Wikileaks: Telja Kína stunda iðnnjósnir hér 4. desember 2010 09:00 Kínverjar eru taldir stunda iðnnjósnir, sem beinast að rannsóknum fyrirtækja á sviði erfðagreiningar og læknisfræði hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslum bandaríska sendiráðsins í Reykjavík til utanríkisráðuneytisins í Washington. Skjölin eru á meðal þeirra sem lekið var til vefsíðunnar Wikileaks, en Fréttablaðið hefur hluta þeirra undir höndum. Í skýrslu, sem dagsett er 26. febrúar í fyrra, er fjallað um ástand öryggismála á Íslandi. Þar segir: „Talið er að Kínverjar stundi iðnnjósnir á sviði erfðagreiningar og læknisfræðilegra rannsókna á Íslandi." Skjalið er merkt „leyndarmál" og afrit send leyniþjónustunni CIA, alríkislögreglunni FBI og leyniþjónustu hersins, DIA. Í annarri skýrslu, sem send er á aðfangadag í fyrra og sömuleiðis merkt sem leyndarmál, er greint frá árlegum fundi gagnnjósnahóps sendiráðsins sem Sam Watson, staðgengill sendiherra, stjórnaði. Þar kemur fram að Bandaríkjamenn telji að Kínverjar „haldi áfram" iðnnjósnum á Íslandi, annars vegar með hefðbundnum njósnum (human intelligence) og hins vegar með tæknibúnaði, en það getur falið í sér símhleranir og njósnir á netinu, til dæmis innbrot í gagnabanka. Í sama skjali segir að talið sé að Rússar fylgist með njósnum Kínverja. Staðgengill sendiherra Rússlands í Reykjavík sé álitinn sérfræðingur í málefnum Kína. Þar mun átt við Valery I. Birjúkov sendiráðunaut, en hann starfaði meðal annars í Kína á vegum sovézku utanríkisþjónustunnar á níunda áratugnum. Kínversk stjórnvöld eru talin stunda umfangsmiklar iðnnjósnir um allan heim. Vestrænir sérfræðingar hafa talið að allt að milljón manns séu á þeirra snærum við að stela viðskiptaleyndarmálum, en Rússar séu næstduglegastir við iðnnjósnirnar, með hundruð þúsunda útsendara. Í viðtali í brezka blaðinu Guardian í júlí í fyrra sagði hátt settur þýzkur gagnnjósnasérfræðingur, Walter Opfermann, að Kínverjar notuðu margvíslegar aðferðir, allt frá gamaldags njósnurum til símahlerana og netnjósna, til að stela viðskiptaleyndarmálum af þýzkum fyrirtækjum. „Kínverjar vilja verða mesta efnahagsveldi heims fyrir árið 2020," sagði Opfermann. „Til þess þurfa þeir skjóta og mikla yfirfærslu tæknilegra upplýsinga, sem hægt er að komast yfir í þróuðum iðnríkjum."- óþs / Fréttir WikiLeaks Tengdar fréttir Wikileaks: Vildu senda Guantanamo fanga til Íslands Snemma árs 2007, meðan George W. Bush var enn forseti Bandaríkjanna, fóru bandarísk stjórnvöld þess á leit við Íslendinga að taka við föngum frá Guantanamo á Kúbu. Þetta kemur fram í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 4. desember 2010 08:45 Wikileaks: Viðurkenndi sig ekki sem vanda Carol Van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, taldi Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóra, ekki skilja hversu mikill vandi hann sjálfur hafi verið í endurreisnarstarfinu eftir bankahrunið. 4. desember 2010 08:30 Wikileaks: Bandaríkin furðuðu sig á samskiptaleysi Íslendinga Tal um fjárhagsaðstoð Rússa við Ísland í bankahruninu í októberbyrjun 2008 var tilefni vangaveltna í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi um hvort Bandaríkjastjórn þyrfti að hafa hér frekari hönd í bagga. Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, taldi ekki fullreynt af hálfu íslenskra stjórnvalda hvort hjálp væri í boði frá Bandaríkjunum. 4. desember 2010 06:00 Wikileaks: Jóhanna hótaði að segja af sér Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði nokkrum þingmönnum Vinstri grænna í júlí í fyrra að hún væri að missa þolinmæðina og að hún myndi segja af sér innan fárra daga ef þeir styddu ekki samkomulag sem náðst hafði í Icesave-málinu. 4. desember 2010 07:30 Wikileaks: Steingrímur kom bandaríska sendiráðinu á óvart „Sumum til undrunar er Sigfússon að sanna sig sem alvarlegur og ábyrgur fjármálaráðherra," segir í skýrslu Neils Klopfenstein sendiráðunauts í bandaríska sendiráðinu 4. júní 2009. Daginn áður átti Steingrímur J. Sigfússon fund með Klopfenstein og ræddi stöðu ýmissa lykilmála á Íslandi. 4. desember 2010 07:00 Wikileaks: Georg olli Birni vonbrigðum Stefán Eiríksson fullyrðir snemma árs að Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi valdið Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra vonbrigðum, þótt Björn hafi persónulega valið Georg í embættið árið 2005. 4. desember 2010 06:30 Wikileaks: Sáttatónn Geirs pirraði Björn Þann 26. maí 2006, hálfum öðrum mánuði eftir að Bandaríkjamenn tilkynntu um brottför hersins, skrifar Carol Van Voorst sendiherra stjórnvöldum í Washington greinargerð um þá kenningu Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, að væri Davíð Oddsson enn forsætisráðherra myndu Bandaríkjamenn ekki hafa kallað herinn heim. 4. desember 2010 06:00 Wikileaks: Bjarni bað sendiráðið um farareyri Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vildi í nóvember í fyrra taka upp viðræður til að styrkja tvíhliða tengsl Bandaríkjanna og Íslands. 4. desember 2010 08:30 Wikileaks: Skilafrestur útilokar afgreiðslu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist í september árið 2009 telja að Evrópusambandið hafi vísvitandi gefið Íslendingum frest til þess að skila inn svörum við spurningalista þess þann 16. nóvember svo öruggt verði að leiðtogaráð sambandsins geti ekki afgreitt aðildarumsókn Íslands á fundi sínum í desember. 4. desember 2010 08:15 Wikileaks: Taldi Íslendinga fáfróða Í bandaríska sendiráðinu var grannt fylgst með viðbrögðum Íslendinga við brotthvarfi Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli. 4. desember 2010 08:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Kínverjar eru taldir stunda iðnnjósnir, sem beinast að rannsóknum fyrirtækja á sviði erfðagreiningar og læknisfræði hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslum bandaríska sendiráðsins í Reykjavík til utanríkisráðuneytisins í Washington. Skjölin eru á meðal þeirra sem lekið var til vefsíðunnar Wikileaks, en Fréttablaðið hefur hluta þeirra undir höndum. Í skýrslu, sem dagsett er 26. febrúar í fyrra, er fjallað um ástand öryggismála á Íslandi. Þar segir: „Talið er að Kínverjar stundi iðnnjósnir á sviði erfðagreiningar og læknisfræðilegra rannsókna á Íslandi." Skjalið er merkt „leyndarmál" og afrit send leyniþjónustunni CIA, alríkislögreglunni FBI og leyniþjónustu hersins, DIA. Í annarri skýrslu, sem send er á aðfangadag í fyrra og sömuleiðis merkt sem leyndarmál, er greint frá árlegum fundi gagnnjósnahóps sendiráðsins sem Sam Watson, staðgengill sendiherra, stjórnaði. Þar kemur fram að Bandaríkjamenn telji að Kínverjar „haldi áfram" iðnnjósnum á Íslandi, annars vegar með hefðbundnum njósnum (human intelligence) og hins vegar með tæknibúnaði, en það getur falið í sér símhleranir og njósnir á netinu, til dæmis innbrot í gagnabanka. Í sama skjali segir að talið sé að Rússar fylgist með njósnum Kínverja. Staðgengill sendiherra Rússlands í Reykjavík sé álitinn sérfræðingur í málefnum Kína. Þar mun átt við Valery I. Birjúkov sendiráðunaut, en hann starfaði meðal annars í Kína á vegum sovézku utanríkisþjónustunnar á níunda áratugnum. Kínversk stjórnvöld eru talin stunda umfangsmiklar iðnnjósnir um allan heim. Vestrænir sérfræðingar hafa talið að allt að milljón manns séu á þeirra snærum við að stela viðskiptaleyndarmálum, en Rússar séu næstduglegastir við iðnnjósnirnar, með hundruð þúsunda útsendara. Í viðtali í brezka blaðinu Guardian í júlí í fyrra sagði hátt settur þýzkur gagnnjósnasérfræðingur, Walter Opfermann, að Kínverjar notuðu margvíslegar aðferðir, allt frá gamaldags njósnurum til símahlerana og netnjósna, til að stela viðskiptaleyndarmálum af þýzkum fyrirtækjum. „Kínverjar vilja verða mesta efnahagsveldi heims fyrir árið 2020," sagði Opfermann. „Til þess þurfa þeir skjóta og mikla yfirfærslu tæknilegra upplýsinga, sem hægt er að komast yfir í þróuðum iðnríkjum."- óþs /
Fréttir WikiLeaks Tengdar fréttir Wikileaks: Vildu senda Guantanamo fanga til Íslands Snemma árs 2007, meðan George W. Bush var enn forseti Bandaríkjanna, fóru bandarísk stjórnvöld þess á leit við Íslendinga að taka við föngum frá Guantanamo á Kúbu. Þetta kemur fram í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 4. desember 2010 08:45 Wikileaks: Viðurkenndi sig ekki sem vanda Carol Van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, taldi Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóra, ekki skilja hversu mikill vandi hann sjálfur hafi verið í endurreisnarstarfinu eftir bankahrunið. 4. desember 2010 08:30 Wikileaks: Bandaríkin furðuðu sig á samskiptaleysi Íslendinga Tal um fjárhagsaðstoð Rússa við Ísland í bankahruninu í októberbyrjun 2008 var tilefni vangaveltna í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi um hvort Bandaríkjastjórn þyrfti að hafa hér frekari hönd í bagga. Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, taldi ekki fullreynt af hálfu íslenskra stjórnvalda hvort hjálp væri í boði frá Bandaríkjunum. 4. desember 2010 06:00 Wikileaks: Jóhanna hótaði að segja af sér Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði nokkrum þingmönnum Vinstri grænna í júlí í fyrra að hún væri að missa þolinmæðina og að hún myndi segja af sér innan fárra daga ef þeir styddu ekki samkomulag sem náðst hafði í Icesave-málinu. 4. desember 2010 07:30 Wikileaks: Steingrímur kom bandaríska sendiráðinu á óvart „Sumum til undrunar er Sigfússon að sanna sig sem alvarlegur og ábyrgur fjármálaráðherra," segir í skýrslu Neils Klopfenstein sendiráðunauts í bandaríska sendiráðinu 4. júní 2009. Daginn áður átti Steingrímur J. Sigfússon fund með Klopfenstein og ræddi stöðu ýmissa lykilmála á Íslandi. 4. desember 2010 07:00 Wikileaks: Georg olli Birni vonbrigðum Stefán Eiríksson fullyrðir snemma árs að Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi valdið Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra vonbrigðum, þótt Björn hafi persónulega valið Georg í embættið árið 2005. 4. desember 2010 06:30 Wikileaks: Sáttatónn Geirs pirraði Björn Þann 26. maí 2006, hálfum öðrum mánuði eftir að Bandaríkjamenn tilkynntu um brottför hersins, skrifar Carol Van Voorst sendiherra stjórnvöldum í Washington greinargerð um þá kenningu Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, að væri Davíð Oddsson enn forsætisráðherra myndu Bandaríkjamenn ekki hafa kallað herinn heim. 4. desember 2010 06:00 Wikileaks: Bjarni bað sendiráðið um farareyri Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vildi í nóvember í fyrra taka upp viðræður til að styrkja tvíhliða tengsl Bandaríkjanna og Íslands. 4. desember 2010 08:30 Wikileaks: Skilafrestur útilokar afgreiðslu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist í september árið 2009 telja að Evrópusambandið hafi vísvitandi gefið Íslendingum frest til þess að skila inn svörum við spurningalista þess þann 16. nóvember svo öruggt verði að leiðtogaráð sambandsins geti ekki afgreitt aðildarumsókn Íslands á fundi sínum í desember. 4. desember 2010 08:15 Wikileaks: Taldi Íslendinga fáfróða Í bandaríska sendiráðinu var grannt fylgst með viðbrögðum Íslendinga við brotthvarfi Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli. 4. desember 2010 08:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Wikileaks: Vildu senda Guantanamo fanga til Íslands Snemma árs 2007, meðan George W. Bush var enn forseti Bandaríkjanna, fóru bandarísk stjórnvöld þess á leit við Íslendinga að taka við föngum frá Guantanamo á Kúbu. Þetta kemur fram í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 4. desember 2010 08:45
Wikileaks: Viðurkenndi sig ekki sem vanda Carol Van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, taldi Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóra, ekki skilja hversu mikill vandi hann sjálfur hafi verið í endurreisnarstarfinu eftir bankahrunið. 4. desember 2010 08:30
Wikileaks: Bandaríkin furðuðu sig á samskiptaleysi Íslendinga Tal um fjárhagsaðstoð Rússa við Ísland í bankahruninu í októberbyrjun 2008 var tilefni vangaveltna í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi um hvort Bandaríkjastjórn þyrfti að hafa hér frekari hönd í bagga. Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, taldi ekki fullreynt af hálfu íslenskra stjórnvalda hvort hjálp væri í boði frá Bandaríkjunum. 4. desember 2010 06:00
Wikileaks: Jóhanna hótaði að segja af sér Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði nokkrum þingmönnum Vinstri grænna í júlí í fyrra að hún væri að missa þolinmæðina og að hún myndi segja af sér innan fárra daga ef þeir styddu ekki samkomulag sem náðst hafði í Icesave-málinu. 4. desember 2010 07:30
Wikileaks: Steingrímur kom bandaríska sendiráðinu á óvart „Sumum til undrunar er Sigfússon að sanna sig sem alvarlegur og ábyrgur fjármálaráðherra," segir í skýrslu Neils Klopfenstein sendiráðunauts í bandaríska sendiráðinu 4. júní 2009. Daginn áður átti Steingrímur J. Sigfússon fund með Klopfenstein og ræddi stöðu ýmissa lykilmála á Íslandi. 4. desember 2010 07:00
Wikileaks: Georg olli Birni vonbrigðum Stefán Eiríksson fullyrðir snemma árs að Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi valdið Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra vonbrigðum, þótt Björn hafi persónulega valið Georg í embættið árið 2005. 4. desember 2010 06:30
Wikileaks: Sáttatónn Geirs pirraði Björn Þann 26. maí 2006, hálfum öðrum mánuði eftir að Bandaríkjamenn tilkynntu um brottför hersins, skrifar Carol Van Voorst sendiherra stjórnvöldum í Washington greinargerð um þá kenningu Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, að væri Davíð Oddsson enn forsætisráðherra myndu Bandaríkjamenn ekki hafa kallað herinn heim. 4. desember 2010 06:00
Wikileaks: Bjarni bað sendiráðið um farareyri Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vildi í nóvember í fyrra taka upp viðræður til að styrkja tvíhliða tengsl Bandaríkjanna og Íslands. 4. desember 2010 08:30
Wikileaks: Skilafrestur útilokar afgreiðslu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist í september árið 2009 telja að Evrópusambandið hafi vísvitandi gefið Íslendingum frest til þess að skila inn svörum við spurningalista þess þann 16. nóvember svo öruggt verði að leiðtogaráð sambandsins geti ekki afgreitt aðildarumsókn Íslands á fundi sínum í desember. 4. desember 2010 08:15
Wikileaks: Taldi Íslendinga fáfróða Í bandaríska sendiráðinu var grannt fylgst með viðbrögðum Íslendinga við brotthvarfi Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli. 4. desember 2010 08:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent