Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er búinn að gefa upp vonina um að fá þá Steven Gerrard og Ricardo Carvalho til sín á Bernebeu en leikmennirnir tveir voru orðaðir við Madridar-liðið í allt sumar.
„Steven Gerrard er hluti af sögu Liverpool og á heima í klúbbnum. Hann er of mikilvægur fyrir þá og þetta er samskonar dæmi og þegar ég reyndi að frá Frank Lampard frá Inter," sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi eftir 3-2 sigur Real Madrid á LA Galaxy í síðasta æfingaleik liðsins í Ameríkuförinni.
„Ricardo er góður leikmaður en hann er orðinn það gamall að það er ekki hægt að byggja upp framtíðarlið með honum. Ricardo er leikmaður sem getur hjálpað þér í dag enda frábær atvinnumaður með gott einkalíf. Hann á í engum vandræðum með að spila á hæsta stigi þótt að hann sé orðinn 32 ára," sagði Mourinho síðan um Ricardo Carvalho.
Jose Mourinho er búinn að gefast upp á Gerrard og Carvalho
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti

