Enn um landhreinsun Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 5. nóvember 2010 06:00 Dálkahöfundur Fréttablaðsins þykist kunna skýringu á því, hvers vegna ég get ekki mælt með Árna Mathiesen í stjórnunarstöðu hjá FAO vegna ferils hans í aðdraganda hruns. Skýring Björns er einföld: "Í hans ráðherratíð (þ.e. Jóns Baldvins) réði hann nefnilega ekki - eða studdi til starfa - aðra en samflokksmenn". Ég efast um, að t.d. Ingimundur Sigfússon, fv. formaður fjáröflunarnefndar Sjálfstæðisflokksins, sem ég skipaði sendiherra, telji það kompliment að vera stimplaður krati. Alla vega er þessi fullyrðing blaðamannsins ekki sannleikanum samkvæm. Fæstir þeirra sem ég "studdi til starfa", hefðu gengist við því að vera kratar, enda ráðnir í þjónustuna af utanríkisráðherrum helmingaaskiptaflokkanna. Það var því varla öðrum til að dreifa til "að styðja til starfa", eins og Björn orðar það. Þannig skipaði ég fyrstu konuna í sendiherraembætti, Sigríði Snævarr, eiginkonu Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins Hins vegar kannast ég ekki við að nánustu samstarfsmenn mínir í EES- samningunum, t.d. Hannes Hafstein, aðalsamningamaður, eða sendiherrarnir Gunnar Snorri Gunnarsson og Einar Benediktsson hafi verið í Alþýðuflokknum. Heyrði ég rétt, að Einar hafi verið að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum? Ég sá hins vegar enga ástæðu til að setja sósíaldemókrata í "Berufsverbot" (atvinnubann), þegar starfshæfni þeirra var óvéfengjanleg. Gott dæmi um það var skipun Kjartans Jóhannssonar sendiherra hjá EFTA. Kjartan er doktor í verk - og hagfræði og reyndist svo vel í starfi, að hann þótti eftirsóttur sem framkvæmdastjóri EFTA. Tímabilið 1988-94 er lengsta samdráttarskeið lýðveldissögunnar. Af sparnaðarástæðum var því lengst af ráðningarbann í gildi, þ.e. nýtt fólk var aðeins ráðið til starfa í stað þeirra sem hættu. Í góðærinu fram að hruni fjölgaði starfsmönnum utanríkisþjónustunnar gríðarlega.Vonandi verður þó langt í það, að annar utanríkisráðherra slái met Davíðs Oddssonar, sem skipaði ellefu sendiherra - flesta hverja pólitíska trúnaðarmenn sína - á þeim fáum mánuðum, sem hann gisti ráðuneytið, áður en hann stýrði Seðlabankanum í hrun. Vilji lesendur hins vegar forvitnast um það, hvers vegna ég tel, að utanríkisráðherra hefði átt að láta ógert að senda Mathiesen til Rómar, geta menn séð rökstuðning minn fyrir því í greininni (Land)hreinsun á heimasíðu minni: jbh.is. Ætli okkur veiti af að efla annars konar útflutningi næstu misserin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Dálkahöfundur Fréttablaðsins þykist kunna skýringu á því, hvers vegna ég get ekki mælt með Árna Mathiesen í stjórnunarstöðu hjá FAO vegna ferils hans í aðdraganda hruns. Skýring Björns er einföld: "Í hans ráðherratíð (þ.e. Jóns Baldvins) réði hann nefnilega ekki - eða studdi til starfa - aðra en samflokksmenn". Ég efast um, að t.d. Ingimundur Sigfússon, fv. formaður fjáröflunarnefndar Sjálfstæðisflokksins, sem ég skipaði sendiherra, telji það kompliment að vera stimplaður krati. Alla vega er þessi fullyrðing blaðamannsins ekki sannleikanum samkvæm. Fæstir þeirra sem ég "studdi til starfa", hefðu gengist við því að vera kratar, enda ráðnir í þjónustuna af utanríkisráðherrum helmingaaskiptaflokkanna. Það var því varla öðrum til að dreifa til "að styðja til starfa", eins og Björn orðar það. Þannig skipaði ég fyrstu konuna í sendiherraembætti, Sigríði Snævarr, eiginkonu Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins Hins vegar kannast ég ekki við að nánustu samstarfsmenn mínir í EES- samningunum, t.d. Hannes Hafstein, aðalsamningamaður, eða sendiherrarnir Gunnar Snorri Gunnarsson og Einar Benediktsson hafi verið í Alþýðuflokknum. Heyrði ég rétt, að Einar hafi verið að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum? Ég sá hins vegar enga ástæðu til að setja sósíaldemókrata í "Berufsverbot" (atvinnubann), þegar starfshæfni þeirra var óvéfengjanleg. Gott dæmi um það var skipun Kjartans Jóhannssonar sendiherra hjá EFTA. Kjartan er doktor í verk - og hagfræði og reyndist svo vel í starfi, að hann þótti eftirsóttur sem framkvæmdastjóri EFTA. Tímabilið 1988-94 er lengsta samdráttarskeið lýðveldissögunnar. Af sparnaðarástæðum var því lengst af ráðningarbann í gildi, þ.e. nýtt fólk var aðeins ráðið til starfa í stað þeirra sem hættu. Í góðærinu fram að hruni fjölgaði starfsmönnum utanríkisþjónustunnar gríðarlega.Vonandi verður þó langt í það, að annar utanríkisráðherra slái met Davíðs Oddssonar, sem skipaði ellefu sendiherra - flesta hverja pólitíska trúnaðarmenn sína - á þeim fáum mánuðum, sem hann gisti ráðuneytið, áður en hann stýrði Seðlabankanum í hrun. Vilji lesendur hins vegar forvitnast um það, hvers vegna ég tel, að utanríkisráðherra hefði átt að láta ógert að senda Mathiesen til Rómar, geta menn séð rökstuðning minn fyrir því í greininni (Land)hreinsun á heimasíðu minni: jbh.is. Ætli okkur veiti af að efla annars konar útflutningi næstu misserin.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar