
Ísland og kynjajafnréttið
WEF mælir kynjabilið á fjórum mælikvörðum: efnahagslegri þátttöku og tækifærum, menntun, pólitískri þátttöku og heilsu. Efnahagsleg þátttaka og tækifæri fela í sér atvinnuþátttöku, laun fyrir sambærileg störf, heildaratvinnutekjur og hlutfall kynja meðal stjórnenda og sérfræðinga. Menntun felur í sér læsi, grunnmenntun, framhaldsskólamenntun og háskólamenntun. Heilsa felur í sér líkur á heilbrigðu lífi og kynjahlutfall meðal nýbura. Loks fela stjórnmál í sér hlutfall kynja á þingi, meðal ráðherra og þann árafjölda sl. hálfa öld sem kona hefur verið þjóðhöfðingi. WEF hefur mælt kynjabilið síðan 2006 og allt til 2008 var Ísland í 4. sæti á eftir Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Árið 2009 brá svo við að Ísland fór upp fyrir hin Norðurlöndin. Það vekur athygli að þessi breyting varð eftir hrunið 2008. Breytingin segir sína sögu bæði um mælinguna sjálfa en einnig um stöðu mála á Íslandi.
Í skýrslu WEF mælist kynjabilið lítið í heilsu og menntun og gildir það fyrir allar þjóðir. Mælistikan á heilsu er fremur þröng og þar gildir að heilbrigðisþjónusta eða heilsa þjóðar getur verið slök, en ef hún er jafnslök hjá körlum og konum mælist ekkert kynjabil. Þá hefur yfir 90% menntunarbilsins verið lokað í meira en átta af hverjum tíu þjóðum heims.
Til að skýra þetta má taka dæmi af læsi sem er ein mælistikan. Í fátæku landi getur ólæsi verið útbreitt en ef það er jafnalgengt meðal karla og kvenna mælist ekkert kynjabil. Ísland er í hópi þeirra 22 þjóða sem alveg hafa lokað kynjabilinu í menntun skv. skilgreiningu WEF, en fleiri konur en karlar hafa langskólamenntun hérlendis eins og í fjölmörgum öðrum löndum.
Það sem ræður úrslitum um röðun landa á listanum er í raun tveir flokkar, atvinnuþátttaka og efnahagsleg tækifæri, og pólitísk þátttaka. Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er með því mesta sem gerist í heiminum. Ísland nær þó eingöngu 0,75 stigum af 1,0 í efnahagslegri þátttöku og tækifærum í heild og er í 18. sæti, á eftir öllum hinum Norðurlöndunum. Hlutfall kvenna meðal sérfræðinga ýtir mælingunni upp enda menntunarstig kvenna hátt. Aðrir þættir draga Ísland niður, s.s. launamunur fyrir sambærileg störf og kynjabil í heildaratvinnutekjum. Af þessu er ljóst að afrakstur kvenna af menntun sinni og mannauði er ekki í samræmi við karla og lýsa skýrsluhöfundar sérstökum áhyggjum af þessu (Hausmann 2010, bls. 21).
Það er reyndar stjórnmálaþátttaka sem fleytir Íslandi í 1. sæti í heildarmælingu WEF en Ísland er þar efst landa með 0,68 stig af 1,0. Það er athyglisvert að sterkasta land heims á þessu sviði nái ekki hærra en svo. Hér munar einna mest um forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur sem fleytir Íslandi talsvert yfir hin Norðurlöndin. Þá vegur hlutfall kvenna á þingi og meðal ráðherra þungt en þar hefur Ísland löngum staðið hinum Norðurlöndunum að baki. Kynjahlutföllin í stjórnmálunum breyttust eftir hrun með auknu fylgi félagshyggjuflokka en rannsóknir sýna að þeir eru almennt líklegri en aðrir flokkar til að skapa rými fyrir konur.
Á sama tíma og ástæða er til að gleðjast yfir góðri útkomu Íslands í mælingu WEF er vert að vara við ógagnrýnni túlkun á niðurstöðunum. Sérstaða Norðurlanda á heimsvísu skýrist af öflugu hagkerfi, vestrænum lýðræðishefðum, opinberu velferðarkerfi og áherslu á jöfnuð. Þetta hefur fært konum og körlum á Norðurlöndum betri og jafnari lífsgæði en þekkjast víðast hvar sem birtist skýrt í mælingu WEF. Þetta er mikilsvert og mikilvægt að Norðurlandabúar grein sér fyrir þessum forréttindum. En það er líka mikilvægt að við Íslendingar skoðum niðurstöður WEF gagnrýnum augum í ljósi atburða síðustu ára, skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og ekki síst kynjagreiningar hennar sem er viðauki með skýrslu þingmannanefndar. Þjóðhverf sjálfumgleði og ofurtrú á eigið ágæti komu Íslendingum í vonda stöðu. Fyrsta sæti í mælingu WEF þýðir ekki að kynjajafnrétti hafi verið náð, það setur okkur hins vegar þá ábyrgð á hendur að sýna gott fordæmi með því að gera enn betur.
Skoðun

Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Verndum vörumerki í tónlist
Eiríkur Sigurðsson skrifar

Hann valdi sér nafnið Leó
Bjarni Karlsson skrifar

Misskilin sjálfsmynd
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hvenær er nóg nóg?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Byggðalína eða Borgarlína
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Úlfar sem forðast sól!
Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar

Aldrei aftur
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Tala ekki um lokamarkmiðið
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf
Einar G. Harðarson skrifar

Þétting í þágu hverra?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu
Þórður Snær Júlíusson skrifar

POTS er ekki tískubylgja
Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar

Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024
Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Ægir Örn Arnarson skrifar

Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið
Arnar Þór Jónsson skrifar

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu
Clara Ganslandt skrifar

Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig!
Magnús Guðmundsson skrifar

Vetrarvirkjanir
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði
Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough
Kjartan Sveinsson skrifar

Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum
Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar

Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur
Davíð Routley skrifar

Börn innan seilingar
Árni Guðmundsson skrifar

Hallarekstur í Hafnarfirði
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Hvers konar Evrópuríki viljum við vera?
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu
Ólafur Adolfsson skrifar