Lúxusþjónusta Besta flokksins Sóley Tómasdóttir skrifar 11. desember 2010 06:45 Varaformaður velferðarráðs, Ágúst Már Garðarsson, birti grein hér í blaðinu þann 8. desember í þeim tilgangi að leiðrétta rangfærslur og hártoganir sem hann segir að hafi verið settar fram. Hann telur brýnt að gerður sé greinarmunur á lögbundinni þjónustu og annarri, enda geti gjaldheimta fyrir lögbundna þjónustu virkað sem óbeinn skattur. Með þessu gefur Ágúst sér að öll sú þjónusta sem ekki er lögbundin sé ekki nauðsynleg eins og sést ágætlega í málflutningi hans. Skilgreiningar á grunnþjónustu Í greininni leggur Ágúst gjaldskrárhækkanir vegna sundferða og heimsókna á menningarstofnanir að jöfnu við gjaldskrárhækkanir vegna skólamáltíða og frístundaheimila og gengur svo langt að fullyrða að það að telja þetta til grunnþjónustu sé ámóta og að taka verð á Range Rover inn í vísitöluviðmið Seðlabankans. Skólamáltíðir eru sumsé lúxus á borð við Range Rover. Ég kannast ekki við að nokkur borgarfulltrúi hafi litið á gjaldskrár sundstaða eða menningarstofnana sem jaðarskatta enda væri það ansi langsótt. Hitt er aftur á móti augljóst, að skólamáltíðir og frístundaheimili hafa um langt skeið talist til mikilvægrar grunnþjónustu borgarinnar, jafnvel þótt löggjafinn hafi enn ekki viðurkennt mikilvægið. Raunverulegt val Þegar kemur að skilgreiningu á grunnþjónustu verður að meta hversu raunverulegt valið er sem borgarbúar standa frammi fyrir. Ætli það séu margir foreldrar sem velta því fyrir sér hvort börnin þeirra eigi að vera á frístundaheimilum? Um hvað snýst það val? Foreldrar hafa í fæstum tilfellum raunverulega möguleika á að minnka við sig vinnu til að taka á móti börnum sínum upp úr kl. 14 á daginn, enn síður ef þeir eru einstæðir eða á lágum launum. Þá gæti verið valkostur að senda 6 ára gamla barnið heim úr skólanum með lykil og láta það sjá um sig sjálft þar til vinnudegi lýkur. Það er varla valkostur sem margir foreldrar telja skynsamlegan. Foreldrar í samfélagi samtímans þurfa langflestir á þessari þjónustu að halda til að geta framfleytt fjölskyldunni. Gjaldskrárhækkanir á frístundaheimilum eru því ekkert annað en jaðarskattar á foreldra barna í 1.-4. bekk sem koma til með að bitna verst á þeim sem minnst eiga valið - en þetta mætti koma í veg fyrir ef skattkerfið væri nýtt sem skyldi. Að sama skapi eru óskaplega fáir foreldrar sem telja það betra fyrir börn sín að hafa nesti með að heiman í stað þess að borða heitan mat í skólamötuneytunum. Þessu virðist Ágúst átta sig á, sem og þeirri staðreynd að skólmáltíðir séu velferðarmál og þær skipti sérstaklega miklu máli nú þegar fólk býr í auknum mæli við atvinnuleysi og erfiðar fjárhagsaðstæður. Engu að síður telur hann eðlilegt að hækka gjaldskrárnar flatt í stað þess að fólk greiði í sameiginlegan sjóð eftir getu. Nýja aflið spreytir sig Það er einkar athyglisvert að fylgjast með störfum og röksemdafærslu nýja stjórnmálaaflsins sem hét breytingum og umbótum og því besta fyrir alla. Sér í lagi vekur það furðu að varaformaður velferðarráðs skuli telja skólamáltíðir og frístundaheimili vera sambærilegan lúxus og Range Rover jeppa - og ekki síður að fulltrúi þessa nýja afls skuli hengja sig í lagatæknileg atriði við skilgreiningu á grunnþjónustu í stað þess að vega og meta þörfina fyrir þjónustuna og hver besta leiðin sé til að koma til móts við hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Varaformaður velferðarráðs, Ágúst Már Garðarsson, birti grein hér í blaðinu þann 8. desember í þeim tilgangi að leiðrétta rangfærslur og hártoganir sem hann segir að hafi verið settar fram. Hann telur brýnt að gerður sé greinarmunur á lögbundinni þjónustu og annarri, enda geti gjaldheimta fyrir lögbundna þjónustu virkað sem óbeinn skattur. Með þessu gefur Ágúst sér að öll sú þjónusta sem ekki er lögbundin sé ekki nauðsynleg eins og sést ágætlega í málflutningi hans. Skilgreiningar á grunnþjónustu Í greininni leggur Ágúst gjaldskrárhækkanir vegna sundferða og heimsókna á menningarstofnanir að jöfnu við gjaldskrárhækkanir vegna skólamáltíða og frístundaheimila og gengur svo langt að fullyrða að það að telja þetta til grunnþjónustu sé ámóta og að taka verð á Range Rover inn í vísitöluviðmið Seðlabankans. Skólamáltíðir eru sumsé lúxus á borð við Range Rover. Ég kannast ekki við að nokkur borgarfulltrúi hafi litið á gjaldskrár sundstaða eða menningarstofnana sem jaðarskatta enda væri það ansi langsótt. Hitt er aftur á móti augljóst, að skólamáltíðir og frístundaheimili hafa um langt skeið talist til mikilvægrar grunnþjónustu borgarinnar, jafnvel þótt löggjafinn hafi enn ekki viðurkennt mikilvægið. Raunverulegt val Þegar kemur að skilgreiningu á grunnþjónustu verður að meta hversu raunverulegt valið er sem borgarbúar standa frammi fyrir. Ætli það séu margir foreldrar sem velta því fyrir sér hvort börnin þeirra eigi að vera á frístundaheimilum? Um hvað snýst það val? Foreldrar hafa í fæstum tilfellum raunverulega möguleika á að minnka við sig vinnu til að taka á móti börnum sínum upp úr kl. 14 á daginn, enn síður ef þeir eru einstæðir eða á lágum launum. Þá gæti verið valkostur að senda 6 ára gamla barnið heim úr skólanum með lykil og láta það sjá um sig sjálft þar til vinnudegi lýkur. Það er varla valkostur sem margir foreldrar telja skynsamlegan. Foreldrar í samfélagi samtímans þurfa langflestir á þessari þjónustu að halda til að geta framfleytt fjölskyldunni. Gjaldskrárhækkanir á frístundaheimilum eru því ekkert annað en jaðarskattar á foreldra barna í 1.-4. bekk sem koma til með að bitna verst á þeim sem minnst eiga valið - en þetta mætti koma í veg fyrir ef skattkerfið væri nýtt sem skyldi. Að sama skapi eru óskaplega fáir foreldrar sem telja það betra fyrir börn sín að hafa nesti með að heiman í stað þess að borða heitan mat í skólamötuneytunum. Þessu virðist Ágúst átta sig á, sem og þeirri staðreynd að skólmáltíðir séu velferðarmál og þær skipti sérstaklega miklu máli nú þegar fólk býr í auknum mæli við atvinnuleysi og erfiðar fjárhagsaðstæður. Engu að síður telur hann eðlilegt að hækka gjaldskrárnar flatt í stað þess að fólk greiði í sameiginlegan sjóð eftir getu. Nýja aflið spreytir sig Það er einkar athyglisvert að fylgjast með störfum og röksemdafærslu nýja stjórnmálaaflsins sem hét breytingum og umbótum og því besta fyrir alla. Sér í lagi vekur það furðu að varaformaður velferðarráðs skuli telja skólamáltíðir og frístundaheimili vera sambærilegan lúxus og Range Rover jeppa - og ekki síður að fulltrúi þessa nýja afls skuli hengja sig í lagatæknileg atriði við skilgreiningu á grunnþjónustu í stað þess að vega og meta þörfina fyrir þjónustuna og hver besta leiðin sé til að koma til móts við hana.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun