Sunnudagur: Vestanátt beinir gosmekki yfir Mýrdalsjökul. Búast má við öskufalli í Meðallandi og á Mýrdalssandi. Snýst í norðanátt í nótt, með öskufalli suður af Mýrdalsjökli.
Mánudagur: Ákveðin norðanátt ber gosmökk til suðurs frá Eyjafjallajökli. Öskufall því líklega einkum suður af gosstöðinni, en einnig má búast við einhverju öskufalli í Austur-Landeyjum og jafnvel í Vestmannaeyjum.
Þriðjudagur: Hæg breytileg átt á láglendi, en hvöss norðvestanátt í hærri loftlögum. Búast má við að gosaska berist því ekki langt frá gosstöðinni og þá einkum til suðausturs í átt að Vík í Mýrdal, en gæti þó dreifst talsvert umhverfis gosstöðina. Bjartviðri að mestu og ágætt skyggni, en lágskýjað og úrkoma um kvöldið.
Miðvikudagur: Norðan- og norðaustanátt og áfram fremur bjart veður. Reikna má með að öskufall verði einkum bundið við svæðið undir Eyjafjallajökli sunnanverðum. Einnig má búast við einhverju öskufalli í Austur-Landeyjum og Vestmannaeyjum.
Fimmtudagur: Líklega norðlæg átt, bjartviðri og gosmökkur til suðurs.
Spáin var unnin klukkan 16.30 í gær.
Spá Veðurstofu Íslands um öskufall
