Auðlindir, að nýta eða misnota? 27. ágúst 2010 07:30 Flestir kannast við þann mun sem felst í að nýta eða að misnota. Þegar ég á góðan vin þá get ég nýtt mér vináttuna þegar ég er í vandræðum og beðið um hjálp. Á móti mun ég einnig vera til að aðstoða hann þegar þörf er á. Þannig munum við bæði hafa gagn af því að vera vinir. En svo eru dæmi til að menn misnoti aðra. Misnotkunin felst í því að menn taka það mikið til sín að hinn aðilinn verður fyrir tjóni. Skiljanlegt er kannski að á krepputímum sæki fólkið eftir töfralausnum. Háværar raddir heyrast á Íslandi að núna verði að nýta auðlindirnar. Þegar talað er um auðlindir hér á landi þá er yfirleitt átt við fiskinn í sjónum og orkuna sem er hægt að fá úr fallvötnum og háhitasvæðum. En auðlindirnar á Íslandi eru svo miklu fleiri en þetta: 1. Ísland er ungt land og gjarnan er talað um að landið sé ennþá í mótun. Ferðamenn sem koma hingað sækjast yfirleitt eftir sérstakri náttúru sem á varla sinn líka í heiminum. Ferðaþjónustan hefur verið vaxandi atvinnugrein með hverju ári þrátt fyrir að í „góðærinu" ætti hún erfitt uppdráttar vegna þess að gengi krónunnar var skráð óeðlilega hátt. Ferðaþjónustan hefur samt fengið frekar lítinn stuðning miðað við aðrar atvinnugreinar og víða á landi eru aðstæðurnar vægast sagt ófullkomnar. Það var t.d. ekkert mál á sínum tíma að leggja góðan veg á Kárahnjúkasvæðið en allur sá fjöldi ferðamanna sem ætlar að skoða Dettifoss verður að hristast klukkutímum saman á vegi sem er ekki nokkrum manni bjóðandi og veldur skemmdum á bílunum. Fleiri hundruð þúsundir sækja Ísland heim á hverju ári og skila miklu í þjóðarbúið. Samt eru sumir ennþá þeirrar skoðunar „að þetta lið má nú bara vera ánægt með að fá að koma til landsins". 2. Á Íslandi hefur ekki verið neitt vandamál að fá gott og nothæft drykkjarvatn. Þetta þykir okkur það sjálfsagt að við kunnum ekki að meta það. Ísland sat t.d. hjá þegar greidd voru atkvæði um hvort aðgangur að góðu neyðsluvatni teljist til mannréttinda. En við munum kannski vakna við vondan draum ef við gætum okkar ekki. Sums staðar hér á landi hefur þurft að sjóða drykkjarvatnið vegna mengunar upp á síðkastið. Og fyrirhuguð lagning háspennulínu yfir Heiðmörkina þar sem er helsta vatnsból höfuðborgarsvæðisins er hreint út sagt fífldirfska. 3. Við auglýsum okkur gjarnan sem hreint og óspillt land. Að anda að sér hreinu lofti er svo sjálfsagt að menn tala ekki um það. En yfir Faxaflóa liggur mengunarský þegar stillt er í veðri sem allir geta séð með berum augum. Samt má ekki tala um mengandi stóriðju. Reglur eru slakar í sambandi við mengunarvarnir. Notkun nagladekkja sem spæna upp malbikið er ennþá leyfileg. Á Hellisheiðinni vilja menn ekki kannast við að mosaskemmdir og tæring á háspennumöstrunum séu fylgifiskar mengunarinnar sem fylgir varmavirkjuninni. Og Íslendingar nota einkabílinn ennþá í óhófi. 4. Rányrkja hefur verið stunduð á Íslandi í mörg hundruð ár. Landið hefur þurft að þola ofbeit þegar neyðin var mest og jarðvegseyðingin er gríðarleg enn þann dag í dag. En í dag ætti að vera með öllu óþarft að reka búfé á afrétti þar sem varla er að finna stingandi strá. Víða er jarðvegurinn frjósamur og nóg er til af vel ræktanlegu landi sem gerir kleift að hafa hross og kindur í afgirtum hólfum. 5. Nútímamaðurinn hefur þörf á að hvílast frá krefjandi störfum. Hvað er þá betra en að fara út í náttúruna og „hlaða batteríin", njóta kyrrðarinnar og víðáttu til að slaka á? Þannig getur okkar stórbrotna náttúra verið eins konar sálrænn heilsubrunnur. Fyrir ekki alls löngu tók ég þátt í hópferð í Kerlingarfjöll. Þetta svæði er það stórkostlegt að ég get varla orða bundist. Slíkt landslag finnst örugglega ekki á mörgum stöðum í heiminum. Samt eru menn að sækjast eftir að fara þar inn með tól og tæki til að gera rannsóknarborholur - með öllu því raski sem mun fylgja slíku brambolti. Ótrúlegt en satt. Þarna munu menn eyðileggja auðlindir fyrir stundargróðann. 6. Á Íslandi býr kraftmikið, hugmyndaríkt og vel menntað fólk. Við myndum missa af mikilvægum auðlindum ef þetta fólk flytti úr landi. Þess vegna er mjög brýnt að hlúa að sprotafyrirtækjum og styðja við litla vinnustaði sem skapa mestan fjölda af störfum. Mín von er að ráðamenn átti sig á að auðlindirnar okkar eru margar: Auk orkuvinnslu og fiskiveiða má nefna einstaka náttúru sem nýtist bæði innlendum og útlendum ferðamönnum til upplifunar, gott vatn og hreint loft, vel ræktanlegt land og vel menntað fólk. Að nýta auðlindir þýðir að ganga ekki á forðann þannig að þær verði líka til staðar fyrir komandi kynslóðir. Það þýðir einnig að þær séu ekki teknar frá einum stað á kostnað annarra auðlinda annars staðar. Um það snýst hugtakið sjálfbærni sem hefur verið misnotað all verulega. Að misnota auðlindirnar þýðir að taka meira frá en kemur aftur inn. Það þýðir líka að taka það mikið frá einum stað að aðrar auðlindir hljóti skaða af sem er ekki hægt að bæta úr. Slík stefna, hrein og bein rányrkja, hefur því miður verið við völd hér á landi allt of lengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Flestir kannast við þann mun sem felst í að nýta eða að misnota. Þegar ég á góðan vin þá get ég nýtt mér vináttuna þegar ég er í vandræðum og beðið um hjálp. Á móti mun ég einnig vera til að aðstoða hann þegar þörf er á. Þannig munum við bæði hafa gagn af því að vera vinir. En svo eru dæmi til að menn misnoti aðra. Misnotkunin felst í því að menn taka það mikið til sín að hinn aðilinn verður fyrir tjóni. Skiljanlegt er kannski að á krepputímum sæki fólkið eftir töfralausnum. Háværar raddir heyrast á Íslandi að núna verði að nýta auðlindirnar. Þegar talað er um auðlindir hér á landi þá er yfirleitt átt við fiskinn í sjónum og orkuna sem er hægt að fá úr fallvötnum og háhitasvæðum. En auðlindirnar á Íslandi eru svo miklu fleiri en þetta: 1. Ísland er ungt land og gjarnan er talað um að landið sé ennþá í mótun. Ferðamenn sem koma hingað sækjast yfirleitt eftir sérstakri náttúru sem á varla sinn líka í heiminum. Ferðaþjónustan hefur verið vaxandi atvinnugrein með hverju ári þrátt fyrir að í „góðærinu" ætti hún erfitt uppdráttar vegna þess að gengi krónunnar var skráð óeðlilega hátt. Ferðaþjónustan hefur samt fengið frekar lítinn stuðning miðað við aðrar atvinnugreinar og víða á landi eru aðstæðurnar vægast sagt ófullkomnar. Það var t.d. ekkert mál á sínum tíma að leggja góðan veg á Kárahnjúkasvæðið en allur sá fjöldi ferðamanna sem ætlar að skoða Dettifoss verður að hristast klukkutímum saman á vegi sem er ekki nokkrum manni bjóðandi og veldur skemmdum á bílunum. Fleiri hundruð þúsundir sækja Ísland heim á hverju ári og skila miklu í þjóðarbúið. Samt eru sumir ennþá þeirrar skoðunar „að þetta lið má nú bara vera ánægt með að fá að koma til landsins". 2. Á Íslandi hefur ekki verið neitt vandamál að fá gott og nothæft drykkjarvatn. Þetta þykir okkur það sjálfsagt að við kunnum ekki að meta það. Ísland sat t.d. hjá þegar greidd voru atkvæði um hvort aðgangur að góðu neyðsluvatni teljist til mannréttinda. En við munum kannski vakna við vondan draum ef við gætum okkar ekki. Sums staðar hér á landi hefur þurft að sjóða drykkjarvatnið vegna mengunar upp á síðkastið. Og fyrirhuguð lagning háspennulínu yfir Heiðmörkina þar sem er helsta vatnsból höfuðborgarsvæðisins er hreint út sagt fífldirfska. 3. Við auglýsum okkur gjarnan sem hreint og óspillt land. Að anda að sér hreinu lofti er svo sjálfsagt að menn tala ekki um það. En yfir Faxaflóa liggur mengunarský þegar stillt er í veðri sem allir geta séð með berum augum. Samt má ekki tala um mengandi stóriðju. Reglur eru slakar í sambandi við mengunarvarnir. Notkun nagladekkja sem spæna upp malbikið er ennþá leyfileg. Á Hellisheiðinni vilja menn ekki kannast við að mosaskemmdir og tæring á háspennumöstrunum séu fylgifiskar mengunarinnar sem fylgir varmavirkjuninni. Og Íslendingar nota einkabílinn ennþá í óhófi. 4. Rányrkja hefur verið stunduð á Íslandi í mörg hundruð ár. Landið hefur þurft að þola ofbeit þegar neyðin var mest og jarðvegseyðingin er gríðarleg enn þann dag í dag. En í dag ætti að vera með öllu óþarft að reka búfé á afrétti þar sem varla er að finna stingandi strá. Víða er jarðvegurinn frjósamur og nóg er til af vel ræktanlegu landi sem gerir kleift að hafa hross og kindur í afgirtum hólfum. 5. Nútímamaðurinn hefur þörf á að hvílast frá krefjandi störfum. Hvað er þá betra en að fara út í náttúruna og „hlaða batteríin", njóta kyrrðarinnar og víðáttu til að slaka á? Þannig getur okkar stórbrotna náttúra verið eins konar sálrænn heilsubrunnur. Fyrir ekki alls löngu tók ég þátt í hópferð í Kerlingarfjöll. Þetta svæði er það stórkostlegt að ég get varla orða bundist. Slíkt landslag finnst örugglega ekki á mörgum stöðum í heiminum. Samt eru menn að sækjast eftir að fara þar inn með tól og tæki til að gera rannsóknarborholur - með öllu því raski sem mun fylgja slíku brambolti. Ótrúlegt en satt. Þarna munu menn eyðileggja auðlindir fyrir stundargróðann. 6. Á Íslandi býr kraftmikið, hugmyndaríkt og vel menntað fólk. Við myndum missa af mikilvægum auðlindum ef þetta fólk flytti úr landi. Þess vegna er mjög brýnt að hlúa að sprotafyrirtækjum og styðja við litla vinnustaði sem skapa mestan fjölda af störfum. Mín von er að ráðamenn átti sig á að auðlindirnar okkar eru margar: Auk orkuvinnslu og fiskiveiða má nefna einstaka náttúru sem nýtist bæði innlendum og útlendum ferðamönnum til upplifunar, gott vatn og hreint loft, vel ræktanlegt land og vel menntað fólk. Að nýta auðlindir þýðir að ganga ekki á forðann þannig að þær verði líka til staðar fyrir komandi kynslóðir. Það þýðir einnig að þær séu ekki teknar frá einum stað á kostnað annarra auðlinda annars staðar. Um það snýst hugtakið sjálfbærni sem hefur verið misnotað all verulega. Að misnota auðlindirnar þýðir að taka meira frá en kemur aftur inn. Það þýðir líka að taka það mikið frá einum stað að aðrar auðlindir hljóti skaða af sem er ekki hægt að bæta úr. Slík stefna, hrein og bein rányrkja, hefur því miður verið við völd hér á landi allt of lengi.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun