Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar 27. nóvember 2025 12:15 Landssamtökin Þroskahjálp eru mannréttindasamtök sem beita sér fyrir því að allt fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og aðrir. Samtökin hafa um langt skeið vakið athygli á því að fatlaðar konur eru mun líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar. Ofbeldi gegn fötluðum konum getur tekið á sig mismunandi myndir, allt frá heimilisofbeldi til ofbeldis sem grundvallast á notkun tækni. Í ljósi þessa hefur Þroskahjálp lagt áherslu á að efla lagalega vernd, hvetja til fræðslu og þjálfunar fyrir lögreglu, saksóknara og dómskerfi og átt samtöl við þá sem vinna með þolendum ofbeldis til að tryggja sem best vernd og stuðning við hæfi fyrir fatlaða þolendur ofbeldis. Tvöföld jaðarsetning og stafrænt ofbeldi Fatlaðar konur búa við tvöfalda eða jafnvel margfalda jaðarsetningu — vegna kyns og fötlunar. Þar að auki getur kona tilheyrt fleiri jaðarsettum hópum, s.s hinsegin samfélaginu, verið af erlendum uppruna eða umsækjandi um alþjóðlega vernd. Rannsóknir sýna að hættan á því að vera þolandi ofbeldis sé sérstaklega áberandi hjá konum og stúlkum sem verða fyrir margfaldri eða samtvinnaðri mismunun og jaðarsetningu, þar á meðal vegna fötlunar. Konur sem búa við samtvinnaða jaðarsetningu eru útsettari fyrir ærumeiðandi orðræðu, ógnunum, netofsóknum og að persónupplýsingum þeirra séu dreift á netinu (e. doxxing). Þá fá þær síður viðeigandi vernd eða þann stuðning sem þær þurfa til að stöðva og/eða vinna úr ofbeldinu. Í skjóli internetsins, þar sem gerendur geta verið naflausir og fjarlægir, er auðvelt að beina spjótum að hópum sem fyrir eru jaðarsettir. Afleiðingar stafræns ofbeldis Stafrænt ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar. Í skýrslu um stafræna vídd ofbeldis, sem unnin var af The Platform of Independent Expert Mechanisms on Discrimination and Violence against Women kemur fram að netofbeldi og tæknimiðað ofbeldi er hluti af samfellu ofbeldis sem hefur líkamleg, andleg og efnahagsleg áhrif. Fatlaðar konur sem treysta á tækni til samskipta og sjálfstæðis eru í sérlega viðkvæmri stöðu – tölvuhakkarar eða gerendur geta jafnvel notað hjálpartækin sem þær treysta á, til að beita ofbeldi. Þá eru dæmi um að fatlaðar konur þurfi að hætta notkun samfélagsmiðla vegna stöðugs netáreitis, sem leiðir til félagslegrar einangrunar og enn frekari jaðarsetningar. Rannsóknir sýna skýrt mynstur Ályktun Afríkusambandsins frá 2022 um vernd kvenna gegn stafrænu ofbeldi í Afríku vekur athygli á umfanginu og áhrifunum og krefst þess að ríki innleiði löggjöf og stefnu auk þess að standa fyrir vitundarvakningu og þjálfun til að vernda konur í stafrænu rými. Sú ályktun tekur sérstaklega fram að vernda þurfi fatlaðar konur og tryggja aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn þeim í lögum. Í skýrslunni sem vísað er til hér að ofan er fjallað um að lög og reglur um stafrænt ofbeldi eru ekki samræmdar milli ríkja og að þolendur fái ekki viðeigandi stuðning. Þetta á við hér á landi líka – ekki er til sérstök löggjöf sem tekur á netofbeldi með hliðsjón af fötlun, og rannsóknir sýna að fatlaðir þolendur finna oft fyrir tómlæti í réttarkerfinu. Ábyrgð stjórnvalda og réttarkerfis Þroskahjálp hefur lengi bent á að réttarkerfið þurfi að taka ofbeldi gegn fötluðum konum alvarlega og tryggja að í rannsókn og meðferð slíkra mála sé þörfum þolenda mætt á viðeigandi hátt. Þjálfa þarf allt fagfólk sem kemur að ofbeldismálum: lögreglu, saksóknara, dómara, heilsu‑ og félagsþjónustu, svo það geti brugðist rétt við stafrænum birtingarmyndum ofbeldis gegn fötluðum konum. Slíkt krefst þess að stjórnvöld fjárfesti í fræðslu og að rannsóknir á hvers kyns netglæpum taki tillit til mismunandi jaðarsetningar. Hvað þarf að gera? ● Styrkja lög og stefnumótun: Á Íslandi vantar sértæka löggjöf sem skilgreinir stafrænt ofbeldi og verndar fatlaðar konur sérstaklega. Þetta er mjög mikilvægt í ljósi þess hversu líklegt það er að þær verði fyrir ofbeldi. ● Bæta öflun tölfræðigagna og rannsóknir: Skortur er á sundurliðuðum tölfræðigögnum um ofbeldi sem beinist að fötluðum konum, sem torveldar stefnumótun. ● Auka meðvitund: Vitundarvakning þarf að ná til almennings um skaðsemi stafræns ofbeldis og birtingarmyndir þess gagnvart fötluðum konum. ● Þjálfa fagfólk: Lögregla, starfsfólk dómstóla og aðrir innan réttarkerfisins þurfa að fá stöðuga fræðslu um stafrænt ofbeldi og fjalla þarf sérstaklega um birtingarmyndir þess gagnvart fötluðum konum sem og mikilvægi þess að mæta þörfum fatlaðra þolenda á viðeigandi hátt. ● Efla stuðningskerfi fyrir þolendur: Fatlaðir þolendur stafræns ofbeldis þurfa að eiga gott aðgengi að sérhæfðri ráðgjöf. Aukinn stuðningur við fatlaðar konur sem leita réttar síns getur dregið úr skaða og hjálpað þeim að vinna úr ofbeldinu. Hagnýt ráð til samfélagsins Til að uppræta stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum þarf bæði kerfisbreytingar og virka þátttöku almennings. Hér eru nokkur hagnýt ráð: 1. Vertu vakandi og gríptu inn í: Ef þú verður var/vör við stafrænt ofbeldi á samfélagsmiðlum, í spjallhópum eða annar staðar á netinu skaltu tilkynna það og sýna þolanda stuðning. Óvirkt áhorf geta styrkt gerendur. 2. Hafðu hugrekki til að kalla ofbeldið ofbeldi: Notaðu skýr orð yfir netáreiti og netofsóknir; um er að ræða ofbeldi sem á ekki að líðast. 3. Krefjumst aðgengilegra lausna: Hvetjið fyrirtæki og hönnuði til að gera öll forrit og tilkynningakerfi aðgengileg með skjálesara, táknmáli, auðlesnu máli og annarri stuðningstækni. Aðgengi er lykill að öryggi. 4. Taktu þátt í fræðslu og samræðum: Taktu þátt í umræðu og fræddu þig um birtingarmyndir stafræns ofbeldis og hvettu aðra til að gera slíkt hið sama. Fræðsla og skilningur skapar samfélag sem þekkir merki ofbeldis og bregst við. 5. Ákall til stjórnvalda: Setjum pressu á stjórnvöld og þingmenn að samþykkja löggjöf sem skilgreinir stafrænt ofbeldi og verndar fatlaða þolendur sérstaklega. Því fleiri sem tala fyrir breytingum, því meiri líkur eru á að þær verði að veruleika. Lokaorð Stafrænt ofbeldi hefur breytt landslagi ofbeldismála. Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru líklegri en aðrir til að verða fyrir ofbeldi. Brýnt er að efla vitund um þessa ömurlegu staðreynd og leggja áherslu á að koma í veg fyrir ofbeldið, sinna forvörnum, um leið og við gerum kerfið sem grípur þolendur ofbeldis betur í stakk búið til að mæta fjölbreyttum þörfum. UNiTE framtakið boðar heim þar sem engar konur eða stúlkur eru beittar ofbeldi. En sá heimur mun ekki verða að veruleika nema við horfum með opnum augum á tvöfalda eða margfalda jaðarsetningu fatlaðra kvenna og bregðumst við með stefnumótun, lagasetningu, fræðslu og samstöðu. Höfundur er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi Málefni fatlaðs fólks 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Landssamtökin Þroskahjálp eru mannréttindasamtök sem beita sér fyrir því að allt fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og aðrir. Samtökin hafa um langt skeið vakið athygli á því að fatlaðar konur eru mun líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar. Ofbeldi gegn fötluðum konum getur tekið á sig mismunandi myndir, allt frá heimilisofbeldi til ofbeldis sem grundvallast á notkun tækni. Í ljósi þessa hefur Þroskahjálp lagt áherslu á að efla lagalega vernd, hvetja til fræðslu og þjálfunar fyrir lögreglu, saksóknara og dómskerfi og átt samtöl við þá sem vinna með þolendum ofbeldis til að tryggja sem best vernd og stuðning við hæfi fyrir fatlaða þolendur ofbeldis. Tvöföld jaðarsetning og stafrænt ofbeldi Fatlaðar konur búa við tvöfalda eða jafnvel margfalda jaðarsetningu — vegna kyns og fötlunar. Þar að auki getur kona tilheyrt fleiri jaðarsettum hópum, s.s hinsegin samfélaginu, verið af erlendum uppruna eða umsækjandi um alþjóðlega vernd. Rannsóknir sýna að hættan á því að vera þolandi ofbeldis sé sérstaklega áberandi hjá konum og stúlkum sem verða fyrir margfaldri eða samtvinnaðri mismunun og jaðarsetningu, þar á meðal vegna fötlunar. Konur sem búa við samtvinnaða jaðarsetningu eru útsettari fyrir ærumeiðandi orðræðu, ógnunum, netofsóknum og að persónupplýsingum þeirra séu dreift á netinu (e. doxxing). Þá fá þær síður viðeigandi vernd eða þann stuðning sem þær þurfa til að stöðva og/eða vinna úr ofbeldinu. Í skjóli internetsins, þar sem gerendur geta verið naflausir og fjarlægir, er auðvelt að beina spjótum að hópum sem fyrir eru jaðarsettir. Afleiðingar stafræns ofbeldis Stafrænt ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar. Í skýrslu um stafræna vídd ofbeldis, sem unnin var af The Platform of Independent Expert Mechanisms on Discrimination and Violence against Women kemur fram að netofbeldi og tæknimiðað ofbeldi er hluti af samfellu ofbeldis sem hefur líkamleg, andleg og efnahagsleg áhrif. Fatlaðar konur sem treysta á tækni til samskipta og sjálfstæðis eru í sérlega viðkvæmri stöðu – tölvuhakkarar eða gerendur geta jafnvel notað hjálpartækin sem þær treysta á, til að beita ofbeldi. Þá eru dæmi um að fatlaðar konur þurfi að hætta notkun samfélagsmiðla vegna stöðugs netáreitis, sem leiðir til félagslegrar einangrunar og enn frekari jaðarsetningar. Rannsóknir sýna skýrt mynstur Ályktun Afríkusambandsins frá 2022 um vernd kvenna gegn stafrænu ofbeldi í Afríku vekur athygli á umfanginu og áhrifunum og krefst þess að ríki innleiði löggjöf og stefnu auk þess að standa fyrir vitundarvakningu og þjálfun til að vernda konur í stafrænu rými. Sú ályktun tekur sérstaklega fram að vernda þurfi fatlaðar konur og tryggja aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn þeim í lögum. Í skýrslunni sem vísað er til hér að ofan er fjallað um að lög og reglur um stafrænt ofbeldi eru ekki samræmdar milli ríkja og að þolendur fái ekki viðeigandi stuðning. Þetta á við hér á landi líka – ekki er til sérstök löggjöf sem tekur á netofbeldi með hliðsjón af fötlun, og rannsóknir sýna að fatlaðir þolendur finna oft fyrir tómlæti í réttarkerfinu. Ábyrgð stjórnvalda og réttarkerfis Þroskahjálp hefur lengi bent á að réttarkerfið þurfi að taka ofbeldi gegn fötluðum konum alvarlega og tryggja að í rannsókn og meðferð slíkra mála sé þörfum þolenda mætt á viðeigandi hátt. Þjálfa þarf allt fagfólk sem kemur að ofbeldismálum: lögreglu, saksóknara, dómara, heilsu‑ og félagsþjónustu, svo það geti brugðist rétt við stafrænum birtingarmyndum ofbeldis gegn fötluðum konum. Slíkt krefst þess að stjórnvöld fjárfesti í fræðslu og að rannsóknir á hvers kyns netglæpum taki tillit til mismunandi jaðarsetningar. Hvað þarf að gera? ● Styrkja lög og stefnumótun: Á Íslandi vantar sértæka löggjöf sem skilgreinir stafrænt ofbeldi og verndar fatlaðar konur sérstaklega. Þetta er mjög mikilvægt í ljósi þess hversu líklegt það er að þær verði fyrir ofbeldi. ● Bæta öflun tölfræðigagna og rannsóknir: Skortur er á sundurliðuðum tölfræðigögnum um ofbeldi sem beinist að fötluðum konum, sem torveldar stefnumótun. ● Auka meðvitund: Vitundarvakning þarf að ná til almennings um skaðsemi stafræns ofbeldis og birtingarmyndir þess gagnvart fötluðum konum. ● Þjálfa fagfólk: Lögregla, starfsfólk dómstóla og aðrir innan réttarkerfisins þurfa að fá stöðuga fræðslu um stafrænt ofbeldi og fjalla þarf sérstaklega um birtingarmyndir þess gagnvart fötluðum konum sem og mikilvægi þess að mæta þörfum fatlaðra þolenda á viðeigandi hátt. ● Efla stuðningskerfi fyrir þolendur: Fatlaðir þolendur stafræns ofbeldis þurfa að eiga gott aðgengi að sérhæfðri ráðgjöf. Aukinn stuðningur við fatlaðar konur sem leita réttar síns getur dregið úr skaða og hjálpað þeim að vinna úr ofbeldinu. Hagnýt ráð til samfélagsins Til að uppræta stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum þarf bæði kerfisbreytingar og virka þátttöku almennings. Hér eru nokkur hagnýt ráð: 1. Vertu vakandi og gríptu inn í: Ef þú verður var/vör við stafrænt ofbeldi á samfélagsmiðlum, í spjallhópum eða annar staðar á netinu skaltu tilkynna það og sýna þolanda stuðning. Óvirkt áhorf geta styrkt gerendur. 2. Hafðu hugrekki til að kalla ofbeldið ofbeldi: Notaðu skýr orð yfir netáreiti og netofsóknir; um er að ræða ofbeldi sem á ekki að líðast. 3. Krefjumst aðgengilegra lausna: Hvetjið fyrirtæki og hönnuði til að gera öll forrit og tilkynningakerfi aðgengileg með skjálesara, táknmáli, auðlesnu máli og annarri stuðningstækni. Aðgengi er lykill að öryggi. 4. Taktu þátt í fræðslu og samræðum: Taktu þátt í umræðu og fræddu þig um birtingarmyndir stafræns ofbeldis og hvettu aðra til að gera slíkt hið sama. Fræðsla og skilningur skapar samfélag sem þekkir merki ofbeldis og bregst við. 5. Ákall til stjórnvalda: Setjum pressu á stjórnvöld og þingmenn að samþykkja löggjöf sem skilgreinir stafrænt ofbeldi og verndar fatlaða þolendur sérstaklega. Því fleiri sem tala fyrir breytingum, því meiri líkur eru á að þær verði að veruleika. Lokaorð Stafrænt ofbeldi hefur breytt landslagi ofbeldismála. Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru líklegri en aðrir til að verða fyrir ofbeldi. Brýnt er að efla vitund um þessa ömurlegu staðreynd og leggja áherslu á að koma í veg fyrir ofbeldið, sinna forvörnum, um leið og við gerum kerfið sem grípur þolendur ofbeldis betur í stakk búið til að mæta fjölbreyttum þörfum. UNiTE framtakið boðar heim þar sem engar konur eða stúlkur eru beittar ofbeldi. En sá heimur mun ekki verða að veruleika nema við horfum með opnum augum á tvöfalda eða margfalda jaðarsetningu fatlaðra kvenna og bregðumst við með stefnumótun, lagasetningu, fræðslu og samstöðu. Höfundur er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun