Stöndum vörð um börnin okkar Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 20. nóvember 2010 07:45 Íslenskt menntakerfi byggir á þremur meginstoðum: Grunnskólalögum, aðalnámskrá og hefðum. Menntakerfið er þó langt frá því að vera staðnað bákn og í stöðugri framþróun og endurskoðun. Fræðsluyfirvöld og starfsmenn menntastofnana hafa lagt sig fram um að hlúa að menntun, faglegu starfi og þróun kennsluhátta. Starf íslenskra grunnskóla hefur verið í stöðugri þróun síðustu árin og sem dæmi má nefna lengingu og endurskipulagningu kennaranámsins, sem og mælingar og mat á öllum þáttum skólastarfsins. Þegar barn hefur nám í grunnskóla verða kaflaskil. Barnið sækir inn á nýjan vettvang sem á að tryggja menntun þess og öryggi. Það er mikilvægt að friður og jafnvægi ríki um stofnun sem er svo stór hluti lífs barnsins. Mikið hefur verið rætt um eflingu menntunar og nýleg lenging kennaranáms er gott dæmi þar um. Nýjasta útspil Sambands íslenskra sveitar félaga um skerðingu á kennslu grunnskóla rímar alls ekki við hina faglegu umræðu sem lögð hefur verið til grundvallar allri orðræðu um menntamál á síðustu árum. Meðal sumra hefur verið vinsælt að snúa mótmælum kennara á þann veg að kennarar séu í sífelldri hagsmunabaráttu og markvisst reynt að þagga niður í þeim. Sumir virðast telja að mótmæli okkar snúi ekki að því að standa vörð um fagvitund okkar og menntun nemenda. Í sömu andrá eru kennarar oft sagðir ekki sinna endurmenntun sinni og vinna þeirra tortryggð. Hið rétta er að kennarar sinna vel endurmenntun, sem endurspeglast vel í fjölbreytilegri framhaldsmenntun þeirra. Enginn ætti að vita það betur en Reykjavíkurborg enda er endurmenntunarstefna grunnskóla Reykjavíkur bæði framsækin og metnaðarfull. Þetta birtist vel í innra mati skólanna, samstarfi skólastiga og þróunarverkefnum. Í ljósi þess sem hér að framan er sagt leggur stjórn Kennarafélags Reykjavíkur til að Samband íslenskra sveitarfélaga leiti eftir samstarfi við fagaðila áður en til frekari gönuhlaupa verður stofnað. Hugmyndir þær sem formaður sambandsins viðraði á dögunum um skerta kennslu eru vanhugsaðar og geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Horfa þarf til reynslu annarra landa sem gengið hafa í gegnum þrengingar. Menntun er hornsteinn samfélagsins. Sé niðurskurður óumflýjanlegur þarf að huga að framtíð nemenda og barna okkar. Hagsmunir þeirra skulu ætíð hafðir leiðarljósi í allri ákvarðanatöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Íslenskt menntakerfi byggir á þremur meginstoðum: Grunnskólalögum, aðalnámskrá og hefðum. Menntakerfið er þó langt frá því að vera staðnað bákn og í stöðugri framþróun og endurskoðun. Fræðsluyfirvöld og starfsmenn menntastofnana hafa lagt sig fram um að hlúa að menntun, faglegu starfi og þróun kennsluhátta. Starf íslenskra grunnskóla hefur verið í stöðugri þróun síðustu árin og sem dæmi má nefna lengingu og endurskipulagningu kennaranámsins, sem og mælingar og mat á öllum þáttum skólastarfsins. Þegar barn hefur nám í grunnskóla verða kaflaskil. Barnið sækir inn á nýjan vettvang sem á að tryggja menntun þess og öryggi. Það er mikilvægt að friður og jafnvægi ríki um stofnun sem er svo stór hluti lífs barnsins. Mikið hefur verið rætt um eflingu menntunar og nýleg lenging kennaranáms er gott dæmi þar um. Nýjasta útspil Sambands íslenskra sveitar félaga um skerðingu á kennslu grunnskóla rímar alls ekki við hina faglegu umræðu sem lögð hefur verið til grundvallar allri orðræðu um menntamál á síðustu árum. Meðal sumra hefur verið vinsælt að snúa mótmælum kennara á þann veg að kennarar séu í sífelldri hagsmunabaráttu og markvisst reynt að þagga niður í þeim. Sumir virðast telja að mótmæli okkar snúi ekki að því að standa vörð um fagvitund okkar og menntun nemenda. Í sömu andrá eru kennarar oft sagðir ekki sinna endurmenntun sinni og vinna þeirra tortryggð. Hið rétta er að kennarar sinna vel endurmenntun, sem endurspeglast vel í fjölbreytilegri framhaldsmenntun þeirra. Enginn ætti að vita það betur en Reykjavíkurborg enda er endurmenntunarstefna grunnskóla Reykjavíkur bæði framsækin og metnaðarfull. Þetta birtist vel í innra mati skólanna, samstarfi skólastiga og þróunarverkefnum. Í ljósi þess sem hér að framan er sagt leggur stjórn Kennarafélags Reykjavíkur til að Samband íslenskra sveitarfélaga leiti eftir samstarfi við fagaðila áður en til frekari gönuhlaupa verður stofnað. Hugmyndir þær sem formaður sambandsins viðraði á dögunum um skerta kennslu eru vanhugsaðar og geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Horfa þarf til reynslu annarra landa sem gengið hafa í gegnum þrengingar. Menntun er hornsteinn samfélagsins. Sé niðurskurður óumflýjanlegur þarf að huga að framtíð nemenda og barna okkar. Hagsmunir þeirra skulu ætíð hafðir leiðarljósi í allri ákvarðanatöku.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun