Real Madrid minnkaði forskot Barcelona aftur í þrjú stig á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur í Almería í kvöld.
Real Madrid mátti alls ekki við því að tapa þessum leik ef liðið ætlaði að eiga einhvern möguleika á að vinna titilinn en Barcelona vann sannfærandi 3-0 sigur á Deportivo í gær.
Hollendingurinn Raphael van der Vaart tryggði Real Madrid stigin þrjú með marki á 69. mínútu sem kom eftir sendingu frá Argentínumanninum Gonzalo Higuaín.
Almería komst í 1-0 með marki Albert Crusat eftir aðeins 14 mínútna leik en Portúgalinn Cristiano Ronaldo jafnaði leikinn á 27. mínútu.