Þórður Friðjónsson: Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær 27. apríl 2010 09:00 Efnahagsleg velsæld þjóða ræðst ávallt af því hvernig þær skipuleggja þjóðarbúskap sinn. Þær þjóðir sem mestum árangri hafa náð hafa komið sér upp stofnunum sem styðja með ýmsum hætti við frjálsan markaðsbúskap. Þær eiga það jafnframt sammerkt að öflugur hlutabréfamarkaður styður við hagkerfi þeirra; ein grunnstofnana heilbrigðs markaðsbúskapar sem knýr hagvöxt. Ásýnd öflugustu hagkerfa heims væri eflaust önnur ef hlutabréfamarkaðar nyti ekki við. Þetta er brýnt að hafa í huga við endurreisn íslensks efnahags.Efniviðurinn er góðurNokkur af okkar betri fyrirtækjum eru nú í fangi bankanna. Mörg þeirra eru í góðum rekstri, þó að sum hver hafi verið skuldsett um of. Í öðrum tilfellum er efnahagurinn góður en bankarnir eignast fyrirtækin sökum þess að móðurfélög þeirra eru illa haldin. Hlutverk banka er að vera stuðningur við öll fyrirtæki í rekstri, þeir eru því ekki heppilegir eignaraðilar einstakra fyrirtækja. Sjónarmið samkeppni og gagnsæis verða að vera í forgangi þegar kemur að heilbrigðum markaðsbúskap. Hætt er við að núverandi skipulag geti orðið dragbítur á hagvöxt. Því er brýnt að koma fyrirtækjum sem fyrst í eðlilegan rekstur á ný undir stjórn nýrra eigenda, framtíðareigenda.Hlutabréfamarkaðurinn getur leikið lykilhlutverk í þessu ferli með skráningu fyrirtækja á markað. Það bæði flýtir fyrir nauðsynlegum umskiptum og gefur almenningi tækifæri á því að njóta ávinnings af uppsveiflu í íslensku efnahagslífi.HugarfariðÞví er rétt að hafa í huga að við blasa mörg tækifæri sem við megum ekki láta tímabundna erfiðleika byrgja okkur sýn á. Sem þjóð höfum við tapað að nokkru því sjálfstrausti sem áður einkenndi okkur. Þótt ýmislegt hafi misfarist síðustu 10-15 ár hefur margt verið rétt gert. Samkeppnisstaða atvinnuveganna hefur sjaldan ef nokkru sinni verið betri en nú. Menntunarstig þjóðarinnar hefur stóraukist og er óvíða hærra. Sókn í hreina íslenska orku hefur aukist og erlendir aðilar vilja, þrátt fyrir allt, fjárfesta hér á landi. Innviðir og tæknileg þekking eru fyrir hendi.Úrlausn Icesave og afnám gjaldeyrishafta eru vissulega brýn úrlausnarefni en koma ekki í veg fyrir að unnið sé af fullum krafti á heimavelli.Framtíð íslenskrar kauphallarHvaða forsendur höfum við til að byggja upp öflugan hlutabréfamarkað hér á landi? Í fyrsta lagi er virkur hlutabréfamarkaður ein af grunnforsendum þess að við komum okkur í fremstu röð á nýjan leik. En einnig má benda á:- Kauphöllin er hluti af NASDAQ OMX, stærstu kauphallarsamstæðu í heimi. Hún starfar eftir samevrópskum lögum og reglum um kauphallir. Viðskiptaumgjörð er í fremstu röð- Viðskiptalífið hefur sett sér nýjar og ítarlegar leiðbeiningar um stjórnarhætti- Fjárfestar munu veita fyrirtækjunum meira aðhald en áður. Hægt er að rökstyðja að fjárfestar, þar með talið stofnanafjárfestar, hafi ekki nýtt sér að fullu fyrir hrun þá vernd sem felst í skráningu verðbréfa. Þau mistök verða tæplega endurtekin- Með áformuðum lögum um fjármálafyrirtæki, hlutafélög o.fl. eru leikreglur hertar og vernd minni hluthafa aukin- Nóg af góðum fyrirtækjum sem eru tilbúin á markaðn Mikið ónotað innlent fjármagn er fyrir hendi og mikil eftirspurn eftir fjárfestingartækifærum- Almenningi verður gefinn kostur á að taka þátt í uppsveiflunni í íslensku efnahagslífi- Skipulag banka er með öðrum hætti en fyrir hrun. Með sölu fyrirtækja í þeirra eigu rofna þau óæskilegu tengsl milli banka og viðskiptalífs sem voru viðvarandi fyrir hrun og voru e.t.v. áhrifamesti þátturinn í hruninu.Einnig verður ekki litið hjá því að skoða hvernig aðrir valkostir líta út í samanburði við endurreisn hlutabréfamarkaðar. Er líklegt að áframhaldandi eignarhald banka á fyrirtækjum og sala til valdra fjárfesta stuðli að heilbrigðara viðskipta- og fjárfestingarumhverfi en skráning á markað? Hér er umgjörð verðbréfamarkaðar í fremstu röð og fjárfestar geta nýtt hana og rétt sinn til upplýsinga og ákvörðunartöku. Hví skyldum við ekki feta braut gagnsæis og trausts þegar hún stendur til boða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Efnahagsleg velsæld þjóða ræðst ávallt af því hvernig þær skipuleggja þjóðarbúskap sinn. Þær þjóðir sem mestum árangri hafa náð hafa komið sér upp stofnunum sem styðja með ýmsum hætti við frjálsan markaðsbúskap. Þær eiga það jafnframt sammerkt að öflugur hlutabréfamarkaður styður við hagkerfi þeirra; ein grunnstofnana heilbrigðs markaðsbúskapar sem knýr hagvöxt. Ásýnd öflugustu hagkerfa heims væri eflaust önnur ef hlutabréfamarkaðar nyti ekki við. Þetta er brýnt að hafa í huga við endurreisn íslensks efnahags.Efniviðurinn er góðurNokkur af okkar betri fyrirtækjum eru nú í fangi bankanna. Mörg þeirra eru í góðum rekstri, þó að sum hver hafi verið skuldsett um of. Í öðrum tilfellum er efnahagurinn góður en bankarnir eignast fyrirtækin sökum þess að móðurfélög þeirra eru illa haldin. Hlutverk banka er að vera stuðningur við öll fyrirtæki í rekstri, þeir eru því ekki heppilegir eignaraðilar einstakra fyrirtækja. Sjónarmið samkeppni og gagnsæis verða að vera í forgangi þegar kemur að heilbrigðum markaðsbúskap. Hætt er við að núverandi skipulag geti orðið dragbítur á hagvöxt. Því er brýnt að koma fyrirtækjum sem fyrst í eðlilegan rekstur á ný undir stjórn nýrra eigenda, framtíðareigenda.Hlutabréfamarkaðurinn getur leikið lykilhlutverk í þessu ferli með skráningu fyrirtækja á markað. Það bæði flýtir fyrir nauðsynlegum umskiptum og gefur almenningi tækifæri á því að njóta ávinnings af uppsveiflu í íslensku efnahagslífi.HugarfariðÞví er rétt að hafa í huga að við blasa mörg tækifæri sem við megum ekki láta tímabundna erfiðleika byrgja okkur sýn á. Sem þjóð höfum við tapað að nokkru því sjálfstrausti sem áður einkenndi okkur. Þótt ýmislegt hafi misfarist síðustu 10-15 ár hefur margt verið rétt gert. Samkeppnisstaða atvinnuveganna hefur sjaldan ef nokkru sinni verið betri en nú. Menntunarstig þjóðarinnar hefur stóraukist og er óvíða hærra. Sókn í hreina íslenska orku hefur aukist og erlendir aðilar vilja, þrátt fyrir allt, fjárfesta hér á landi. Innviðir og tæknileg þekking eru fyrir hendi.Úrlausn Icesave og afnám gjaldeyrishafta eru vissulega brýn úrlausnarefni en koma ekki í veg fyrir að unnið sé af fullum krafti á heimavelli.Framtíð íslenskrar kauphallarHvaða forsendur höfum við til að byggja upp öflugan hlutabréfamarkað hér á landi? Í fyrsta lagi er virkur hlutabréfamarkaður ein af grunnforsendum þess að við komum okkur í fremstu röð á nýjan leik. En einnig má benda á:- Kauphöllin er hluti af NASDAQ OMX, stærstu kauphallarsamstæðu í heimi. Hún starfar eftir samevrópskum lögum og reglum um kauphallir. Viðskiptaumgjörð er í fremstu röð- Viðskiptalífið hefur sett sér nýjar og ítarlegar leiðbeiningar um stjórnarhætti- Fjárfestar munu veita fyrirtækjunum meira aðhald en áður. Hægt er að rökstyðja að fjárfestar, þar með talið stofnanafjárfestar, hafi ekki nýtt sér að fullu fyrir hrun þá vernd sem felst í skráningu verðbréfa. Þau mistök verða tæplega endurtekin- Með áformuðum lögum um fjármálafyrirtæki, hlutafélög o.fl. eru leikreglur hertar og vernd minni hluthafa aukin- Nóg af góðum fyrirtækjum sem eru tilbúin á markaðn Mikið ónotað innlent fjármagn er fyrir hendi og mikil eftirspurn eftir fjárfestingartækifærum- Almenningi verður gefinn kostur á að taka þátt í uppsveiflunni í íslensku efnahagslífi- Skipulag banka er með öðrum hætti en fyrir hrun. Með sölu fyrirtækja í þeirra eigu rofna þau óæskilegu tengsl milli banka og viðskiptalífs sem voru viðvarandi fyrir hrun og voru e.t.v. áhrifamesti þátturinn í hruninu.Einnig verður ekki litið hjá því að skoða hvernig aðrir valkostir líta út í samanburði við endurreisn hlutabréfamarkaðar. Er líklegt að áframhaldandi eignarhald banka á fyrirtækjum og sala til valdra fjárfesta stuðli að heilbrigðara viðskipta- og fjárfestingarumhverfi en skráning á markað? Hér er umgjörð verðbréfamarkaðar í fremstu röð og fjárfestar geta nýtt hana og rétt sinn til upplýsinga og ákvörðunartöku. Hví skyldum við ekki feta braut gagnsæis og trausts þegar hún stendur til boða?
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar