auknar kröfur eru gerðar til stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja, heimildir til hvatakerfis og starfslokasaminga verða takmarkaðar. • Hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum hefur verið breytt m.a. með það að markmiði að auka gagnsæi um eignarhald og atkvæðisrétt í hlutafélögum og að jafna kynjahlutföll í stjórnum og meðal starfsfólks. • Frumvarp til laga um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði hefur verið lagt fram. Þar er m.a. lagt til að auknar kröfur verði gerðar til rekstrarfélaga og að strangari reglur gildi um fjárfestingar tengdra aðila til að koma í veg fyrir krosseignatengsl. • Ný stjórn og yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins var skipuð og gagnsæi í störfum þess hefur verið aukið. FME rannsakar nú ýmis mál vegna gruns um brot á lögum sem gilda á fjármálamarkaði og hefur þegar vísað tugum mála til sérstaks saksóknara, efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og embættis ríkissaksóknara. • Miklar breytingar urðu á starfsemi Seðlabankans á sl. ári með nýjum lögum. Auk nýrrar stjórnar bankans var skipuð peningastefnunefnd sem fer með vaxtaákvarðanir bankans. Nú er unnið að langtímastefnumótun á sviði peningamála í Seðlabankanum og boðuð hefur verið heildarendurskoðun á lögum um bankann. • Samningur var gerður við Evu Joly um aðkomu hennar að rannsókn sérstaks saksóknara á atburðum tengdum falli íslensku bankanna. Framlag til rannsóknarinnar var stóraukið, saksóknurum embættisins var fjölgað um þrjá, tugir einstaklinga ráðnir til starfa og ráðherra skipaði einnig sérstakan ríkissaksóknara yfir embættið. • Vegna aukins álags á dómskerfið hafa verið samþykkt lög sem heimila fjölgun héraðsdómara um fimm auk þess sem starfsmönnum embættanna hefur verið fjölgað. • Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingu á lögum um dómstóla þar sem lagðar eru til nýjar reglur um fyrirkomulag við skipun dómara, aukið vægi matsnefndar og aðkomu Alþingis þegar ráðherra vill víkja frá tillögum matsnefndar. • Endurreisn viðskiptabankanna tókst mun betur en vonir stóðu til og samkomulag náðist við kröfuhafa gömlu bankanna. Nýju viðskiptabankarnir eru því fullfjármagnaðir og traustir. • Vegna endurreisnar bankakerfisins hefur ríkið sett sér eigandastefnu. Stefnan tekur mið af þeim sérstöku aðstæðum sem skapast hafa við endurreisn bankakerfisins og með henni er leitast við að skapa trúverðugleika og traust á ríkinu sem eiganda fjármálafyrirtækja. • Bankasýsla ríkisins hefur tekið til starfa og sér stofnunin alfarið um samskipti við fjármálafyrirtæki sem tengjast eigandahlutverki ríkisins. Markmiðið er að umsýsla eignarhluta verði fagleg og traust og hafin yfir vafa. • Gerð var könnun á þörf á skatteftirliti í kjölfar bankahrunsins og í framhaldi af henni ákveðið að stórefla skatteftirlit og skattrannsóknir og veitt til þess fé. M.a. var lögleidd skylda fjármálastofnana til að veita skattyfirvöldum allar upplýsingar um eignir, skuldir, tekjur af hvers konar fjármálagjörningum og tekin upp lagaákvæði um skattskyldu aflandsfélaga. Þá hafa verið samþykkt lög sem heimila skattyfirvöldum kyrrsetningu eigna til tryggingar á vangoldnum sköttum vegna mála sem sæta rannsókn. • Lagt hefur verið fram frumvarp um fyrstu heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra. Þar er m.a. að finna reglur um gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum, um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og ítarlegri vernd heimildarmanna blaða- og fréttamanna. Margt fleira gæti ég nefnt en í þessum tveimur greinum hef ég farið yfir helstu þætti þeirrar róttæku uppstokkunar sem ríkisstjórnir mínar hafa beitt sér fyrir frá hruni. Því fer fjarri að enn sjái fyrir endann á þessum miklu breytingum og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis mun án efa benda á brotalamir sem enn hefur ekki verið tekið á. Frá fyrsta degi hafa ríkisstjórnir mínar verið einbeittar í því að breyta lagaumhverfi og vinnubrögðum til að tryggja að mistök fortíðarinnar endurtaki sig ekki og að endurreisnin verði byggð á traustum grunni til framtíðar. Þessu mikilvæga verkefni miðar vel og það er trú mín og vissa að niðurstöður þeirrar yfirgripsmiklu og fordæmalausa rannsóknar á aðdraganda hrunsins sem birtast mun þjóðinni á mánudaginn muni nýtast til enn frekari umbóta í þessum efnum.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun