Forseti spænska úrvalsdeildarliðsins Mallorca, Josep Pons, hefur tímabundið verið vikið úr starfi í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni.
Pons var áður sendiherra Spánverja í Austurríki. Kona sem vann í sendiráðinu hefur nú kært Pons fyrir kynferðislega áreitni og það varð þess valdandi að hann missti starfið. Í bili að minnsta kosti.
Pons er allt annað en sáttur við þau málalok og heldur fram sakleysi sínu í málinu.