Fótbolti

Kaka á leið í aðgerð - frá í tvo mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kaka í leik með Real Madrid.
Kaka í leik með Real Madrid. Nordic Photos / AFP
Útlit er fyrir að Brasilíumaðurinn Kaka verði frá í allt að tvo mánuði þar sem hann þarf að gangast undir aðgerð vegna hnémeiðsla.

Kaka hefur átt í vandræðum með meiðslin í nokkurn tíma og var sú ákvörðun tekin að senda hann til sérfræðings í Belgíu með það fyrir augum að hann fari í uppskurð.

Kaka átti einnig við meiðsli í nára að stríða á síðasta tímabili en fram kom í yfirlýsingu frá félaginu að hann væri á góðri leið með að jafna sig á þeim.

Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, hefur ekki of miklar áhyggjur af því að missa Kaka.

„Það er ekkert stórmál að missa hann í einhvern tíma. Við erum með aðra leikmenn og svona er þetta bara," sagði Mourinho. „En hann er vissulega einn besti leikmaður heims."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×