Var illa við að skilja dýrin eftir á bænum 22. mars 2010 06:00 Vilborg segir verst að hafa þurft að skilja skepnurnar eftir en hún sleppti tveimur merum lausum áður en hún fór. Fréttablaðið/daníel „Auðvitað bregður manni fyrst en við urðum strax rórri þegar okkur var tjáð að þetta væri lítið gos,“ segir Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi í Hvítanesi í Vestur-Landeyjum, þegar henni var tilkynnt að byrjað væri að gjósa. Vilborg fékk símtal fljótlega eftir miðnætti á laugardagskvöld og var sagt að hún þyrfti að yfirgefa heimilið ásamt foreldrum sínum. Þau fengu gistingu hjá systur Vilborgar á Hvolsvelli. „Það kom sér vel að hún er í fríi á Kanarí. Við vorum fljót að taka okkur til en mamma tók að vísu ansi mikinn farangur með sér,“ segir Vilborg. Kindur, kýr og hestar eru á bænum og segir Vilborg að verst hafi verið að skilja skepnurnar eftir. „Mér var hugsað til dýranna áður en ég fór. Hrossin ganga flest laus, fyrir utan tvær merar sem voru inni í hesthúsi og ég sleppti lausum. Ég man að ég hugsaði með mér: Þetta er Eyjafjallajökull. Annaðhvort verður allt í lagi eða þetta fer illa. Sem betur fer fór allt vel í þetta sinn og dýrin voru öll róleg.“ Vilborg fékk að fara heim í gær til að huga að skepnunum og var að gefa hestunum þegar Fréttablaðið bar að garði. Hún hafði þá ekki fengið að vita hvort hún mætti sofa heima hjá sér í nótt. Hún kvaðst mundu fara heim ef það yrði heimilað en foreldrar hennar myndu gista heima hjá systur hennar að minnsta kosti eina nótt í viðbót. Þrátt fyrir afleitt skyggni sást bjarminn frá gosinu vel frá Hvítanesi aðfaranótt sunnudags. Vilborg segir þó ekki íþyngjandi tilhugsun að búa í grennd við virka eldstöð. „Þetta venst; ef það væri ekki þetta þá eitthvað annað. En nú hlýtur Katla að fara að rumska; það held ég að hljóti að vera.“ bergsteinn@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
„Auðvitað bregður manni fyrst en við urðum strax rórri þegar okkur var tjáð að þetta væri lítið gos,“ segir Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi í Hvítanesi í Vestur-Landeyjum, þegar henni var tilkynnt að byrjað væri að gjósa. Vilborg fékk símtal fljótlega eftir miðnætti á laugardagskvöld og var sagt að hún þyrfti að yfirgefa heimilið ásamt foreldrum sínum. Þau fengu gistingu hjá systur Vilborgar á Hvolsvelli. „Það kom sér vel að hún er í fríi á Kanarí. Við vorum fljót að taka okkur til en mamma tók að vísu ansi mikinn farangur með sér,“ segir Vilborg. Kindur, kýr og hestar eru á bænum og segir Vilborg að verst hafi verið að skilja skepnurnar eftir. „Mér var hugsað til dýranna áður en ég fór. Hrossin ganga flest laus, fyrir utan tvær merar sem voru inni í hesthúsi og ég sleppti lausum. Ég man að ég hugsaði með mér: Þetta er Eyjafjallajökull. Annaðhvort verður allt í lagi eða þetta fer illa. Sem betur fer fór allt vel í þetta sinn og dýrin voru öll róleg.“ Vilborg fékk að fara heim í gær til að huga að skepnunum og var að gefa hestunum þegar Fréttablaðið bar að garði. Hún hafði þá ekki fengið að vita hvort hún mætti sofa heima hjá sér í nótt. Hún kvaðst mundu fara heim ef það yrði heimilað en foreldrar hennar myndu gista heima hjá systur hennar að minnsta kosti eina nótt í viðbót. Þrátt fyrir afleitt skyggni sást bjarminn frá gosinu vel frá Hvítanesi aðfaranótt sunnudags. Vilborg segir þó ekki íþyngjandi tilhugsun að búa í grennd við virka eldstöð. „Þetta venst; ef það væri ekki þetta þá eitthvað annað. En nú hlýtur Katla að fara að rumska; það held ég að hljóti að vera.“ bergsteinn@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira