Tunga og hjarta þykir lostæti ytra 20. maí 2010 04:45 Hrafnreyður KÓ-100 Nýuppgert skip Hrefnuveiðimanna ehf. er ekki ósvipað á litinn og hrefnan sjálf sem því er ætlað að veiða. Gert er út frá Kópavogshöfn. Fréttablaðið/Vilhelm Hrafnreyður KÓ-100 heitir nýuppgert skip Hrefnuveiðimanna ehf. sem fékk í gær haffærisskírteini og hélt samdægurs út til veiða frá Kópavogshöfn. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, var með í þessari fyrstu för skipsins. „Það er nú aðallega til að fylgjast með og hjálpa til, því að við ætlum nú í fyrsta sinn að skera úr hrefnunni bæði tungu og hjarta,“ segir hann. Kjötið af dýrunum fer á innanlandsmarkað, en tungu og hjörtu eru seld til fyrirtækis sem svo aftur selur þau úr landi. Gunnar segir tungu og hjarta hrefnunnar þykja sérstakt lostæti í Japan og sjálfsagt að nýta sóknarfæri í að selja þá hluta skepnunnar úr landi. „Þetta hefur ekkert verið nýtt hér heima.“ Gunnar segir að því stefnt að undir haust verði Hrafnreyður búin að veiða 80 dýr. Kvóti vertíðarinnar er hins vegar 200 dýr. Hrafnreyður er annar báturinn til að halda af stað á þessari vertíð, en Dröfn RE hélt til fyrstu veiða í apríllok. Líkur eru þó á að Hrafnreyður verði fyrst með feng að landi, því Dröfn var kölluð í önnur verkefni áður en til þess kom að sjómenn þar veiddu hrefnu. Gunnar Bergmann segir stefnt að því að nýta innyfli skepnunnar eins og hægt er, lifur þar á meðal, en einnig þekkist að bein séu seld í handverk. Til dæmis hafi listamaðurinn Matthew Barney, eiginmaður Bjarkar Guðmundsdóttur, fest kaup á rifbeinum eins hvals í fyrra. „Beinin notaði hann svo í handrið við hús þeirra,“ segir hann. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því hörðum höndum að gera Hrafnreyði haffæra, en báturinn er hinn vistlegasti eftir endurbæturnar. Þegar hvalur hefur verið skotinn er hann dreginn á dekk við skut skipsins og skorinn þar í bita. Kjöt og annað nýtilegt er svo fært niður á millidekk til frekari aðgerðar og í kælingu. Fimm til átta eru í áhöfn í hverri ferð og vistarverur áhafnar vistlegar, í þremur litlum káetum með kojum. Á vefnum hrefna.is kemur fram að Hrafnreyður verði við veiðar á Faxaflóa út maí, en síðan sé áætlað að fara á önnur svæði. Kjöt af skepnum sem veiðast verður flutt í kjötvinnslu Hrefnuveiðimanna við Bakkabraut í Kópavogi. Þar er því pakkað og selt í verslanir og veitingahús. olikr@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Hrafnreyður KÓ-100 heitir nýuppgert skip Hrefnuveiðimanna ehf. sem fékk í gær haffærisskírteini og hélt samdægurs út til veiða frá Kópavogshöfn. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, var með í þessari fyrstu för skipsins. „Það er nú aðallega til að fylgjast með og hjálpa til, því að við ætlum nú í fyrsta sinn að skera úr hrefnunni bæði tungu og hjarta,“ segir hann. Kjötið af dýrunum fer á innanlandsmarkað, en tungu og hjörtu eru seld til fyrirtækis sem svo aftur selur þau úr landi. Gunnar segir tungu og hjarta hrefnunnar þykja sérstakt lostæti í Japan og sjálfsagt að nýta sóknarfæri í að selja þá hluta skepnunnar úr landi. „Þetta hefur ekkert verið nýtt hér heima.“ Gunnar segir að því stefnt að undir haust verði Hrafnreyður búin að veiða 80 dýr. Kvóti vertíðarinnar er hins vegar 200 dýr. Hrafnreyður er annar báturinn til að halda af stað á þessari vertíð, en Dröfn RE hélt til fyrstu veiða í apríllok. Líkur eru þó á að Hrafnreyður verði fyrst með feng að landi, því Dröfn var kölluð í önnur verkefni áður en til þess kom að sjómenn þar veiddu hrefnu. Gunnar Bergmann segir stefnt að því að nýta innyfli skepnunnar eins og hægt er, lifur þar á meðal, en einnig þekkist að bein séu seld í handverk. Til dæmis hafi listamaðurinn Matthew Barney, eiginmaður Bjarkar Guðmundsdóttur, fest kaup á rifbeinum eins hvals í fyrra. „Beinin notaði hann svo í handrið við hús þeirra,“ segir hann. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því hörðum höndum að gera Hrafnreyði haffæra, en báturinn er hinn vistlegasti eftir endurbæturnar. Þegar hvalur hefur verið skotinn er hann dreginn á dekk við skut skipsins og skorinn þar í bita. Kjöt og annað nýtilegt er svo fært niður á millidekk til frekari aðgerðar og í kælingu. Fimm til átta eru í áhöfn í hverri ferð og vistarverur áhafnar vistlegar, í þremur litlum káetum með kojum. Á vefnum hrefna.is kemur fram að Hrafnreyður verði við veiðar á Faxaflóa út maí, en síðan sé áætlað að fara á önnur svæði. Kjöt af skepnum sem veiðast verður flutt í kjötvinnslu Hrefnuveiðimanna við Bakkabraut í Kópavogi. Þar er því pakkað og selt í verslanir og veitingahús. olikr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira