Afréttarinn mikli 17. mars 2010 06:00 Haustið 2008 reið stærsta fjármálakreppa allra tíma yfir á Íslandi. Á sama tíma sprakk risavaxin fasteignabóla og gengi krónunnar hrundi um helming. Efnahagslegar hamfarir af þessari stærðargráðu kalla óumflýjanlega á tímabundinn samdrátt í landsframleiðslu og aukningu atvinnuleysis. Hagkerfið þarf að laga sig að nýjum raunveruleika. Nýir atvinnuvegir þurfa að vaxa upp í stað þeirra sem hrundu. Ein stærsta spurningin sem stjórnvöld standa frammi fyrir er hvernig þau geta best hjálpað þessu ferli að eiga sér stað á sem stystum tíma en jafnframt með þeim hætti að verðmætasköpun verði sem mest til lengri tíma. Núverandi stjórnvöld hafa lagt höfuðáherslu á að koma fjármálakerfi landsins aftur í gang þannig að fjármagn geti á ný flætt frá sparifjáreigendum til frumkvöðla. Í þessu sambandi er markverðast að stjórnvöld hafa í raun einkavætt tvo af stóru bönkunum þremur hraðar en nokkur hefði þorað að vona fyrstu vikurnar eftir hrun. Þetta er í grunninn markaðsvæn stefna sem byggist á því að einkageiranum sé best treystandi til þess að byggja upp atvinnuvegi sem leiðir til hámarksverðmætasköpunar til lengri tíma. Því miður hefur vantraust á markaðsöflin lengi verið landlægt í stjórnmálum á Íslandi. Og slíkt vantraust virðist vera síst minna á hægri væng stjórnmálanna en þeim vinstri. Eða hvernig samrýmist það yfirlýstri hugmyndafræði hægrimanna að kalla í sífellu eftir „stefnu stjórnvalda í atvinnumálum"? Á ekki stefna stjórnvalda í atvinnumálum einungis að vera að skapa sterkan lagaramma og leyfa síðan einkaframtakinu að sjá um atvinnusköpun? Þvert á þessa hugmyndafræði virðist lausnin í huga margra alltaf vera sú sama þegar eitthvað bjátar á: Byggjum fleiri álver! Vitaskuld væri ekkert að því að á Íslandi risu fleiri álver á eðlilegum markaðsforsendum. En þá þarf að vera tryggt að arðurinn af orkuframleiðslunni renni til þjóðarinnar og að hann sé nægilega mikill til þess að vega upp þau umhverfisspjöll sem hljótast af. Hingað til hefur þetta alls ekki verið tryggt. Stjórnvöld hafa haldið orkuverði til stóriðju leyndu og því hefur verið engin leið fyrir kjósendur að mynda sér upplýsta skoðun á skynsemi stóriðjuframkvæmda. Við þessar aðstæður er hættan sú að óþol stjórnmálamanna gagnvart tímabundnum erfiðleikum sem fylgja aðlögun hagkerfisins að nýju jafnvægi leiði til þess að þeir veiti afslátt af arðsemiskröfum svo þeir geti keyrt hagkerfið áfram af handafli. Það kann ekki góðri lukku að stýra til lengri tíma. Orkuauðlindir þjóðarinnar eru einhver mestu verðmæti sem hún á. Þær eru takmörkuð auðlind og það væri stórslys ef þær væru seldar á útsölu af skammsýnum stjórnmálamönnum sem vantreysta sköpunarmætti þjóðarinnar. Áður en ráðist er í frekari stóriðju er nauðsynlegt að stjórnvöld móti stefnu í auðlindamálum sem tryggir að arðurinn af auðlindinni renni til þjóðarinnar. Aðlögunarferlið sem hagkerfið gengur í gegnum þessi misserin er óumflýjanlega mörgum erfitt. Það er því skiljanlegt að mikillar óþreyju gæti að atvinnuleysi minnki. Varðandi stefnu stjórnvalda vegast hér á tvö sjónarmið. Stjórnvöld gætu keyrt niður atvinnuleysi hratt með því að greiða fyrir uppbyggingu stóriðju. En ef of geyst er farið í því gæti það skaðað hagkerfið til lengri tíma. Hinn kosturinn er að þau einbeiti sér að því að skapa sterka umgjörð fyrir heilbrigt viðskiptalíf og treysti markaðsöflunum og sköpunarkrafti þjóðarinnar til þess að byggja upp nýja atvinnuvegi sem hámarka verðmætasköpun til lengri tíma. Seinni kosturinn kallar á þolinmæði þar sem uppbygging nýrra atvinnuvega tekur tíma. Höfundur er lektor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Haustið 2008 reið stærsta fjármálakreppa allra tíma yfir á Íslandi. Á sama tíma sprakk risavaxin fasteignabóla og gengi krónunnar hrundi um helming. Efnahagslegar hamfarir af þessari stærðargráðu kalla óumflýjanlega á tímabundinn samdrátt í landsframleiðslu og aukningu atvinnuleysis. Hagkerfið þarf að laga sig að nýjum raunveruleika. Nýir atvinnuvegir þurfa að vaxa upp í stað þeirra sem hrundu. Ein stærsta spurningin sem stjórnvöld standa frammi fyrir er hvernig þau geta best hjálpað þessu ferli að eiga sér stað á sem stystum tíma en jafnframt með þeim hætti að verðmætasköpun verði sem mest til lengri tíma. Núverandi stjórnvöld hafa lagt höfuðáherslu á að koma fjármálakerfi landsins aftur í gang þannig að fjármagn geti á ný flætt frá sparifjáreigendum til frumkvöðla. Í þessu sambandi er markverðast að stjórnvöld hafa í raun einkavætt tvo af stóru bönkunum þremur hraðar en nokkur hefði þorað að vona fyrstu vikurnar eftir hrun. Þetta er í grunninn markaðsvæn stefna sem byggist á því að einkageiranum sé best treystandi til þess að byggja upp atvinnuvegi sem leiðir til hámarksverðmætasköpunar til lengri tíma. Því miður hefur vantraust á markaðsöflin lengi verið landlægt í stjórnmálum á Íslandi. Og slíkt vantraust virðist vera síst minna á hægri væng stjórnmálanna en þeim vinstri. Eða hvernig samrýmist það yfirlýstri hugmyndafræði hægrimanna að kalla í sífellu eftir „stefnu stjórnvalda í atvinnumálum"? Á ekki stefna stjórnvalda í atvinnumálum einungis að vera að skapa sterkan lagaramma og leyfa síðan einkaframtakinu að sjá um atvinnusköpun? Þvert á þessa hugmyndafræði virðist lausnin í huga margra alltaf vera sú sama þegar eitthvað bjátar á: Byggjum fleiri álver! Vitaskuld væri ekkert að því að á Íslandi risu fleiri álver á eðlilegum markaðsforsendum. En þá þarf að vera tryggt að arðurinn af orkuframleiðslunni renni til þjóðarinnar og að hann sé nægilega mikill til þess að vega upp þau umhverfisspjöll sem hljótast af. Hingað til hefur þetta alls ekki verið tryggt. Stjórnvöld hafa haldið orkuverði til stóriðju leyndu og því hefur verið engin leið fyrir kjósendur að mynda sér upplýsta skoðun á skynsemi stóriðjuframkvæmda. Við þessar aðstæður er hættan sú að óþol stjórnmálamanna gagnvart tímabundnum erfiðleikum sem fylgja aðlögun hagkerfisins að nýju jafnvægi leiði til þess að þeir veiti afslátt af arðsemiskröfum svo þeir geti keyrt hagkerfið áfram af handafli. Það kann ekki góðri lukku að stýra til lengri tíma. Orkuauðlindir þjóðarinnar eru einhver mestu verðmæti sem hún á. Þær eru takmörkuð auðlind og það væri stórslys ef þær væru seldar á útsölu af skammsýnum stjórnmálamönnum sem vantreysta sköpunarmætti þjóðarinnar. Áður en ráðist er í frekari stóriðju er nauðsynlegt að stjórnvöld móti stefnu í auðlindamálum sem tryggir að arðurinn af auðlindinni renni til þjóðarinnar. Aðlögunarferlið sem hagkerfið gengur í gegnum þessi misserin er óumflýjanlega mörgum erfitt. Það er því skiljanlegt að mikillar óþreyju gæti að atvinnuleysi minnki. Varðandi stefnu stjórnvalda vegast hér á tvö sjónarmið. Stjórnvöld gætu keyrt niður atvinnuleysi hratt með því að greiða fyrir uppbyggingu stóriðju. En ef of geyst er farið í því gæti það skaðað hagkerfið til lengri tíma. Hinn kosturinn er að þau einbeiti sér að því að skapa sterka umgjörð fyrir heilbrigt viðskiptalíf og treysti markaðsöflunum og sköpunarkrafti þjóðarinnar til þess að byggja upp nýja atvinnuvegi sem hámarka verðmætasköpun til lengri tíma. Seinni kosturinn kallar á þolinmæði þar sem uppbygging nýrra atvinnuvega tekur tíma. Höfundur er lektor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar