Enn um landhreinsun Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 5. nóvember 2010 06:00 Dálkahöfundur Fréttablaðsins þykist kunna skýringu á því, hvers vegna ég get ekki mælt með Árna Mathiesen í stjórnunarstöðu hjá FAO vegna ferils hans í aðdraganda hruns. Skýring Björns er einföld: "Í hans ráðherratíð (þ.e. Jóns Baldvins) réði hann nefnilega ekki - eða studdi til starfa - aðra en samflokksmenn". Ég efast um, að t.d. Ingimundur Sigfússon, fv. formaður fjáröflunarnefndar Sjálfstæðisflokksins, sem ég skipaði sendiherra, telji það kompliment að vera stimplaður krati. Alla vega er þessi fullyrðing blaðamannsins ekki sannleikanum samkvæm. Fæstir þeirra sem ég "studdi til starfa", hefðu gengist við því að vera kratar, enda ráðnir í þjónustuna af utanríkisráðherrum helmingaaskiptaflokkanna. Það var því varla öðrum til að dreifa til "að styðja til starfa", eins og Björn orðar það. Þannig skipaði ég fyrstu konuna í sendiherraembætti, Sigríði Snævarr, eiginkonu Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins Hins vegar kannast ég ekki við að nánustu samstarfsmenn mínir í EES- samningunum, t.d. Hannes Hafstein, aðalsamningamaður, eða sendiherrarnir Gunnar Snorri Gunnarsson og Einar Benediktsson hafi verið í Alþýðuflokknum. Heyrði ég rétt, að Einar hafi verið að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum? Ég sá hins vegar enga ástæðu til að setja sósíaldemókrata í "Berufsverbot" (atvinnubann), þegar starfshæfni þeirra var óvéfengjanleg. Gott dæmi um það var skipun Kjartans Jóhannssonar sendiherra hjá EFTA. Kjartan er doktor í verk - og hagfræði og reyndist svo vel í starfi, að hann þótti eftirsóttur sem framkvæmdastjóri EFTA. Tímabilið 1988-94 er lengsta samdráttarskeið lýðveldissögunnar. Af sparnaðarástæðum var því lengst af ráðningarbann í gildi, þ.e. nýtt fólk var aðeins ráðið til starfa í stað þeirra sem hættu. Í góðærinu fram að hruni fjölgaði starfsmönnum utanríkisþjónustunnar gríðarlega.Vonandi verður þó langt í það, að annar utanríkisráðherra slái met Davíðs Oddssonar, sem skipaði ellefu sendiherra - flesta hverja pólitíska trúnaðarmenn sína - á þeim fáum mánuðum, sem hann gisti ráðuneytið, áður en hann stýrði Seðlabankanum í hrun. Vilji lesendur hins vegar forvitnast um það, hvers vegna ég tel, að utanríkisráðherra hefði átt að láta ógert að senda Mathiesen til Rómar, geta menn séð rökstuðning minn fyrir því í greininni (Land)hreinsun á heimasíðu minni: jbh.is. Ætli okkur veiti af að efla annars konar útflutningi næstu misserin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Dálkahöfundur Fréttablaðsins þykist kunna skýringu á því, hvers vegna ég get ekki mælt með Árna Mathiesen í stjórnunarstöðu hjá FAO vegna ferils hans í aðdraganda hruns. Skýring Björns er einföld: "Í hans ráðherratíð (þ.e. Jóns Baldvins) réði hann nefnilega ekki - eða studdi til starfa - aðra en samflokksmenn". Ég efast um, að t.d. Ingimundur Sigfússon, fv. formaður fjáröflunarnefndar Sjálfstæðisflokksins, sem ég skipaði sendiherra, telji það kompliment að vera stimplaður krati. Alla vega er þessi fullyrðing blaðamannsins ekki sannleikanum samkvæm. Fæstir þeirra sem ég "studdi til starfa", hefðu gengist við því að vera kratar, enda ráðnir í þjónustuna af utanríkisráðherrum helmingaaskiptaflokkanna. Það var því varla öðrum til að dreifa til "að styðja til starfa", eins og Björn orðar það. Þannig skipaði ég fyrstu konuna í sendiherraembætti, Sigríði Snævarr, eiginkonu Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins Hins vegar kannast ég ekki við að nánustu samstarfsmenn mínir í EES- samningunum, t.d. Hannes Hafstein, aðalsamningamaður, eða sendiherrarnir Gunnar Snorri Gunnarsson og Einar Benediktsson hafi verið í Alþýðuflokknum. Heyrði ég rétt, að Einar hafi verið að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum? Ég sá hins vegar enga ástæðu til að setja sósíaldemókrata í "Berufsverbot" (atvinnubann), þegar starfshæfni þeirra var óvéfengjanleg. Gott dæmi um það var skipun Kjartans Jóhannssonar sendiherra hjá EFTA. Kjartan er doktor í verk - og hagfræði og reyndist svo vel í starfi, að hann þótti eftirsóttur sem framkvæmdastjóri EFTA. Tímabilið 1988-94 er lengsta samdráttarskeið lýðveldissögunnar. Af sparnaðarástæðum var því lengst af ráðningarbann í gildi, þ.e. nýtt fólk var aðeins ráðið til starfa í stað þeirra sem hættu. Í góðærinu fram að hruni fjölgaði starfsmönnum utanríkisþjónustunnar gríðarlega.Vonandi verður þó langt í það, að annar utanríkisráðherra slái met Davíðs Oddssonar, sem skipaði ellefu sendiherra - flesta hverja pólitíska trúnaðarmenn sína - á þeim fáum mánuðum, sem hann gisti ráðuneytið, áður en hann stýrði Seðlabankanum í hrun. Vilji lesendur hins vegar forvitnast um það, hvers vegna ég tel, að utanríkisráðherra hefði átt að láta ógert að senda Mathiesen til Rómar, geta menn séð rökstuðning minn fyrir því í greininni (Land)hreinsun á heimasíðu minni: jbh.is. Ætli okkur veiti af að efla annars konar útflutningi næstu misserin.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar